Jökull - 01.12.1990, Blaðsíða 193
Ræða Jóns E. ísdals, flutt á Grímsfjalli
við vígslu skálans þann 20. júní 1987.
Gott jöklafólk!
í dag eru tímamót í sögu Jöklarannsóknafélagsins.
Anægjulegum áfanga hefur verið náð í atburðarás sem
hófst þegar á fyrsta ári félagsins og sem síðan hefur
verið stór hluti af starfsemi þess. Mér er ekki kunnugt
um að þessum þætti hafi áður verið gerð sameiginleg
skil og vil því fara hér nokkrum orðum um það sem
kalla má byggingasögu Jöklarannsóknafélagsins.
Þegar farið er yfir gögn um aðdraganda og stofnun
félagsins kemur berlega í ljós að frumherjinn, stofn-
andinn og aðal burðarás félagsins, Jón Eyþórsson, hef-
ur lagt ríka áherslu á nauðsyn þess að það eignaðist
sem fyrst aðstöðu til þess að hýsa menn og tæki á
þeim stöðum, sem helst var búist við að rannsóknir
yrðu stundaðar frá. Hve áherslan var mikil kemur best
fram í eftirfarandi bókun á stofnfundi félagsins þann
22. nóvember 1950: ”Fundurinn lýsir ánægju sinni
yfir væntanlegum leiðangri Rannsóknaráðs til þykkt-
armælinga á Vatnajökli næsta vor. Ennfremur telur
fundurinn nauðsynlegt að koma sem fyrst upp föstum
bækistöðvum fyrir rannsóknir íslenskra jökla og álítur,
að Esjufjöll í Breiðamerkurjökli séu æskilegur staður
fyrir slíka rannsóknastöð. Er stjóm félagsins því heim-
ilað að hefja þegar undirbúning að húsbyggingu þar,
eftir því sem efni og ástæður leyfa“.
Fyrir utan kjör bráðabirgðastjórnar er þetta eina
samþykktin sem gerð er á stofnfundinum. Ef þetta
er ekki ótvíræð stefnuyfirlýsing hvað er það þá? Jón
lætur ekki sitja við orðin tóm. Fyrir tilstilli fjármála-
ráðuneytisins fær hann þrjá herskála hjá sölunefnd-
mni sem Skipaútgerð ríkisins flytur án gjaldtöku til
Hafnar í Hornafirði. Eini kostnaðurinn sem félagið
bar var vegna flutnings skálanna frá Höfn að Jökulsá
a Breiðamerkursandi, svo og vegna niðurrifs þeirra á
Keflavíkurflugvelli. Til greiðslu á þeim þætti seldi Jón
einn skálann og er hann enn í fullu gildi sem útihús
á Kvískerjum. Fyrri skálinn var svo reistur í Esju-
fjöllum þann 26. júní 1951 og sá seinni, Breiðá við
Hálfdánaröldu, viku seinna. Báðir voru þeir óinn-
réttaðir enda í fyrstu eingöngu ætlaðir til geymslu á
farartækjum. Til stóð að innrétta Esjufjallaskálann
sem fjallakofa og var timbur til þess flutt að Breiðá og
geymt þar í nokkur misseri, en þar brást Jóni bogalistin
því hann gat ekki, þrátt fyrir margítrekaðar tilraunir,
fengið timbrið flutt í Esjufjöll, svo að það endaði sem
innrétting í Breiðá.
En skjótt skipast veður í lofti. Árið 1950 fannst
Hófsvað og fljótlega eftir það greiðfær leið í Tungna-
árbotna. Bein afleiðing þessara atburða kemur fram í
skýrslu Jóns á aðalfundi félagsins þann 14. apríl 1955
þar sem hann segir: ”Þá hefur verið unnið að því af
nokkrum áhugamönnum innan félagsins að safna fé og
undirbúa skálabyggingu í Tungnaárbotnum í sumar og
standa miklar vonir til að það komist í framkvæmd“, og
síðar í sömu skýrslu, ”það er ráðgert að byggja skála í
sumar í Tungnaárbotnum, 4x6 m að stærð, samkvæmt
teikningu sem hér liggur fyrir og Þórir Baldvinsson
hefur gert. Grindin verður væntanlega sett saman hér
í bænum og Guðmundur Jónasson hefur boðist til að
koma efninu á byggingarstað án mikils kostnaðar fyrir
félagið. Árni Kjartansson hefur lofað að hafa aðal-
framkvæmd um byggingu skálans og ýmsir ágætir og
reyndir menn hafa heitið honum vinnu sinni og hjálp
við verkið“.
Skálann þekkið þið öll svo að ég ætla ekki að
fjölyrða um hann. Aftur á móti hljóðar fyrsta síð-
an í "Gestabók fyrir Jökulheima" svo; ”Jökulheimar
heitir þessi skáli og er eign Jöklarannsóknafélags Is-
lands. Við undirrituð reistum hann sem sjálfboðaliðar
dagana 30. maí - 15. júní 1955, en jafnframt fórum
JÖKULL, No. 40, 1990 189