Jökull - 01.12.1990, Blaðsíða 183
hafa orðið á síðustu árum. Þar sem áður var þverhnípt
jökulstál er nú aflíðandi jökulbrekka og framan við
hana hefur mikið nýtt land komið í ljós. Kvöldvakan
tókst mjög vel að vanda. I ferðinni var gengið frá palli
við nýja skálann og Vatíkani eins og fyrr var greint.
STIKUÐ LEIÐ INN í JÖKULHEIMA
Helgina 30. september til 1. október fór hópur
félaga á þremur bílum inn í Jökulheima og setti á leið-
inni niður stikur, sem fengnar voru hjá Vegagerðinni.
Frá því Sigurjón Rist o.fl. settu stikur á þessa leið fyrir
25 árum höfðu margar þeirra fallið vegna frostlyfting-
ar, snjóþyngsla og árekstra við flutning nýja skálans
til Grímsfjalls árið 1987. Er komið var sem leið lá
að norðurtöglum Þóristinds var vikið af leið og farin
nokkuð bein stefna inn fyrir Vatnaöldur. Komið var
aftur inn á gömlu slóðina sunnan við þann stað þar sem
Vatnakvíslin fellur ofan í hraunið. Með þessu móti var
sneitt fram hjá lægðum, sem oft voru erfiðar yfirferðar
á vorin vegna krapa og styttist leiðin við það um 1.5
km.
húsnæðismál
Frá árinu 1985 hefur félagið leigt herbergi í Bakka-
gerði 9 í Reykjavík og geymt þar birgðir okkar af Jökli
°g nokkur önnur skjöl. Stjórnarfundi höfum við hald-
>ð s.l. ár í Tæknigarði á háskólalóðinni og almenna
félagsfundi hér í Lind á Rauðarárstíg. Tækjageymslu
hefur félagið hins vegar enga í Reykjavík. Það er
skoðun stjórnar Jörfi að félagið þyrfti á komandi ár-
um að eignast á höfuðborgarsvæðinu geymslu fyrir
snjóbíl og annan ferðaútbúnað, um 80-90 fermetra, og
geymslu fyrir tímaritið Jökul og bækur félagsins með
aðstöðu til funda í stjóm félagsins, um 50 fermetra. Á
aðalfundi í fyrra var frá því skýrt að rætt hefði verið við
Ferðafélag íslands um að Jörfi gæti hugsanlega fengið
inni í væntanlegu húsi félagsins að Mörk 6 í Reykja-
vík. Stjórn Ferðafélagsins hefur síðan lýst eindregnum
vilja til þess að eiga samstarf um húsamál við Jökla-
rannsóknafélagið og lagt fyrir byggingamefnd sína að
líta til ábendinga félagsins um stærð og gerð þess hús-
næðis, er félagið hefur talið sig þurfa til starfsemi
sinnar. Stjóm Ferðafélagsins telur leigusamning við
Jöklarannsóknafélagið æskilegri kost en sameignar-
samning og er fús til samninga um leigu til langs tíma.
Því er við að bæta að Stefán Bjamason, meðstjómandi
í okkar félagi, situr í byggingamefnd Ferðafélagsins.
Grunnur að Mörk 6 hefur verið grafinn en teikningar
eru í endurskoðun og byggingarmálin því í biðstöðu.
Stjómin mun því bíða eftir framvindu byggingarmála
Ferðafélagsins og ekkert aðhafast í húsnæðismálum
okkar hér í borg fyrr en þau skýrast.
BÍLAMÁL OG FARARTÆKI
Félagið á nú einn snjóbíl, Bombardier af árgerð
1972. Hann er geymdur í Jökulheimum. Dráttarsleð-
ar félagsins eru nú þrír. Á liðnu ári gerði bílanefnd upp
gamlan sleða, sem síðast var notaður við borunina á
Bárðarbungu 1972. Nokkur umræða hefur verið með-
al félagsmanna um endumýjun bílakosts. Undanfarin
ár höfum við notið aðstoðar frá Landsvirkjun, sem
lagt hefur til bíl í vorferð félagsins þar sem ekki hefur
verið fært að fara einbíla með allan farangur okkar til
Grímsvatna. Á síðasta vori fékkst sú aðstoð ekki þar
sem snjóbíll Landsvirkjunar var bilaður og svo fór að
vorferð með venjulegum hætti féll niður. Skotist var
á Grímsfjall á jeppa til þess að sinna nauðsynlegustu
verkunum eins og frá var greint hér að framan.
Við væntum þess vissulega að á komandi árum
verði unnt að fá aðstoð Landsvirkjunar við vorferðir á
Vatnajökul. í rannsóknaferðir á öðrum tímum árs eða
á öðrum jöklum, t.d. Mýrdalsjökli, þurfum við hins
vegar að vera sjálfbjarga með flutning á mælitækjum,
eldsneyti og fólki. Því væri æskilegt að eignast annan
snjóbíl við hlið Bombans. Við flestar jöklamælingar,
t.d. íssjármælingar, nægir okkur að eiga lítinn bíl, t.d.
af þeirri gerð sem fyrir nokkrum árum fékkst að láni í
vorferðir frá Vamarliðinu á Keflavíkurflugvelli. Jepp-
ar duga enn lítt til dráttar, en munu vissulega nýtast vel
þegar skreppa þarf með léttan farangur á jökul og þeir
eru á margan hátt þægilegri og öruggari en vélsleðar.
Á allra síðustu árum hafa orðið miklar framfarir í
gerð farartækja sem reynast vel til jöklaferða og svo
mun áreiðanlega verða með auknum áhuga á torfæru-
bílum. Áfram mun fylgst með þessum framförum en
það má ekki dragast lengi enn að ákveða hvers konar
farartæki félag okkar ætti að stefna að því að eignast.
Við þá ákvörðun ætti að láta þarfir okkar ráða, en ekki
þröngan fjárhag. Þegar við vitum hvað við viljum,
JÖKULL, No. 40, 1990 179