Jökull - 01.12.1990, Blaðsíða 185
mælingum á þyngdarsviði og segulsviði. Ennfrem-
ur hafa niðurstöður jarðskjálftamælinga, hallamælinga
og veðurathugana verið sendar til byggða. Þá hefur
verið borað eftir jarðhita í Grímsfjaili og hann nýttur.
Annað meginverkefni félagsins hefur verið mæl-
ing á jökulþykkt. Á fyrsta starfsári félagsins, 1951,
var unnið að þykktarmælingum með hljóðbylgjum á
Vatnajökli. Því starfi var haldið áfram í Grímsvötnum
og á Tungnaárjökli árið 1955 og auk þess var unnið
á Mýrdalsjökli. Frá árinu 1978 hafa þykktarmælingar
verið gerðar með íssjá í vorferðum félagsins.
Þriðja meginverkefni félagsins hefur verið mæl-
ingar á snjósöfnun yfir vetrarmánuðina á Vatnajökli.
Þessar mælingar hafa verið samfelldar í Grímsvötnum
frá 1953, en slitróttar á öðrum hlutum jökulsins.
Fjórða verkefni félagsins hefur verið könnun á
hæðarbreytingum jökulsins með því að landmæla snið
frá Grímsfjalli til Kverkfjalla, milli Pálsfjalls og Kerl-
inga og upp Tungnaárjökul frá Nýjafelli. Auk þess
hefur snið verið mælt norður úr Grímsvötnum.
Fimmta verkefni félagsins hefur verið mælingar
á hopi og framsókn jökulsporða. Þær mælingar hafa
verið unnar af sjálfboðaliðum víða um land.
Sjötta verksvið félagsins hefur verið sýnataka í
borkjörnum til efnagreininga og öskulagarannsókna.
Þekktasta verkefnið á þessu sviði var borun í sunn-
anverða Bárðarbungu sumarið 1972. Á undanförnum
árum hafa verið tekin sýni í grunnum borholum og af
yfirborði til margvíslegra efnagreininga.
Rannsóknaverkefni á næstu
ÁRUM.
Á komandi árum mun unnið að öllum þeim verk-
efnum, sem hér hafa verið talin, en breytingar munu
verða í mælitækni og áherslum.
Enn er ólokið nokkrum mikilvægum athugunum
í Grímsvötnum til þess að kanna eðli og styrk jarð-
hitasvæðisins. Fyrirhuguð er borun gegnum íshellu
Grímsvatna með heitu þrýstivatni og mælingar á hita-
stig í vatninu undir henni. Vitneskja um hitastig í
Grímsvötnum er mjög mikils virði til aukins skiln-
ings á varmaafli jarðhitasvæðisins undir Vötnunum,
því hvernig vatn nær að brjóta sér leið út úr þeim í
byrjun hlaupa, hve hratt vatnið rennur út og hve stór
hlaupin verða. Ennfremur er stefnt að því að ná sýn-
um af vatninu til efnagreininga svo að gögn fáist um
hvemigjarðhitavatn og bræðsluvatnblandast í Vötnin.
Til Grímsvatna mun áfram farin árleg vorferð til eftir-
lits með vatnshæð og breytingum á stærð Vatnanna og
þykkt íshellunnar. Þá mun unnið að viðhaldi á hita-
veitu, rafstöð, mælitækjum, svo sem veðurathugunar-
tækjum, skjálfta- og hallamælum og fjarskiptabúnaði,
sem sendir niðurstöður mælinga til byggða.
Unnið verður áfram að kortagerð af landi undir
jöklum. Kortagerð er nú lokið af norðan-og vest-
anverðum Vatnajökli. Ljúka þarf mælingum til þess
að gera kort af yfirborði og botni á suðvestanverðum
Vatnajökli, sunnan við línu frá Langasjó að Pálsfjalli
og að Háubungu. Þetta gæti unnist í vorferðum félags-
ins. Auk þess á eftir að vinna kort af botni og yfirborði
Langjökuls og Mýrdalsjökuls.
Nú þegar kort hafa fengist af yfirborði og botni
jöklanna verður aukin áhersla lögð á að kanna afkomu
og færslu íss frá meginjökli niður á leysingarsvæðin.
Mynd okkar af afkomu jöklanna er enn alltof gróf og úr
því þarf að bæta á næstu árum. Mikilvægt er að koma
upp hentugum búnaði til mælinga á afkomu og hreyf-
ingu. Útbúa þarf handhægan rafknúinn bor til þess að
taka sýni niður á 10 m og lítinn bræðslubor til þess að
bora niður stikur á leysingarsvæði jökla. Mælingar á
hreyfingu jökla eru enn mjög tímafrekar með venju-
legum landmælingum. Miðað er við föst merki utan
við jökulinn og gott skyggni þarf til þess að mælingar
takist. Innan 5 ára munu staðsetningartæki í tengslum
við gervitungl verða svo ódýr og hentug að unnt verð-
ur að hefja með þeim umfangsmiklar landmælingar
á jöklum. Þessi tæki geta staðsett lengd, breidd og
hæð mælipunkts með fáeinna sentimetra nákvæmni á
nokkrum klukkustundum. Tveir eða þrír menn á ein-
um bíl (jafnvel jeppa) og einum vélsleða til snúninga
gætu því í tveggja vikna leiðangri, óháð veðri, land-
mælt hundruð kílómetra löng snið á jökli. Afkomu
jökulsins gætu þeir mælt á hverjum stað meðan beðið
væri eftir að tækin skrái sendingar frá gervitunglum.
Með því að skilja eftir stikur að vori og endurtaka mæl-
ingar að hausti fengist hreyfing jökulsins, breytingar í
hæð og ársafkoma jökulsins.
Markmið með þessum mælingum er að kanna
heildarafkomu jökulsins og hve hratt hann ber ísmassa
JÖKULL, No. 40, 1990 181