Jökull


Jökull - 01.12.1990, Síða 185

Jökull - 01.12.1990, Síða 185
mælingum á þyngdarsviði og segulsviði. Ennfrem- ur hafa niðurstöður jarðskjálftamælinga, hallamælinga og veðurathugana verið sendar til byggða. Þá hefur verið borað eftir jarðhita í Grímsfjaili og hann nýttur. Annað meginverkefni félagsins hefur verið mæl- ing á jökulþykkt. Á fyrsta starfsári félagsins, 1951, var unnið að þykktarmælingum með hljóðbylgjum á Vatnajökli. Því starfi var haldið áfram í Grímsvötnum og á Tungnaárjökli árið 1955 og auk þess var unnið á Mýrdalsjökli. Frá árinu 1978 hafa þykktarmælingar verið gerðar með íssjá í vorferðum félagsins. Þriðja meginverkefni félagsins hefur verið mæl- ingar á snjósöfnun yfir vetrarmánuðina á Vatnajökli. Þessar mælingar hafa verið samfelldar í Grímsvötnum frá 1953, en slitróttar á öðrum hlutum jökulsins. Fjórða verkefni félagsins hefur verið könnun á hæðarbreytingum jökulsins með því að landmæla snið frá Grímsfjalli til Kverkfjalla, milli Pálsfjalls og Kerl- inga og upp Tungnaárjökul frá Nýjafelli. Auk þess hefur snið verið mælt norður úr Grímsvötnum. Fimmta verkefni félagsins hefur verið mælingar á hopi og framsókn jökulsporða. Þær mælingar hafa verið unnar af sjálfboðaliðum víða um land. Sjötta verksvið félagsins hefur verið sýnataka í borkjörnum til efnagreininga og öskulagarannsókna. Þekktasta verkefnið á þessu sviði var borun í sunn- anverða Bárðarbungu sumarið 1972. Á undanförnum árum hafa verið tekin sýni í grunnum borholum og af yfirborði til margvíslegra efnagreininga. Rannsóknaverkefni á næstu ÁRUM. Á komandi árum mun unnið að öllum þeim verk- efnum, sem hér hafa verið talin, en breytingar munu verða í mælitækni og áherslum. Enn er ólokið nokkrum mikilvægum athugunum í Grímsvötnum til þess að kanna eðli og styrk jarð- hitasvæðisins. Fyrirhuguð er borun gegnum íshellu Grímsvatna með heitu þrýstivatni og mælingar á hita- stig í vatninu undir henni. Vitneskja um hitastig í Grímsvötnum er mjög mikils virði til aukins skiln- ings á varmaafli jarðhitasvæðisins undir Vötnunum, því hvernig vatn nær að brjóta sér leið út úr þeim í byrjun hlaupa, hve hratt vatnið rennur út og hve stór hlaupin verða. Ennfremur er stefnt að því að ná sýn- um af vatninu til efnagreininga svo að gögn fáist um hvemigjarðhitavatn og bræðsluvatnblandast í Vötnin. Til Grímsvatna mun áfram farin árleg vorferð til eftir- lits með vatnshæð og breytingum á stærð Vatnanna og þykkt íshellunnar. Þá mun unnið að viðhaldi á hita- veitu, rafstöð, mælitækjum, svo sem veðurathugunar- tækjum, skjálfta- og hallamælum og fjarskiptabúnaði, sem sendir niðurstöður mælinga til byggða. Unnið verður áfram að kortagerð af landi undir jöklum. Kortagerð er nú lokið af norðan-og vest- anverðum Vatnajökli. Ljúka þarf mælingum til þess að gera kort af yfirborði og botni á suðvestanverðum Vatnajökli, sunnan við línu frá Langasjó að Pálsfjalli og að Háubungu. Þetta gæti unnist í vorferðum félags- ins. Auk þess á eftir að vinna kort af botni og yfirborði Langjökuls og Mýrdalsjökuls. Nú þegar kort hafa fengist af yfirborði og botni jöklanna verður aukin áhersla lögð á að kanna afkomu og færslu íss frá meginjökli niður á leysingarsvæðin. Mynd okkar af afkomu jöklanna er enn alltof gróf og úr því þarf að bæta á næstu árum. Mikilvægt er að koma upp hentugum búnaði til mælinga á afkomu og hreyf- ingu. Útbúa þarf handhægan rafknúinn bor til þess að taka sýni niður á 10 m og lítinn bræðslubor til þess að bora niður stikur á leysingarsvæði jökla. Mælingar á hreyfingu jökla eru enn mjög tímafrekar með venju- legum landmælingum. Miðað er við föst merki utan við jökulinn og gott skyggni þarf til þess að mælingar takist. Innan 5 ára munu staðsetningartæki í tengslum við gervitungl verða svo ódýr og hentug að unnt verð- ur að hefja með þeim umfangsmiklar landmælingar á jöklum. Þessi tæki geta staðsett lengd, breidd og hæð mælipunkts með fáeinna sentimetra nákvæmni á nokkrum klukkustundum. Tveir eða þrír menn á ein- um bíl (jafnvel jeppa) og einum vélsleða til snúninga gætu því í tveggja vikna leiðangri, óháð veðri, land- mælt hundruð kílómetra löng snið á jökli. Afkomu jökulsins gætu þeir mælt á hverjum stað meðan beðið væri eftir að tækin skrái sendingar frá gervitunglum. Með því að skilja eftir stikur að vori og endurtaka mæl- ingar að hausti fengist hreyfing jökulsins, breytingar í hæð og ársafkoma jökulsins. Markmið með þessum mælingum er að kanna heildarafkomu jökulsins og hve hratt hann ber ísmassa JÖKULL, No. 40, 1990 181
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200
Síða 201
Síða 202
Síða 203
Síða 204
Síða 205
Síða 206

x

Jökull

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.