Jökull


Jökull - 01.12.1991, Side 64

Jökull - 01.12.1991, Side 64
2. FORNAR HEIMILDIR í fyrri greininni um Rrísuvíkurelda (Haukur Jóhann- esson og Sigmundur Einarsson 1988) var fjallað um frásagnir annála af eldgosum í Trölladyngjum. Þær eru ekki miklar að vöxtum og full ástæða til að endurtaka þær hér. Tilvitnanir í annála eru frá Storm (1888), utan annáll Flateyjarbókar sem er í Flat- eyjarbók (1945). Árið 1151: „Eldur í Trölladyngjum. Húsrið“ (Konungsannáll, bls. 115). „Eldur uppi í Trölladyngjum“ (Oddaverjaannáll, bls. 474). „Eldur í Trölladyngjum. Húshríð" (Annáll Flateyjarbókar, bls. 301). Árið 1188: „Eldsuppkoma í Trölladyngju“ (Skálholtsannáll, bls. 180). Áður hefur verið sýnt fram á að öll rök hníga að því að megingosið í Krísuvíkureldum hafi orðið árið 1151. Ekki er ljóst hvers vegna annálarnir kenna gosin við Trölladyngjur en svo virðist sem þær hafi verið alþekkt örnefni á þessum tíma. Líklegast er að eldgosið 1188 hafi verið lokaþáttur umbrotahrinunnar. Auk þessara frásagna í annálum eru óbeinar heimildir um hraunrennsli á norðanverðum Reykja- nesskaga eftir landnám. Kapelluhraun heitir einnig Bruninn í daglegu tali og það eitt bendir til að menn hafi séð hraunið renna. Yfirleitt er talið að Kapellu- hraun hafi áður heitið Nýjahraun og Olafur Þorvaldsson (1949) segir að nafnið Nýibruni sé enn þekkt um hluta þess. Þessi nöfn benda eindregið til að hraunið hafi runnið eftir að land byggðist. Elstu heimildir um nafnið Nýjahraun eru annars vegar í annálum og hins vegar í Kjalnesinga sögu. Annálar greina frá skiptapa við Hafnarfjörð árið 1343 og fórust með skipinu 23 eða 24 menn. Annálar segja þannig frá slysinu: „Braut Katrínarsúðina við Nýja hraun.“ (Annáll Flateyjar- bókar, bls. 402). „Braut Katrínar súðina fyrir Hvaleyri. dmkknuðu þar af iiij menn og xx.“ (Gottskálksannáll, bls. 352). „Braut Katrínar súðina er lét úr Hvalfirði fyrir utan Hafnar- fjörð. drukknuðu .xxiij. menn.“ (Skálholtsannáll, bls. 210). Flateyjarannáll segir skipið hafa farist við Nýjahraun, Gottskálksannáll við Hvaleyri og Skál- holtsannáll fyrir utan Hafnarfjörð. Því er eðlilegt að ætla að í lýsingu Flateyjarannáls sé átt við Nýjahraun við Hafnarfjörð og hefur hraunið því runnið eigi síðar en árið 1343. í Kjalnesinga sögu (1959) er tvívegis minnst á Nýjahraun. Þar segir snemma í sögunni að Þorgrímur Helgason hafi reist bú að Hofi (á Kjalarnesi) og „hafði hann mannaforráð allt til Nýjahrauns og kallað er Brunndælagoðorð". Undir lok sögunnar segir svo frá því er Búi Andríðsson tók við mannaforræði eftir Þorgrím og „hafði hann allt út á Nýjahrauni og inn til Botnsár“. Kjalnesinga saga gerist á landnámsöld en er talin skrifuð skömmu eftir 1300 (Jóhannes Halldórsson 1959). Athyglisvert er að höfundurinn skuli nota Nýjahraun til að afmarka Brunndælagoðorð. Líklega hefur hann talið hraunið myndað á landnámsöld eða fyrir landnám og trúlegt að frásagnir af eldinum hafi á hans tíma verið orðnar óljósar. Því verður að ætla að hraunið hafi vart runnið síðar en á fyrri hluta 13. aldar, þ.e. tveimur til þremur mannsöldrum fyrir daga höfundar. Notkun örnefnisins Nýjahraun í Kjal- nesinga sögu bendir því til að hraunið sé runnið einhvern tíma á tímabilinu 870-1250. 3. FYRRI RANNSÓKNIR Á KAPELLUHRAUNI OG NÁGRENNI Ef tekið er mið af frásögnum annála og Kjalnesinga sögu, og ömefnunum Bruninn og Nýibruni, mætti ætla að fræðimönnum hafi þótt hraunin fyrir sunnan Hafnarfjörð forvitnilegt rannsóknarefni, ekki síst vegna nálægðar við helstu þéttbýlissvæði landsins. Athugun leiðir hins vegar í ljós að ótrúlega fáir hafa gert tilraun til að kanna Kapelluhraun, upptök þess, útbreiðslu og raunverulegan aldur. Þorvaldur Thoroddsen (1913) reið á vaðið er hann kannaði Kapelluhraun lauslega árið 1883. Gerði hann ráð fyrir að yngsti hraunstraumurinn, þ.e. apalhraunið sem rann til sjávar í Straumsvík, væri Nýjahraun en helluhraunið austan þess, þ.e. Hellnahraun, taldi hann annað og eldra hraun. Þorvaldur benti á að nyrstu gígarnir, við og á Undirhlíðum, væru mjög unglegir en tók ekki beina afstöðu til aldurs þeirra. Þá taldi 62 JÖKULL,No. 41, 1991
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Jökull

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.