Jökull - 01.12.1991, Síða 69
Þykkt í sm
3. mynd. Jarðvegssnið við jaðar Mávahlíðahrauns.
Staðsetning er sýnd á 1. mynd. Fig. 3. Soil profile
from Mávahlíðar lavaflow. Location is shown in Fig.
1.
víðast mjög úfið og illt yfirferðar en ekki mjög
þykkt. Mávahlíðahraun rennur alls staðar út yfir eldri
hraun og því augljóst að það er eitt af yngstu
hraununum norðan við Dyngjurnar.
Suðvestur af gígaröðinni liggur önnur gígaröð
eftir endilöngum móbergshrygg sem teygir sig til
norðausturs frá Grænudyngju. Frá henni hefur runnið
hraun sem hverfur undir hraunið frá Mávahlíðagígum
og einnig undir hraunið frá Eldborg við Trölladyngju.
Jón Jónsson (1978a) taldi gígana sem mynduðu
Mávahlíðahraunið framhald þessarar gígaraðar til
norðausturs og að ekki yrði annað séð en að hraunin
rynnu saman í eitt þar sem þau koma saman. Jón
nefndi hraunið í heild Dyngnahraun en sá samt
ástæðu til að fjalla um Mávahlíðahraunið sérstaklega
og nefna hvað það væri unglegt. Mávahlíðahraunið er
örugglega yngra en Dyngnahraunið. Því til stuðnings
hefur Landnámslagið fundist ofan á Dyngnahrauninu
og er það því örugglega runnið fyrir landnám. Land-
námslagið liggur hins vegar inn undir Mávahlíða-
hraun (sbr. 3. mynd) og má því ljóst vera að þessi
hraun hafa ekki myndast í sama gosi.
Mávahlíðahraun er um 3,7 km2 að flatarmáli og
meðalþykktin er áætluð 5 m. Rúmmál hraunsins er þá
um 0,02 km3.
5.4 Kapelluhraun
Sem fyrr sagði höfðu höfundar ekki að fullu kannað
hraunin frá nyrsta hluta gígaraðarinnar þegar fyrri
greinin um Krísuvíkurelda var skrifuð. Þá var það
skoðun okkar að Kapelluhraun, hraunin frá Óbrinnis-
hólum og Hellnahraun hefðu öll runnið í sama
gosinu. Könnun á svæðinu sumarið 1989 leiddi í ljós
að þetta var ekki alls kostar rétt og verður nánar vikið
að því síðar.
Meginhraunflákinn sem myndaðist í
Krísuvíkureldum á þessu svæði er vestan undir
Undirhlíðum, milli Óbrinnishóla og Vatnsskarðs.
Mestur hluti hraunsins hefur komið úr tveimur syðstu
kílómetrum gossprungunnar og sýnu mest úr syðsta
og vestasta gígnum. Hraunstraumurinn frá honum
hefur fallið til norðurs og norðvesturs eftir lægð sem
var á milli hraunsins frá Hrútagjárdyngju, þ.e.
Almenninga, og hraunsins frá Óbrinnishólum, allt til
sjávar í Straumsvík. Þetta er hið eiginlega Kapellu-
hraun, þó svo að hér sé nafnið notað um hraunið í
heild. Jarðvegssnið við jaðar Kapelluhrauns er sýnt á
6. mynd. Næst gígnum hefur hraunið runnið eftir
snoturri hrauntröð og liggur vegurinn til Krísuvíkur
yfir hana skammt norðan við gíginn. Mesta lengd
þessa hraunstraums er um 10 km. Frá öðrum hlutum
gossprungunnar hafa aðeins runnið þunnfljótandi
hraun um skamman veg. A svæðinu sunnan við
Óbrinnishóla hafa þau myndað allmikla hrauntjörn
sem síðar hefur sigið saman er gas rauk úr kvikunni.
Á nokkrum stöðum í hrauninu má sjá hvernig það
hefur runnið niður í gjár og sprungur og er augljóst
að hraunið er víða aðeins eins eða tveggja metra
þykkt á þessu svæði. Skammt sunnan við Bláfjalla-
veg hefur hraunið runnið umhverfis litla hæð úr
bólstrabrotabergi sem nefnist Stakur, en milli hans og
Óbrinnishóla eru aðeins 300-400 m. Telja verður
næsta líklegt að hæðin hafi eftir gosið verið kölluð
Óbrennishóll eða -hólmi og nafnið síðar færst yfir á
gjallgígana sem nú heita Óbrinnishólar. Skammt
norðan við Bláfjallaveg eru litlir en snotrir gígar við
rætur Undirhlíða og nefnast þeir Kerin (4. mynd). Frá
þeim hefur runnið lítið hraun til vesturs og norðurs.
Norðan við gígana er hraunið á nokkrum kafla svo
rennislétt að furðu sætir. Rétt er á þessum stað að
rifja upp kafla úr fyrri grein okkar, þar sem vitnað er
JÖKULL, No. 41, 1991 67