Jökull - 01.12.1991, Síða 72
1. tafla. Stærð og rúmmál hrauna í Krísuvrkureldum.
Table 1. Production oflava in the Krísuvík Fires.
Hraun Lavaflow Flatarmál Coverage (km2) Áætlur meðalþykkt Estimated mean thickness (m) Rúmmál Volume (km3)
Ögmundarhraun 18,6 7 0,13
Lækjarvallahraun 0,47 2 0,001
Mávahlíðahraun 3,7 5 0,02
Kapelluhraun 13,7 5 0,07
alls (total) 36,5 0,22
síðustu árum hafa komið fram flókin tölvuforrit sem
framkvæma leiðréttinguna, sum hver sérhæfð fyrir
ákveðið aldursbil. I 3. töflu er sýndur leiðréttur aldur
kolasýna undan hraunum Krísuvíkurelda, samkvæmt
leiðréttingarforriti frá Stuiver og Becker (1986).
Forritið reiknar, út frá mældum aldri og einu
staðalfráviki, það aldursbil (eitt eða fleiri) sem mestar
líkur eru á að aldur sýnisins liggi innan. Eins og fyrir
sjálfa 14C mælinguna eru þó aðeins 68,3% líkur á að
aldur sýnisins liggi innan markanna sé miðað við eitt
staðalfrávik og 95% líkur sé miðað við tvö
staðalfrávik. Forritið reiknar einnig út líkinda-
dreifingu fyrir aldur sýnisins.
Jón Jónsson (1978a, 1978b, 1982) hefur birt fjórar
geislakolsákvarðanir á aldri nyrstu hrauna Krísu-
víkurelda. Þrjú sýnanna voru tekin undan Kapellu-
hrauni, við gígana vestan undir Undirhlíðum, og
fjórða sýnið undan syðsta hluta Gvendarselshrauns.
Jón Jónsson (1982) hefur einnig birt þrjár greiningar
á aldri Ögmundarhrauns. Niðurstöður eru sýndar í 3.
töflu ásamt leiðréttum aldri. Líkindadreifing fyrir
lMegasta aldur hraunanna, samkvæmt leiðréttingar-
forriti Stuiver og Becker (1986), er sýnd á 7. mynd.
LMndaferlarnir líkjast ekki normalferlum, heldur
eru óreglulegir, vegna þess að kvörðunarferillinn
(trjáhringjaferillinn) er ekki bein lína. Flatarmálið
undir lMndaferlunum gefur hlutfallslíkur fyrir
aldrinum. Allt flatarmálið spannar þannig mögulegan
2. tafla. Hámarksaldur nokkurra runna- og þófaplantna á Norðurlöndum og Grænlandi (Jessen og Mentz
1937-1940).
Table 2. Maximum age of some Camaephyta plants in Scandinavia and Greenland (Jessen and Mentz
1937-1940). Tegund Species Hámarksaldur (ár) Maximum age (years)
Aðalbláberjalyng (Vaccinium myrtillus) 35
Beitilyng (Calluna vulgaris) 52
Krækilyng (Empetrum nigrum) 55
Sortulyng (Arctostaphylos uva-ursi) 60
Bláberjalyng (Vaccinium uliginosum) 93
Holtasóley (Dryas octopetala) 100
Einir (Juniperus communis) 500
70 JÖKULL, No. 41, 1991