Jökull - 01.12.1991, Page 74
Þykkt í sm
6. mynd. Jarðvegssnið við jaðar Kapelluhrauns.
Staðsetning er sýnd á 1. mynd. Fig. 6. Soil section at
the margin of Kapelluhraun lavaflow. Location is
shown on Fig. 1.
sjást engin merki að það hafi nokkum tíma verið gróið
að marki. Allt var á huldu um aldur hraunsins þar til
sumarið 1986, en þá tókst okkur að finna nothæft
jarðvegssnið sem liggur inn undir hraunið, norðvestan
við Stórhöfða. Þar kom í ljós að Landnámslagið
liggur inn undir hraunið (sbr. 8. mynd). Áður töldum
við að Hellnahraun hefði runnið í sama gosi og
Kapelluhraun og einnig að Hellnahraun og hraunið frá
Obrinnishólum væru eitt og sama hraunið (sbr.
Kristján Sæmundsson og Sigmundur Einarsson 1980).
Við nánari könnun á Obrinnishólum sumarið 1989
kom í Ijós að athuganir Jóns Jónssonar (1974) á þeim
standa óhaggaðar. Þá var aðeins eftir að kanna mót
Hellnahrauns og Obrinnishólahrauns nánar, en á
jarðfræðikorti Jóns Jónssonar (1978a) er Hellna-
hraunið talið eldra. Könnunin leiddi í ljós að vestur af
Stórhöfða hefur Hellnahraunið augsýnilega mnnið út
7. mynd. Líkindadreifing fyrir leiðréttan aldur
Krísuvíkurelda, samkvæmt leiðréttingarforriti Stuiver
og Becker (1986). Sýnatökustaðir em sýndir á 1.
mynd. Fig. 7. Calihration curvesfor the age of
charcoal samples from the Krísuvík Fires, according
to Stuiver ancl Becker (1986). The lowest figure shows
the weighted mean ofthe samples. Weighted average
ofthe above-mentioned samples. Location of sampling
sites is shown in Fig. 1.
*) Líkindi stöðluð með tilliti til hágildis
líkindadreifingar.
*) Normalizedl to maximum probability.
yfir hraunið frá Óbrinnishólum og er því örugglega
yngra. Að fenginni þessari niðurstöðu þótti ljóst að
Hellnahraun hlaut að hafa komið upp nærri nyrsta
hluta Undirhlíða. Þar er þó engum eldstöðvum til að
dreifa nema Gvendarselsgígunum en hraunið frá þeim
hefur greinilega mnnið út yftr Hellnahraunið. Hægt er
72 JÖKULL, No. 41, 1991