Jökull


Jökull - 01.12.1991, Side 77

Jökull - 01.12.1991, Side 77
9. mynd. Yngra Hellnahraun séð frá Stórhöfða. Horft til suðausturs til Helgafells. Gvendarselshæð ber í Helgafell. Mynd Haukur Jóhannesson. Fig. 9. The Younger Flellnahraun lava flow. View to Helgafell from Stórhöfði. Photo Haukur Jóhannesson. 9. KRÍSUVÍKURELDAR OG HELLNAHRAUN í ÞJÓÐSÖGUM Fornar sagnir og þjóðsögur virðast oft harla fjarstæðukenndar. Þær hafa í sumum tilvikum gengið í munnmælum meðal alþýðu rnanna öldum saman. I þeim leynist þó stundum nokkur sannleikur og jafnvel upplýsingar um atburði sem að öðru leyti hafa gleymst og engar skriflegar heimildir eru til um. Hér verða tekin tvö dæmi af þjóðsögum sem hafa að geyma upplýsingar um jarðeldana sunnan Hafnar- fjarðar á fyrstu öldum Islandsbyggðar. 9.1 Sagnir um Kaldá Kaldá fyrir ofan Hafnarfjörð er sérkennilegt vatnsfall. Hún er lindavatn sem kemur upp í Kaldárbotnum og fellur þaðan allt að tveggja kílómetra leið vestur í hraunin. Á þessari leið minnkar vatnsmagn árinnar smám saman og loks hverfur hún alveg. Lengdin ræðst af hæð grunnvatnsborðs á hverjum tíma, þ.e. því hversu mikið vatn rennur úr Kaldárbotnum. Standi grunnvatnsborðið lágt þornar farvegur árinnar stundum alveg. Um Kaldá eru til nokkrar þjóðsögur og í ýmsum myndum. Hér fer á eftir útgáfa sem Brynjúlfur Jónsson frá Minnanúpi skráði (Jón Þorkelsson 1956). „Það er í almæli, að á fyrri öldum hafi á sú runnið úr Þingvallavatni, er Kaldá er nefnd, eitthvert hið mesta vatnsfall á Islandi. Hún skal hafa runnið norðan og vestan fyrir Hengil og ofan þar, sem nú eru Fóelluvötn, og svo suður með hlíðum og í sjó á Reykjanesi. Er sagt, að hún komi upp í Reykjanesröst, og að Kaldá, sem kemur upp í hrauninu fyrir norðan Helgafell og hverfur í það aftur, sé úr henni. Er það haft til sannindamerkis að hinir svonefndu Vesturvellir, ofan frá Hengli til Lyklafells, Fóelluvötn og þaðan niður undir Hólm, líkist gömlum árfarveg. Um hvarf Kaldár em þessar sagnir. Hin fyrsta sögn er sú, að karl nokkur, sem var kraftaskáld, missti í hana tvo sonu sína og kvað hana þvf niður. Önnur sögnin er sú, að hún hafi horfið af eldgangi, þegar Suðurfjöll brunnu, svo einn eldur var ofan úr Hengli og út í sjó á Reykjanesi, og þá hafi jörðin gengið upp fyrir sunnan Elliðavatn. Það ætla menn verið hafa ár 1000, því Svínahraun, Þurrárhraun, eystra og ytra Herdísarvíkurhraun, gráhraunin sunnan fjalls í Krísuvíkur- hálsum og á Reykjanesi eru líkleg til að vera jafngömul gráhrauninu fyrir utan Hjalla, sem menn héldu, að mundi hlaupa á bæ Þórodds goða. Þriðja sögnin er sú, að Ingólfur landnámsmaður Arnarson hafi grafið Soginu farveg gegnum Grafningsháls eða rana úr honum, og hafi þá Þingvallavatn fengið þar útfall, en Kaldá þorrið. Skal eftir því skurður þessi, gljúfur eða skarð, sem Ingólfur gróf, heita Grafningur og sveitin þar af Grafningssveit." JÖKULL,No. 41, 1991 75
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Jökull

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.