Jökull - 01.12.1991, Page 84
Hiti í Stykkishólmi 1961 — 1990
12 —mánaöa keöjumeöaltöl
Mynd 2 / Fig. 2. Hiti í
Stykkishólmi frá ári til árs
1961-1990. 12mánaða
keðjumeðaltöl. Temperature
variations 1961-1990 in
Stykkishólmur in W-Iceland. 12
month running means.
Hlutfallsleg breyting úrkomu
1931/60 til 1961/90
Meöaltal 14 veöurstööva um land allt
Mynd 3 / Fig. 3. Hlutfallsleg breyting úrkomu
1931/1960 til 1961/1990, meðaltal 14 veðurstöðva í
öllum landshlutum. Relative precipitation change
1931/1960 to 1961/1990, an average of 14 stations
around the country.
Á 3. mynd má sjá breytingar á úrkomumagni eftir
mánuðum. Urkoma hefur aukist mikið fyrri hluta
ársins, en minnkað síðari hlutann. Sérstaklega er
áberandi minnkun í september. Skýringar á þessu
liggja ekki á lausu, en suðlægar og vestlægar áttir
virðast hafa verið öllu algengari fyrri hluta ársins á
þessu 30 ára skeiði en áður var, en aftur á móti
sjaldséðari í september.
Sé litið á breytingu ársúrkomunnar eftir lands-
hlutum kemur í ljós að hún er víðast hvar ekki mikil.
Urkoma virðist hafa aukist við suðvesturströndina
sem og um meginhluta Norðurlands og mest
norðaustanlands, en jafnvel minnkað lítillega víðast
hvar um vestanvert landið. Á árunum 1949-1964
voru settar vindhlífar á úrkomumæla hérlendis. Þar
sem vindur er mikill eins og við suðvesturströndina
gæti þessi breyting skýrt áðurnefnda aukningu að
nokkru. Norðanlands fellur stærri hluti úrkomunnar
sem snjór. Snjókoma mælist oft illa, en líklegt er að
vindhlífarnar bæti heldur heimtur hennar. Þetta gæti
skýrt úrkomuaukninguna norðanlands.
Á 4. mynd má sjá hvemig úrkoma breyttist frá ári
til árs í Stykkishólmi. Sérkennilegt er hvernig 12
mánaða úrkoma liggur langtímum saman nærri
82 JÖKULL, No. 41, 1991