Jökull


Jökull - 01.12.1991, Side 90

Jökull - 01.12.1991, Side 90
Jöklabreytingar 1930-1960, 1960-1990 og 1989-1990 ODDUR SIGURÐSSON Orkustofnun Grensásvegi 9, 108 Reykjavík YFIRLIT Haustið 1990 var hugað að 46 jökulsporðum. Á 5 stöðum reyndist ekki unnt að mæla vegna snjóskafla, jökullóna eða annars vatnagangs. Á 10 stöðum hafði jökull gengið fram, staðið í stað á 5 stöðum, en hopað á 26. Þrátt fyrir snjóasaman vetur víða voraði snemma og snjó tók upp á flestum mælingastöðunum. Snœfell- sjökull heldur ótrauður áfram að vaxa meðan Dranga- jökull hopar að vanda. Þar hafa menn þó orðið varir við sprungur og bólgu í jöklinum, sem gætu bent til, að hann kunni að hlaupa fram áður en langt um líður. Gígjökull og Sólheimajökull skríða enn fram þótt sá síðarnefndi fari sér mun hægar en áður og hafi raunar hopað seinni hluta sumars. Það er í fyrsta skipti í rúm 20 ár, sem hann víkur frá fremstu víglínu (sjá 1. mynd). Þessir tveir jöklar eru í flokki með Hyrningsjökli hvað varðar jafna framrás undanfarna tvo áratugi. Utskæklar Vatnajökuls hopa nú nánast allir, þeir sem mældir voru að undanskildum Brókarjökli, sem hefur gengið mikið fram að undanförnu. Ef líta má á hann sem yfirfall á austanverðum Breiðamerkurjökli, mætti búast við að hann færi að hækka framan til líka og skríða fram. Gæti Stemma þá allt eins farið að renna í sínum gamla farvegi aftur. Nú hopa jöklar í Örœfum. Kvíárjökull sker sig þó úr með því að lengjast um 25 m. Það helgast að nokkru af því, að í fyrra hopaði hann mikið, en það var óviss mæling. Breiðamerkurjökull hætti nú í sumar að skilja að Jökulsárlón og Stemmulón. Stemma braut sér leið undir jökulsporðinn og rennur nú með Jökulsá til sjávar. Tryggum lesendum þessa þáttar í Jökli kemur ekki á óvart, að Stemma skyldi skipta um farveg. Steinn Þórhallsson á Breiðabólsstað í Suðursveit hefur borið okkur með einföldum og glöggum fréttum af vettvangi, að svona hlyti að fara fyrr en seinna. Nú verður spennandi að sjá, hvort jökullinn gengur fram aftur bráðlega og skilar Stemmu á sinn stað. Fylgjumst með árlegum skilaboðum frá Steini, sem sér fyrir breytingamar. Skálafellsjökull og Heinabergsjökull voru nú mældir eftir 23 ára hlé. Olíkt höfðust þeir að á þessu tímabili. Skálafellsjökull hefur rokkað fram og aftur og lítið látið á sjá. I sögu hans vantar mikið á þessum árum, sem vandi verður að fylla út. Heinabergsjökull hefur hins vegar sennilega hopað jafnt og þétt allan tímann svo að nú nemur tæpum 700 m. Ástæðan fyrir þessum mismun er fyrst og fremst sú, að sá fyrrnefndi rennur fram gmnnan, jafnt hallandi dal, en sá síðamefndi tekur út fall sitt innarlega í djúpum dal. ATHUGASEMDIR OG VIÐAUKAR SNÆFELLSJÖKULL Hallsteinn Haraldsson segir Hyrningsjökul hafa þykknað mikið og skriðið talsvert til beggja hliða. Á Jökulhálsi tók nú loks upp snjóskafl, sem kom veturinn 1982-1983 og fyrri merki komu í ljós. Vandi er að segja til um hvemig skuli mæla jökulinn 88 JÖKULL,No. 41, 1991
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Jökull

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.