Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2014, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2014, Síða 4
4 Fréttir Vikublað 18.–20. nóvember 2014 17 ára á 196 km/h á Reykjanesbraut Lögreglan á höfuðborgarsvæð- inu stöðvaði för sautján ára gam- als ökumanns á Reykjanesbraut á ellefta tímanum á sunnudags- kvöld en sá hafði ekið bifreið sinni á 196 kílómetra hraða á klukkustund þar sem leyfður há- markshraði er áttatíu kílómetrar á klukkustund. Pilturinn var sviptur öku- réttindum til bráðabirgða og var föður hans tilkynnt um mál- ið. Hann kom og sótti son sinn. Pilturinn á von á 150 þúsund króna sekt vegna brotsins ásamt ótímabundnu aksturbanni. Öku- skírteinið fær hann ekki aftur fyrr en hann hefur sótt sérstakt nám- skeið og tekið ökupróf að nýju. Svona er verkfalli lækna háttað Önnur hrina læknaverkfalla hófst á miðnætti á mánudag. Verkfallið hefur víðtæk áhrif, en það stend- ur frá mánudegi til þriðjudags- kvölds og svo aftur frá miðviku- degi og til fimmtudags. Læknar á heilsugæslustöðvum fóru með- al annars í verkfall og því tals- vert skert þjónusta sem var veitt á heilsugæslustöðvum víða um landið. Verkfallið nær meðal annars til kvenna- og barnasviðs Landspít- alans. Frá miðnætti aðfaranótt mánu- dagsins 17. nóvember til mið- nættis þriðjudaginn 18. nóvember 2014 (2 sólarhringar) á eftirtöldum heilbrigðisstofnunum/sjúkrahús- um eða sviðum sjúkrahúss: a. Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins b. Heilbrigðisstofnun Vesturlands c. Heilbrigðisstofnun Vestfjarða d. Heilbrigðisstofnun Norðurlands e. Heilbrigðisstofnun Austurlands f. Heilbrigðisstofnun Suðurlands g. Heilbrigðisstofnun Suðurnesja h. Rannsóknarsvið Landspítala i. Kvenna- og barnasvið Landspítala Frá miðnætti aðfaranótt mið- vikudagsins 19. nóvember til mið- nættis fimmtudaginn 20. nóvember 2014 (2 sólarhringar) á Sjúkrahús- inu á Akureyri og Lyflækningasviði Landspítala. Smálánafyrirtækin í eigu erlendra huldumanna n Fyrirtækin með aðsetur í skattaskjólum n Brjóta lög ár eftir ár Ö ll íslensku smálánafyrirtæk- in eru í eigu erlendra huldu- manna sem ekki hefur náðst í þrátt fyrir ítrekaðar tilraun- ir. Þetta eru fyrirtækin Múla, 1909, Hraðpeningar, Smálán og Kredia sem hafa undanfarin ár skilað inn gríðarlegum hagnaði. En þrátt fyr- ir ævintýralegan hagnað þá hafa þau flest brotið lög um skil ársreikninga ár eftir ár og þá vekur athygli að að- eins tveir eigendur eru að öllum fimm smálánafyrirtækjunum hér á landi. Þau fyrirtæki sem hafa skilað inn ársreikningi fyrir 2013 skila öll hagn- aði. Það eru félögin Múla og 1909. Múla græddi í fyrra 35,3 milljónir en 1909 græddi 74,8 milljónir. Bæði fyr- irtækin eiga tugi milljóna í óráðstaf- að fé. Hraðpeningar skiluðu síðast inn ársreikningi fyrir þremur árum og var þá hagnaður hjá fyrirtækinu upp á 34,8 milljónir. Flókin tengsl milli eigenda Ef litið er á eigendasögu þessara fyr- irtækja koma í ljós tengsl við íslenska athafnamenn sem standa í rekstri fjölda fyrirtækja hér á landi. Þannig virðast fyrirtækin Múla, 1909 og Hrað- peningar tengjast tveimur bræðr- um, þeim Skorra Rafni Rafnssyni og Fjölvari Darra Rafnssyni á með- an Smálán og Kredia virðast tengjast Leifi Alexander Haraldssyni. Þeir eru þó ekki skráðir eigendur þess í dag því erlendir huldumenn hafa, samkvæmt fyrirtækjaskráningu hér á landi, eign- ast fyrirtækin. Það sem vakti tví- mælalaust athygli blaðamanns var sú staðreynd að bræðurnir Skorri Rafn og Fjölvar Darri virðast tengjast Leifi Alexander Haraldssyni, meðal annars í gegnum viðskipti með fyrir- tæki. Tengsl fyrirtækjanna og eigenda þeirra eru gríðarlega flókin en við skulum líta nánar á eignarhaldið. Sami eigandi er að Múla, 1909 og Hraðpeningum en það er fyrirtæk- ið Jumdom Finance Ltd. og á aðsetur á Kýpur. Landið hefur oft verið nefnt skattaskjól vestrænna fyrirtækja þar sem fyrirtækjaskattur í Kýpur er tölu- vert lægri en hér á landi. Hagnaður smálánafyrirtækjanna þriggja stopp- ar því ekkert við á Íslandi. Þrátt fyrir að fyrirtækin séu í eigu erlendra aðila þá sitja íslenskir aðilar í stjórn þeirra. Það sem vekur athygli er að sami maður- inn situr í stjórn þeirra allra en hann heitir Óskar Þorgils Stefánsson. Hann er í raun eini stjórnarmaður þessara fyrirtækja fyrir utan Hraðpeninga en þar situr hann í stjórn ásamt Fjölvari Darra Rafnssyni, bróður Skorra Rafns, sem var skráður eigandi fyrirtækisins til ársins 2010. Virða ekki lög og reglur Hraðpeningar hafa ekki skilað inn ársreikningi í tvö ár, eða frá árinu 2012. Heimildarmaður DV sem þekkir til bræðranna segir þá enn eiga smá- lánafyrirtæki og það eina sem hafi breyst sé „fyrirtækjaskráningin hér á landi“. Bræðrunum Skorra Rafni og Fjölvari Darra hefur gengið ótrúlega vel í viðskiptalífinu en fyrirtæki þeirra, Móberg, kemur að rekstri yfir tug fyr- irtækja, allt frá Bland.is til fyrirtækis- ins Netgíró. Tenging þeirra við hina smálánablokkina er í gegnum fyrir- tækið Heimkaup sem þeir áttu þar til í október á þessu ári en þá seldu þeir fyrirtækið. Kaupandinn var Leifur Al- exander Haraldsson, sá sami og átti smálánafyrirtækin Kredia og Smálán. Þessi sami Leifur Alexander er eig- andi innheimtufyrirtækisins Inkasso, sem nú heitir Kaptura Eignarhald og Rekstur ehf., en fyrirtækið hafði með- al annars séð um innheimtu fyrir smálánastarfsemi. Ekki náðist í Skorra Rafn, Fjölvar Darra eða Leif Alexander við vinnslu fréttarinnar. En hverjum seldi Leifur Alexand- er smálánafyrirtækin sín? Á meðan 1909, Múla og Hraðpeningar voru seld kýpverska fyrirtækinu Jumdom Fin- ance Ltd. þá voru smálánafyrirtæk- in Kredia og Smálán seld til Slóvakíu. Þannig er eini skráði eigandi þessara fyrirtækja í dag huldumaðurinn Mario Magela. Mario þessi er sagður fjárfestir frá Slóvakíu sem, samkvæmt upplýsingum Kjarnans, keypti félögin af Leifi Alexander Haraldssyni í des- ember árið 2013. Það er sami Leifur Alexander og nýverið keypti Heim- kaup af fyrrverandi skráða eiganda hinnar smálánablokkarinnar. Kredia hefur ekki skilað inn ársreikningi frá árinu 2010 og Smálán hefur aldrei skilað inn ársreikningi. Leifur Alex- ander, líkt og bræðurnir Skorri Rafn og Fjölvar Darri, stendur í viðamikl- um fyrirtækjarekstri samkvæmt upp- lýsingum DV. Smálánafyrirtækin sektuð Öll íslensku smálánafyrirtækin eiga það þá sameiginlegt að vera skráð í eigu erlendra huldumanna. Þá eiga þau það líka sameiginlegt að hafa verið öll sektuð í sumar af Neyt- endastofu vegna brota á lögum um neytendalán sem tóku gildi 1. nóv- ember 2013. Stjórnvaldssektirnar hljóðuðu upp á samtals hálfa millj- ón króna vegna Kredia og Smálána og 750 þúsund vegna Múla, Hraðpen- inga og 1909. Smálánafyrirtækin, sem ekki eru starfsleyfisskyld og lúta í raun ekki neinu eftirliti, áfrýjuðu þessari ákvörðun Neytendastofu til áfrýjun- arnefndar neytendamála sem hefur haft málið til skoðunar síðan í sum- ar. Neytendastofa telur fyrirtækin hafa brotið lög sem kveða á um að fyrirtæk- in megi ekki innheimta hærri kostn- að af lánum sínum en sem nemur 50 prósentum af „árlegri hlutfallstölu kostnaðar“. Samkvæmt greinargerð Neytendastofu, sem hún skilaði inn til áfrýjunarnefndarinnar, er þessi kostn- aður ýmist 2000 eða 3000 prósent. Úrskurður áfrýjunarnefndarinn- ar skiptir öllu fyrir áframhaldandi rekstur þessara smálánafyrirtækja þar sem aðaltekjulind þeirra er rakin beint til þessa „aukakostnaðar“. Smá- lánafyrirtæki hafa hingað til talið sig í rétti þegar sveigt er framhjá þessum lögum um neytendalán með því að kalla þetta öðru nafni og taka þannig gjald fyrir „flýtiþjónustu“ í stað þess að kalla þetta kostnað. Samkvæmt heimildum DV er von á úrskurði áfrýj- unarnefndarinnar í þessari viku. n Atli Már Gylfason atli@dv.is Skorri Rafn Stofnaði Hraðpeninga sem hefur ekki skilað inn ársreikningi frá árinu 2011. Fjölvar Darri Situr í stjórn Hraðpeninga sem eitt sinn var í eigu bróður hans, Skorra Rafns. Leifur Alexander Haraldsson Fyrrum eigandi Kredia og Smálána, sem hafa aldrei skilað inn ársreikningi. Eigendur íslensku smálánafyrirtækjanna Hver á hvað? Jumdom Finance Ltd. Mario Megela

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.