Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2014, Qupperneq 32
32 Menning
N
ú er ljóst að Ari Matthíasson
verður næsti leikhússtjóri
Þjóðleikhúss Íslands. Frá
þessu var greint síðastliðinn
föstudag. Illugi Gunnars-
son, menningar- og menntamálaráð-
herra, skipaði Ara í embættið til fimm
ára frá næstu áramótum, hann verð-
ur þar með einn áhrifamesti einstak-
lingurinn í íslensku leikhúslífi. Þjóð-
leikhússtjóri er stjórnandi leikhússins
og markar listræna stefnu þess í sam-
ráði við þjóðleikhúsráð. Hann stýr-
ir leikhúsinu og ber ábyrgð á rekstri
þess, bæði listrænum og fjárhagsleg-
um. DV ræddi við Ara og fékk nokkra
álitsgjafa til að spá í spilin fyrir þjóð-
leikhússtjóratíð hans.
Af hverju Ari?
Það má gera ráð fyrir að sambland
af reynslu af rekstri og listrænni hlið
leikhússins hafi gert það að verk-
um að Ari varð fyrir valinu frekar en
hinir tíu umsækjendurnir. Hvað tel-
ur hann sjálfur að hafi ráðið úrslit-
um um ráðninguna? „Ég geri ráð fyrir
að það séu margir þættir. Ég geri ráð
fyrir því að ráðherra hafi spurst fyrir í
greininni og reynt að kanna hver væri
afstaða manna til mín. Ég vona að
það hafi verið jákvætt. Ég hef náttúr-
lega – að minnsta kosti á pappírunum
– reynslu og menntun sem gerir mig
mjög hæfan til að gegna þessu starfi,“
segir Ari í samtali við DV.
Ari Matthíasson er fæddur árið
1964. Hann útskrifaðist sem leikari
frá Leiklistarskóla Íslands árið 1991
og starfaði sem leikari í fjölda ára.
Tók hann þátt í um 40 uppfærslum í
atvinnuleikhúsum, mest með Leik-
félagi Reykjavíkur, þar sem hann var
fastráðinn í 10 ár. Hann hefur leikið í
kvikmyndum og sjónvarpi og unnið
sem leikstjóri, auk þess að hafa staðið
að framleiðslu leiksýninga.
Ari er einnig með háskólamenntun
á meistarastigi í rekstrarhagfræði
(MBA) og hagfræði – hálfa gráðu í
bókmenntafræði og skipstjórnar-
réttindi. Utan leikhússins hefur Ari
starfað sem framkvæmdastjóri með
ábyrgð á rekstri og áætlanagerð, unnið
að stefnumótun og markaðsráð-
gjöf, komið að verkefnastjórnun ým-
issa fyrirtækja og stofnana, auk þess
að hafa reynslu af opinberri stjórn-
sýslu. Hann hefur meðal annars ver-
ið stjórnarmaður í SÁÁ og KR-Sport.
Ari hefur einnig starfað sem stunda-
kennari við Háskólann í Reykjavík.
Hann hefur starfað við hlið Tinnu
Gunnlaugsdóttur, fráfarandi þjóð-
leikhússtjóra, sem framkvæmdastjóri
Þjóðleikhússins frá árinu 2010. „Mér
skilst að starfsfólk og verktakar hjá
leikhúsinu séu fegnir að Ari hafi ver-
ið ráðinn, kannski vegna þess að þá fer
minni orka í að leggja nýjar línur með
splunkunýjum þjóðleikhússtjóra,“
segir Valur Grettisson, einn leikhús-
gagnrýnenda DV, um ráðninguna.
Hvert ætlar hann?
„Ég held ekki að það sé runnið upp
„árið eitt“ í íslensku leikhúsi og nú
breytist allt,“ segir Ari um þá stefnu
sem hann muni taka. „Ég er með
ákveðnar hugmyndir um hvert ég vil
fara með leikhúsið og þær áherslu-
breytingar munu sjást, en það verður
engin kúvending. Ég er mjög ánægð-
ur með þær áherslur sem Tinna hef-
ur lagt í sínu starfi: leggja áherslu á
íslenska leikritun, jafna hlut karla og
kvenna og leggja áherslu á barna-
leikhús og -starf. Þessu vil ég halda
áfram. Maður tekur það góða sem
hinir hafa verið að gera og reynir að
bæta við það.“
Í viðtali við Kvennablaðið á
dögunum talar hann einnig um að
vilja fastráða einn til tvo leikstjóra
og leikmynda- og búningahöfund og
auka samstarf við leikhús á Norður-
löndum og í Norður-Evrópu. Þá hefur
hann einnig nefnt að hann vilji færa
Þjóðleikhúsið á einhvern hátt nær
landsbyggðinni, og þannig sinna lög-
bundnu hlutverki leikhússins.
MBA-væðing menningarstofnana
Það er því ljóst að það verður varla
bylting í starfsemi leikhússins með
nýja leikhússtjóranum. „Þarna er ráð-
herrann að veðja á öruggan hest vegna
þess að Ari hefur unnið inni í leikhús-
inu sem framkvæmdastjóri og hef-
ur reynslu af rekstri hússins. Hann
hefur lært inn á rekstur hússins og er
með MBA-prófgráðu frá Háskólanum
í Reykjavík eins og Tinna. Það virðist
vera stefnan hjá stjórnvöldum að ráða
fólk í vinnu með þessa menntun,“ seg-
ir Hlín Agnarsdóttir, leikhúsgagnrýn-
andi Djöflaeyjunnar. Auk Tinnu hafa
Magnús Geir Þórðarson, nýráðinn út-
varpsstjóri og fyrrverandi Borgarleik-
hússtjóri, og Guðmundur Ingi Þor-
valdsson, sem er framkvæmdastjóri
Tjarnarbíós, lokið við sama nám.
Nokkuð hefur verið rætt um þessa
„MBA-væðingu“ í menningarstofnun-
um landsins að undanförnu.
Áhyggjur af því að sjónarmið
markaðarins fái mögulega meira
vægi innan Þjóðleikhússins en hin
listrænu eru áhyggjur sem flestir
viðmælendur DV virðast deila. Val-
ur segir til dæmis: „Ari má gæta sín
á að selja sig ekki alveg markaðsöfl-
unum og veðja á einhvern þreyttan
farsa sem á að ganga svo vel í almúg-
ann, heldur frekar að einbeita sér að
íslenskum verkum, eins og velgengni
Engla alheimsins hefur sýnt og sann-
að að sé mögulegt.“
„Reksturinn er greinilega svona
ofsalega mikilvægur, fjárhagsstað-
an erfið, og Ari ræður greinilega við
það. Hins vegar veit maður ekkert
hvaða stefnu hann ætlar að taka list-
rænt, nema þá að hann segist ætla
að viðhalda stefnu fyrirrennara síns,“
segir Hlín.
Reiða sig æ meira á sjálfafla fé
Magnús Þór Þorbergsson, lekt-
or í leikhúsfræðum, sagði í viðtali í
Morgunútgáfunni á Rás 2 á mánu-
dag að niðurskurður af hálfu hins op-
inbera gerði það að verkum að leik-
húsið ætti erfiðara um vik að taka
listrænar áhættur: „Eftir því sem er
skorið meira niður er meiri krafa um
að það afli sér peninga með miðasölu
og þá auðvitað flyst hugsunin svolítið
yfir á það: hvernig getum við feng-
ið sem flesta í húsið? Það ræður auð-
vitað verkefnavalinu. Það er kannski
þannig sem að stóru leikhúsin hafa
svarað þessari spurningu um samtal
við þjóðina. Með því að segja, ja, við
bjóðum upp á fjölbreytt verkefnaval
sem að höfðar til allra. Það getur ver-
ið, en fer ekkert endilega saman við
það að eiga virkt samtal um þau mál-
efni sem að brenna á henni.“
Þegar Ari er spurður hvort hann
telji að hann sé ráðinn vegna list-
rænna áherslna sinna eða komi inn
sem einhvers konar markaðsmaður
svarar hann: „Ég held að maður verði
að vera markaðsmaður þegar maður
rekur leikhús, sérstaklega þegar dreg-
ið er úr opinberum stuðningi, þá reið-
ir þú þig í sífellt meiri mæli á sjálfafla
fé. Menntun er, held ég, almennt af
hinu góða, ég er með mastersgráðu
í hagfræði en líka með skipstjórnar-
réttindi. Er það vont að ég hafi unnið
á togara eða í frystihúsi? Ég held að
öll reynsla geti verið góð og menntun
geti verið góð.“
Meginstraumur og jaðar
„Það kom kannski ekki beinlínis á
óvart að Ari hafi fengið starfið, meðal
annars vegna þess að hópurinn sem
sótti um starf Þjóðleikhússtjórans var
einkennilega slappur. Þar voru engin
sérstök nöfn sem stóðu upp úr auk
þess sem það kom á óvart hversu fáir
sóttu um,“ segir Valur.
Talið var að valið hafi helst staðið
milli Ara og Ragnheiðar Skúladóttur,
leikhússtjóra Leikfélags Akureyrar
og fyrrverandi deildarforseta leiklist-
ar- og dansdeildar Listaháskóla Ís-
lands. „Þessir tveir kandídatar stóðu
fyrir gjörólík sjónarmið,“ segir Hlín.
„Ari er meiri meginstraumsmaður,
hann virðist ætla að feta í sömu spor
og Tinna, hann segir að hann muni
viðhalda þeirri stefnu sem hún hef-
ur markað, en Ragneiður er fulltrúi
einhvers jaðars og nýrrar kynslóðar.
Hún kemur þar að auki úr annarri átt
að því leytinu til að hún er menntuð
erlendis, hún hefur það kannski fram
yfir bæði Ara og Tinnu.“
Hlín bendir á að þegar Ragnheið-
ur hafi tekið við starfi deildarstjóra
leiklistar- og dansdeildar LHÍ hafi
hún breytt inntaki námsins og byggt
upp nýja sviðlistadeild og þannig
mikil áhrif á unga kynslóð sviðslista-
fólks: „Ég get vel ímyndað mér að það
fólk hafi orðið fyrir vonbrigðum.“
Með Þjóðleikhúsið til
Vestmannaeyja
Eitt af því atriðum sem Ari hefur nefnt
að hann vilji bæta er að færa Þjóð-
leikhúsið á einhvern hátt nær lands-
byggðinni, hvað á hann við með því?
„Já, mig langar til þess. Þjóðleikhúsið
er leikhús allra landsmanna vegna fá-
tæktar, eða erfiðs reksturs, þá höfum
við ekki gert jafn mikið af því og ég
hefði viljað að fara með leikhúsið út á
land til fólksins úti á landsbyggðinni.
Það er ein af þeim áherslum sem mig
langar að leggja. Þetta snýst um for-
gangsröðun, en mig langar að skoða
þetta. Ef íbúum Vestmannaeyja finnst
Þjóðleikhúsið langt í burtu þá finnst
mér að Þjóðleikhúsið megi alveg
koma til Vestmannaeyja. Við erum
ekkert of stór til þess.“
Magnús Þór segir að hann hefði
mikinn áhuga á að sjá hvernig hann
myndi þróa slíkar hugmyndir. „Upp-
runalega hugmyndin með Þjóðleik-
húsi var sú að leikhúsið væri sama-
staður þjóðarinnar, þar sem hún
kæmi saman og bæri kennsl á sig á
sviðinu og fyndi fyrir sér í salnum.
Auðvitað hafa leikhúsin farið ýmsar
leiðir í því til dæmis að fara í leikferð-
ir eða eitthvað slíkt. En svo er auð-
vitað spurning hvort það sé endilega
rétta leiðin til að eiga samtal við þjóð-
ina, að fara með sýningu sem er búin
til í Rekjavík í ferð um landið, eða er
kannski áhugaverðara að fara út á
land og vinna þar, spyrja sig hverjar
eru sögur fólks í Neskaupstað, á Bol-
ungarvík, á Þórshöfn?“
Vikublað 18.–20. nóvember 2014
Valur Gunnarsson
valurgunnars@gmail.com
Dómur
The Tribe
Handrit og leikstjórn: Miroslav Slaboshpitsky
Aðalhlutverk: Grigoriy Fesenko, Yana Novikova
og Rosa Babiy
Sýnd í Bíó Paradís
Það er ekki oft sem maður sér úkraínska mynd í bíó, og þá sjaldnar tallausa. The Tribe er mynd án orða, en ekki er verið
að leita í brunn þöglu myndanna eins
og til dæmis The Artist gerði. Hér er
verið að reyna eitthvað alveg nýtt.
Myndin gerist á heimili heyrnar-
lausra og er alfarið gerð á táknmáli.
Í fyrstu kann að hljóma eins og erfitt
sé að halda dampi í rúma tvo tíma,
sérstaklega fyrir þá sem hafa ekki
vald á úkraínsku táknmáli,
en annað kemur á daginn.
Eftir um það bil korter er
maður búinn að gleyma
því að myndin er tallaus,
svo vel kemst myndmál-
ið til skila. Ef til vill hafði
Chaplin rétt fyrir sér, tal í
myndum er mesti óþarfi.
Ekki er farin sú leið að sýna
íbúa á heimilinu eingöngu sem
fórnarlömb, þó vissulega séu þeir
fórnarlömb aðstæðna. Lífið hér
er harðneskjulegt, eldri strákarnir
ræna þá yngri og smíðakennararn-
ir gera stúlkurnar út til vörubílstjóra.
Í raun hefði myndin alveg geng-
ið upp með tali, þetta er ekki mynd
um heyrnarlausa í sjálfu sér heldur
mynd um fólk sem vill svo til að er
heyrnarlaust. Ekkert er dregið
undan hvorki í ofbeldi né kyn-
lífi, og sumar senurnar verða
sérstaklega sterkar einmitt
af því að það er í eina skipt-
ið sem við heyrum mannleg
hljóð, hvort sem er í stunum
ununar eða sársauka. Og bak-
herbergisfóstureyðing er með
erfiðari senum undanfarinna ára.
The Tribe er ein af þessum mynd-
um sem fær mann til að velta fyrir
sér frásagnarlist kvikmyndanna. Svo
margt er enn ógert í formi sem stund-
um virðist staðnað. En þetta haust
hefur fært okkur Turist, Boyhood og
nú The Tribe, og sýnir fram á að hér
er listform sem enn er í fullri þróun.
Það hefur sjaldan verið svona gaman
að fara í bíó. n
Harðneskjulegt heyrnarleysi
n The Tribe er kvikmynd án orða n Fær mann til að velta fyrir sér frásagnarlist kvikmyndanna
Mynd án orða The Tribe gerist á heimili heyrnarlausra og er alfarið gerð á táknmáli.
Hvert stefNir ÞjóðleikHúsið?
n Hver er Ari Matthíasson og hvert mun hann fara með Þjóðleikhús Íslands?
Kristján Guðjónsson
kristjan@dv.is
„Ég held
að maður
verði að vera
markaðs-
maður þegar
maður rekur
leikhús
Arftakinn Tinna Gunnlaugsdóttir hefur
stýrt Þjóðleikhúsi Íslands í áratug, en Ari
Matthíasson, framkvæmdastjóri leikhússins,
mun taka við af henni. Mynd PRessPHoTos