Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2014, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2014, Blaðsíða 36
36 Fólk Vikublað 18.–20. nóvember 2014 Horfðust í augu við dauðann n Frægar stjörnur sem dóu næstum því n Margar hálsbrotnuðu við tökur S lysin gera ekki boð á und- an sér. Margar af frægustu stjörnum Hollywood hafa verið við dauðans dyr eft- ir alvarleg slys, veikindi eða sjálfsvígstilraunir. Hér eru dæmi um nokkrar þeirra. n  Bakbrotinn Clooney George Clooney bakbrotnaði við tökur á kvikmyndinni Syriana. Sársaukinn sem fylgdi slysinu fékk leikarann til að íhuga sjálfsvíg.  Bjargað af brimbrettakappa Anne Hathaway var nálægt því að drukkna þegar hún synti í sjónum við strendur Hawaii fyrr á þessu ári. Brimbretta- kappa tókst að bjarga lífi leikkonunnar.  Hætt kominn Hjartaknúsar- inn Johnny Depp lenti í óskemmtilegri lífsreynslu í flugvél árið 2011 þegar skyndilega drapst á vélinni í háloftunum. Flugmanninum tókst sem betur fer að koma vélinni af stað aftur.  Alvarlegt bílslys Joaquin Phoenix lenti í alvarlegu bílslysi árið 2006. Leikstjórinn Werner Herzog kom að slysinu og hjálpaði leikar- anum út úr bílnum.  Ekki feig Leikkonan Sharon Sto- ne hefur tvisvar daðrað við dauðann. Árið 1990 slasaðist hún alvarlega á höfði sem varð til þess að hún varð að liggja í sex mánuði. Árið 2001 veiktist hún alvarlega þegar slagæðagúlpur í heila hennar sprakk. Leikkonan segist þá hafa séð „hvíta ljósið“.  Nær drukknuð Isla Fisher drukknaði næstum því við tökur á Now You See Me. Leikkonan var að taka upp áhættuatriði í vatni þegar hún festist í keðju undir yfirborðinu í þrjár mínútur. Viðstaddir voru yfir sig hrifnir af „leik“ hennar og gerðu sér ekki grein fyrir hættunni.  Lamaðist um tíma Orlando Bloom féll niður þrjár hæðir þegar hann var 21 árs með þeim afleiðingum að hann lamaðist um tíma.  Of stór skammtur Eminem tók of stóran skammt af dópi árið 2005. Læknar trúðu varla að hann hefði lifað skammtinn af.  Hættulegt kynlífstól Hugh Hefner segist næstum því hafa kafnað á hjálpartæki ástarlífsins þegar hann var að leika sér í rúminu með sex Playboy-fyrirsætum.  Næstum drukknaður Gerard Butler drukknaði næstum því árið 2011 þegar hann var við tökur á Of Men and Mavericks.  Fallhlífin opnaðist ekki Fallhlíf leikarans Ryans Reynolds opnaðist ekki þegar hann var 17 ára í fallhlífarstökki. Sem betur fer opnaðist varahlífin og leikarinn komst niður á jörðu heill á húfi. Hann hefur ekki stokkið síðan.  Vildi deyja Paris Jackson reyndi að fyrirfara sér 2013 þegar hún gleypti mikið magn af pillum og skar sig á púls.  Næstum kyrkt Diane Kruger var næstum kyrkt af engum öðrum en Quentin Tarantino við tökur á Inglorious Basterds. Tarantino vildi hafa atriðið sem raunverulegast en hlutirnir fóru úr böndunum með alvarlegum afleiðingum.  Reyndi sjálfsvíg Owen Wilson reyndi að svipta sig lífi árið 2007.  Munaði litlu Mark Wahlberg átti pantað flugsæti í American Airlines 11 þann 11. september 2001 en hætti við á síðustu stundu. Vélinni var síðar flogið á World Trade Center með þekktum afleiðingum. Leikarinn fær enn þann dag í dag martraðir um flugið.  Með stál í hálsinum Sylvester Stallone hálsbrotnaði við tökur á The Expendables og er núna með stálplötur í hálsinum.  Sex bíla árekstur Tracy Morgan lenti í hörðum sex bíla árekstri með þeim afleiðingum að bílstjóri hans lést. Grínistinn slasaðist alvarlega og dvaldi í einn mánuð á sjúkrahúsi í kjölfarið.  Breyttur eftir slysið Litlu munaði að Kanye West léti lífið í bílslysi árið 2002. Rapparinn segir atvikið hafa breytt sér fyrir lífstíð.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.