Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2014, Qupperneq 37
Fólk 37Vikublað 18.–20. nóvember 2014
Glöddust með Guðna
n Gamlir félagar og andstæðingar mættu í útgáfuteitið
G
uðni Ágústsson, fyrrver-
andi þingmaður Fram-
sóknarflokksins og ráð-
herra, sendi nýverið frá
sér bókina Hallgerði. Um
er að ræða örlagasögu Hallgerð-
ar langbrókar í skugga fordæm-
ingar, en í bókinni kemur Guðni
henni til varnar. Veglegt útgáfuhóf
var haldið í Eymundsson á Lauga-
vegi í tilefni útgáfu bókarinnar
og þangað mættu að sjálfsögðu
allir gömlu félagarnir og and-
stæðingarnir úr pólitíkinni til að
heiðra Guðna. Sjálfur hélt hann
skemmtilega ræðu, eins og hon-
um einum er lagið, og var honum
mikið fagnað. n
Tveir flottir
Höfundurinn sjálfur,
Guðni Ágústsson,
ásamt Kristjáni
Pálssyni, fyrrverandi
þingmanni.
Eiginkonan og tvífarinn Jóhannes Kristjánsson eftirherma þykir ná Guðna svo vel
að það liggur við að eiginkonan, Margrét Hauksdóttir, rugli þeim saman.
Áritun Guðni áritaði að sjálfsögðu bækur
fyrir gesti útgáfuhófsins.
Tveir höfundar Jón Steinar Gunnlaugsson sendi nýverið frá sér bókina Í krafti sann-
færingar sem vakið hefur mikla athygli. Bækur þeirra félaga eru þó það ólíkar að það er
ósennilegt að þeir muni berjast um sömu plássin í jólapökkunum í ár.
Góð kveðja Ellert B. Schram, fyrrverandi
þingmaður, tók þéttingsfast í hönd Guðna og
óskaði honum til hamingju með bókina.
Gluggað í bókina
Jón Steinar Gunnlaugsson gluggar hér í
bókina ásamt Ólafi G. Einarssyni og Víglundi
Þorsteinssyni. Virðast þeir skemmta sér vel
við lesturinn.
Fyrrverandi ritstjóri Styrmir Gunnars-
son, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins, lét
sig ekki vanta í útgáfuhófið.
Pólitískur andstæðingur
Össur Skarphéðinsson, þing-
maður Samfylkingarinn-
ar, og Guðni hafa ekki
alltaf verið sammála í
pólítikinni, en þeir eru
góðir félagar utan
hennar.
Glatt á hjalla
Ögmundur Jónasson,
þingmaður Vinstri
grænna, náði sér í ein-
tak af bókinni og hélt
fast um það á meðan
hann tók í hönd Árna
Johnsen.
„Nú er hátindinum náð“
Gísli Einarsson sigraði borgarstjóra og matarstílista í eggjakökukeppni
Þetta var mjög hörð keppni,“ segir fjölmiðlamaðurinn Gísli Einarsson sem bar sigur úr býtum í landnámshænu-
eggjakökukeppni sem fór fram á
matarmarkaði Búrsins í Hörpu um
helgina. Hann hafði um það stór orð
í samtali við DV fyrir keppnina hann
ætlaði sér að töfra fram hina full-
komnu eggjaköku. Það gekk eftir en
Gísli viðurkennir að andstæðingarn-
ir hafi ekki verið nein lömb að leika
sér við, en það voru þau Dagur B.
Eggertsson borgarstóri og Áslaug
Snorradóttir matarstílisti sem öttu
kappu við Gísla.
Fetaosturinn
gerði gæfumuninn
„Hún Áslaug kom þarna sterk inn
með allt aðrar áherslur, með nýstár-
legan eggjakökuturn. Þannig mér
leist ekki á blikuna í smástund. Svo
var hún líka með súkkulaði í sinni
köku. En ég vann þetta út á feta-
ostinn frá Erpsstöðum og ítölsku
pylsurnar, það gerði gæfumun-
inn. Með því náði ég þessum suð-
ur-evrópska tón sem ég er búinn
að vera að leita eftir.“ Gísli hefur í
tæp þrjátíu ár leitað að hinum eina
sanna eggjakökutón, eða alveg frá
því að hann smakkaði bestu eggja-
köku í heimi á subbulegum veitinga-
stað í fjallaþorpi á Rhodos. Hann tel-
ur sig hafa náð að framkalla þennan
tón í Hörpunni.
Mátulega elduð
Að sögn Gísla héldu dómararn-
ir, Hrefna Rósa Sætran og Gunnar
Karl Gíslason, varla vatni yfir eggja-
kökunni hans. „Þau hældu mér sér-
staklega hvað hún var elduð mátu-
lega lengi, þá kom osturinn sterkur
inn og svo var hún mátulega krydd-
uð með svörtu kryddsalti. Ég náði
akkúrat að hitta á þetta eftir þrjá-
tíu ára undirbúning. Það skilaði sér.
Nú er hátindinum náð,“ segir Gísli
og hlær, þótt honum sé vissulega
fúlasta alvara.
Gísli vel að sigrinum kominn
Dagur og Áslaug tóku ósigrinum
nokkuð vel ef marka má orð þeirra
á Facebook. Borgarstjórinn birti
mynd af sér með andstæðingun-
um þar sem þau brostu öll breitt eft-
ir harða keppni. „Beið einn stærsta
ósigur ferilsins í landnámseggja-
kökukeppni á frábærum matar-
markaði í Hörpu í morgun. Hneigi
mig í djúpri virðingu fyrir Gísla
Einarssyni, meistara dagsins,“ skrif-
aði Dagur um ósigurinn. Áslaug
skildi eftir athugasemd við færsluna:
„Gísli rúllaði yfir okkur enda með
ömmu með í farteskinu! Húrra fyrir
Gísla! Gæti opnað Lettu-stað, eggja-
kökusnillingurinn.“ n solrun@dv.is
Keppendur Gísli ásamt
andstæðingum sínum
Áslaugu og Degi.