Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2014, Síða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2014, Síða 27
Vikublað 2.–4. desember 2014 Sport 27 Metin hans Messis Síðasta vika var merkileg í lífi argentínska knattspyrnumannsins Lionels Messi. Um þar síðustu helgi varð hann markahæsti leikmað- ur spænsku deildarinnar frá upphafi og í síðustu viku varð hann markahæsti leikmaður Meistaradeildar Evrópu frá upphafi. Hér að neðan gefur að líta lista yfir metin hans Messis. einar@dv.is 3 Eini leik­maðurinn sem þrisvar hefur verið valinn besti knattspyrnu­ maður Evrópu. 91 Flest mörk skoruð á einu ári. **253 Enginn hefur skorað fleiri mörk í spænsku deildinni. **74 Flest mörk skoruð í Meistara deild Evrópu. 23 Sá leikmaður sem hefur skorað í flestum borgum í Meistaradeild Evrópu. 3 Fyrsti örvfætti leik­maðurinn til að skora þrennu með hægri í leik í Meistaradeildinni. 5 Flestar þrennur í Meistaradeild Evrópu. 12 Flest mörk á einu ári með argentínska landsliðinu. Messi deilir metinu með Gabriel Omar Batistuta sem skoraði einnig tólf mörk á einu ári með landsliðinu. 21 Eini leikmaðurinn sem hefur tekist að skora í 21 leik í röð í spænsku úrvalsdeildinni. Í þessum leikjum skoraði Messi 33 mörk. 25 x 5 Annar tveggja leikmanna sem hefur afrekað það að skora 25 mörk eða meira fimm tímabil í röð í spænsku úrvals­ deildinni. Hinn leikmaðurinn er sjálfur Cristiano Ronaldo. 107 Sá leikmaður sem hefur skorað flest mörk á útivelli í spænsku úrvalsdeildinni. 2 Eini leikmaður Barcelona sem hefur tvisvar skorað þrennu gegn Real Madrid. 21 Sá leikmaður Barcelona sem skorað hefur flest mörk gegn Real Madrid. Mörkin eru 21 í öllum keppnum. 31 Flest mörk skoruð í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar. 20 Sá leikmaður sem oftast hefur skorað tvö mörk í leik í Meistaradeild Evrópu. 8** Fyrsti leikmaðurinn til að skora fimm mörk eða meira í Meistaradeildinni átta tímabil í röð. 24 Sá leikmaður sem skorað hefur á flestum leikvöngum í Meistaradeild Evrópu. 4 Eini leikmaðurinn í sögunni til að vinna FIFA Ballon d'Or fjórum sinnum. 5 Annar tveggja leikmanna sem hefur skorað fimm mörk í leik í Meistaradeild Evrópu. Hinn er Luiz Adriano. 50 Flest mörk skoruð á einu tímabili í spænsku úrvalsdeildinni. Metinu náði hann tímabilið 2011/2012 en hann þurfti aðeins 37 leiki til að skora öll þessi mörk. 8 Flestar þrennur á einu tímabili í spænsku úrvalsdeildinni. 371 Markahæsti leikmaðurinn í sögu Barcelona. Mörkin eru 399 ef æfingaleik­ ir og óopinberir leikir eru teknir með. 20 Sá leikmaður í 115 ára sögu Barcelona sem hefur skorað flestar þrennur í spænsku úrvalsdeildinni. Í heildina eru þrennurnar 28 sem að sjálf­ sögðu er einnig met hjá Barcelona. 25 Yngsti leikmaðurinn í sögu spænsku úrvals­ deildarinnar til að skora 200 mörk. Messi var 25 ára þegar hann afrekaði þetta. 10 Markahæsti leikmaðurinn í sögu spænska ofurbikarsins. Í honum mætast Spánar­ meistararnir og bikar­ meistararnir í tveimur leikjum en leikirnir marka upphaf spænska tímabilsins á ári hverju. Næstmarkahæstur er Raúl með sjö mörk.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.