Jón á Bægisá


Jón á Bægisá - 30.09.2004, Page 24

Jón á Bægisá - 30.09.2004, Page 24
Ástráður Eysteinsson einskonar jaðarsvæði Vesturlanda, enda er þar að finna hinn raunverulega eða ímyndaða annarleika, sem Vesturlandabúar styðjast við þegar þeir efla og þétta sjálfskilning sinn og heimsmynd. En eins og Lawell bendir á, þá er mjög óljóst hver þessi „rest“ sé.13 Reyndar má einnig spyrja hvað Vesturlönd séu þegar kemur að hug- tökum sem fela í sér alþjóðlegar menningarvísanir. Einsog áður hefur komið fram þarf ekki að fara til Asíu eða Afríku til að sjá „ytra“ byrði vestrænnar menningar, það er líka á Islandi og Nýja-Sjálandi, í Færeyjum og Litháen, og víða annarsstaðar á því svæði sem kallast „Vesturlönd". Á 20. öld varð það svæði enn flóknara en fyrr þegar Evrópa „klofnaði“ og ýmsir í „fyrsta heiminum“ hættu jafnvel að telja til Vesturlanda evrópskar þjóðir sem áttu mikinn þátt í þróun vestrænnar menningar (það er t.d. eiginlega fráleitt að fjalla á almennan hátt um bókmenntir Vesturlanda á 19. og 20. öld án þess að rússneskar bókmenndr leiki þar verulegt hlut- verk). I stuttu máli má kannski segja að þessi staður sem Vesturlandabúar kalla „annarsstaðar" sé útum allt og að það sé hlutverk þeirra sem lesa heimsbókmenntir að öðlast skilning á honum. Þetta ferli kallar Lawell „heimun“ (,,worldling“) þegar hún ræðir nauðsyn þess að átta sig á menn- ingarlegu umhverfi bókmenntaverka, m.a. staðbundnum þáttum sem geta komið lesanda spánskt fyrir sjónir. Þá taka jafnframt heimar verksins og lesandans að skarast og það kann að hafa ýmis áhrif á hugmyndir hans um mannfólk, texta og samfélag.14 Slík „heimun“ á sér stað með vissum hætti í hinum innra lestri heimsbókmennta í Svefhhjólinu. Goethe um heimsbókmenntir Hvernig horfir skilningur Goethes á heimsbókmenntum við okkur í ljósi þeirrar umræðu sem hér fór á undan? Þekktustu orð hans um fyrirbærið er að finna í samræðum við Johann Peter Eckermann, nánar tiltekið í grein- argerð Eckermanns um heimsókn til skáldjöfurins 31. janúar 1827. „Ég sé æ betur“ segir Goethe, „að skáldskapurinn er sameign mannkynsins og að hann leitar hvarvetna og á öllum tímum fram í hundruðum og aftur hundruðum manna. Einn fer örlítið betur með þetta en annar og syndir ögn lengur á yfirborðinu en hinn, það er allt og sumt.“ Skáldgáfan sé ekki svo sjaldgæfur hæfileiki og enginn þurfi að missa ímyndunaraflið af stað 13 Sbr. Sarah Lawell: „Preface“ og „Introduction: Reading World Literature“, í Reading World Literature: Theory, History, Practice, ritstj. Sarah Lawell, Austin: University of Texas Press 1994, bls. ix-xi, 1, og 24. 14 Sarah Lawell: „Introduction: Reading World Literature“, bls. 32-33 og 42-43. 22 d .ýSay/Sá - Tímarit þýðenda nr. 8 / 2004
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Jón á Bægisá

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.