Jón á Bægisá


Jón á Bægisá - 30.09.2004, Side 108

Jón á Bægisá - 30.09.2004, Side 108
Andreas F. Kelletat móðir og barn sitji saman til borðs og spjalli. Hefðbundin þjóðfélagsleg hlutverk þeirra eru einnig kunnugleg þýskum lesendum: faðirinn talar um stjórnmál, móðirin hugsar um barnið. Finna má athyglisverðan menning- armun í jólasiðunum (joulupukki/jólasveinn), en þeir breyta engu um þýðinguna. Eins og á flestum þýskumælandi svæðum kemur finnski jóla- sveinninn á aðfangadagskvöld og spyr með strangri röddu hvort börn séu í húsinu, hvort börnin hafi verið þæg, fær þau til að syngja lag eða fara með ljóð og gefur þeim að lokum gjafirnar. Þessi jólasveinn hefur verið notaður í báðum menningarheimum frá 19. öld sem uppeldislegur hrellir: Á að- ventu má hrella þau börn sem ekki eru hlýðin eða þæg. Arabískur, ind- verskur eða kínverskur þýðandi ljóðsins „(1905)“ ætti hins vegar við ramm- ari reip að draga og þyrfti að láta sér detta eitthvað sniðugt í hug. Sé litið til áhrifajafngildis getur þýðing titilsins „(1905)“ verið nokkrum erfiðleikum bundin. Getur þýskur lesandi sem jafnvel er sæmilega vel að sér í sögu fyrri hluta 20. aldar skilið hvað átt er við með upplýsingunum „í Moskvu er barist“? Hugsanlega. En víst má telja að hinn sami lesandi þekki ekki til þeirra sögulegu atburða sem Arvo Turtiainen og lesendur hans (á þeim tíma er ljóðið er ort, á miðjum sjöunda áratugnum) tengja þessu ártali. Árið 1905 er nefnilega ekkert síður mikilvægt í þjóðfélags- og stjórnskipunarsögu Finnlands en hjá hinum rússnesku nágrönnum. Það er ár hins fyrsta „suurlakko", fyrsta allsherjarverkfallsins og gríðarlegs vaxtar hinnar finnsku verkalýðshreyfingar. Menn dáðust að byltingarmönnum í nágrannaríkinu Rússlandi og voru sammála þeim um að alþýðan væri eimreið sögunnar. Það sem hófst í Finnlandi árið 1905 með þessu verkfalli féklt nöturleg endalok árið 1918. Þeir sem dóu í finnsku fangabúðunum voru sömu sósíalistar og horft höfðu til bardaganna í Moskvu milli vonar og ótta um jólin 1905. Þennan sögulega bakgrunn ljóðsins „(1905)“, sem skiptir mestu máli fyrir áhrif þess í Finnlandi, getur enginn þýðandi komið beint á framfæri, hversu samviskusamlega sem hann annars þýðir. Það væri verkefni menningarfræðingsins eða esseyistans sem skrifar um finnskar bókmenntir og sögu. Spurningin er auðvitað hvort þörf sé á þekkingu á þessum þætti rússneskrar og finnskrar sögu (og þar með á þýðinga- samanburðinum) yfirleitt til að geta þýtt þetta kvæði. Það er þörf á henni. Víkjum að því síðar. Hinn menningarfræðilegi þýðingasamanburður hefst með greiningu frumtextans. Þessi greining á að gera okkur kleift að sjá fyrir hugsanleg þýðingarvandamál. Það hefur reynst afar gagnlegt að beita millilínu- þýðingu með skýringum í þessum tilgangi. Séu textarnir lengri (frásagnir, skáldsögur, leikrit o.s.frv.) ætti að vinna milllínuþýðingu á a.m.k. nokkr- um efnisgreinum. Munurinn á millilínuþýðingunni og þeirri bókmennta- þýðingu sem unnin hefur verið er síðan grunnurinn að þeim spurningum 106 á -Tímarit þýðenda nr. 8 / 2004
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180

x

Jón á Bægisá

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.