Jón á Bægisá - 30.09.2004, Page 156
Christopher Whyte
við gelísku ljóðin sem hún sprettur af. Ég hef ekki haft tækifæri til að ræða
þetta mál við Rody Gorman. Fyrir skömmu birtist flokkur ljóða eftir hann
á ensku í Edinburgh Review án nokkurrar vísbendingar um eldri gelíska
frumgerð svo að kannski er hann kominn á svipaða braut og Aonghas. Að
þessu sögðu sýnast þessi ljóð mjög svipuð og þýðingar hans á eigin ljóðum
og mér finnst til dæmis freistandi að spyrja hvaða vit sé í að nota tvö
tungumál ef maður skrifar sams konar ljóð á báðum. Sjálfs-þýðing er fyrir
mér athöfn án innihalds, sneydd öllum þeim auðgandi endurómum og
samskiptum sem ég hef hingað til eignað þeirri iðju að þýða. Nánast eins
og ljóðið sé sneytt innihaldi sem gæti þó í rauninni verið tungumálið sem
það er skrifað á. Sem betur fer get ég vitnað í Paul Valéry máli mínu til
stuðnings því í niðurlagsorðum sínum í ritgerð um tilurð Le cimetiére
marin segir hann:
Hvað bókstafstúlkun hans áhrærir hef ég þegar lýst skoðun minni á þessu
annars staðar; en góð vísa er aldrei of oft kveðin: Það er ekki til nein
„raunveruleg merking nokkurs texta. Höfundurinn hefur ekkert sérstakt
vald. Hvað svo sem hann hefur viljaðsegja þá hefúr hann skrifað það sem
hann hefur skrifað. Þegar texti hefur verið gefinn út er hann ef svo má
segja tæki sem hver og einn getur notað á sinn eigin hátt og eftir bestu
getu: það er ekkert víst að stjórnandinn noti hann neitt betur en einhver
annar. Og ef hann veit í alvöru hvað hann ætlaði að gera þá truflar þessi
vitneskja alltaf sýn hans á það sem hann hefur gert.5
Ef við tökum Valéry á orðinu (eins og ég held við ættum að gera) er sá sem
skrifaði ljóðið vanhæfastur til að þýða það. Og nú verð ég að minnast á
Sorley MacLean. Ég byrjaði að rannsaka ljóðagerð hans árið 1975 og af því
að þau voru ekki lengur fáanleg á prenti fyllti ég glósubækurnar mínar
samviskusamlega af uppskriftum af gelískum ljóðum hans en þá hafði ég
ekkert raunverulegt vit á þessu tungumáli. Það er ekki bara af því að ég
dýrka þversagnir sem ég mæli með svona beinni en skilningsvana endur-
gerð á textanum fyrir hvern þann sem vill nálgast ljóðagerð á öðru tungu-
máli. Það dýrmætasta við ljóðlist á erlendri tungu er þessi torræðni, þessi
óskiljanleiki, þetta myrkur sem býður manni upp á rými sem hægt er að
fylla. Líklega á það sama við þegar öllu er á botninn hvolft með ljóðlist á
því eða þeim tungumálum sem maður hefur talað frá blautu barnsbeini.
Það sem mestu skiptir er það sem maður skilur ekki, það sem maður
finnur ekkert vit í, á sama hátt og maður heillaðist sem barn af einhverjum
5 Sjá Graham Dunstan ed. and transl. Paul Valery: Le cimetiére marin. Edinburg,
University Press 1971, s. 93.
154
á .LELr'ey/ðá. - Tímarit þýðenda nr. 8 / 2004