Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.2014, Page 21

Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.2014, Page 21
Umræða 21 Því ekki að rannsaka einkavæðingu bankanna Hann var afskaplega almennilegur Náttúran þolir ekki bið Björgólfur Thor ræddi um bókina sína í DV. – DV Jón Þór Gylfason fékk golfkennslu hjá Tiger Woods. – DV Vikublað 9.–11. desember 2014 Er einhver lausn á ISIS vanda? S taðan í Mið- Austurlöndum er flókin sem aldrei fyrr. Bandaríkin vilja ráðast á ISIS án þess að senda her- menn á vettvang. Tyrkir vilja ráðast á Assad en enn frekar á Kúrda. Sádi-Arabía vill ráðast á ISIS en líka á Íran. Íran vill hins vegar ráðast á ISIS eins og Sádi- Arabía. Og þá er enn ónefnt hvað samtökin sem ráðist skal á heita; ISIS, ISIL, IS, Íslamska ríkið, Da- esh eða hið RÚV-lega „Samtökin sem kenna sig við Íslamska ríkið.“ Flettan er því margföld. Íran- ir hafa sést ráðast á ISIS í Írak en fá ekki að vera með á ráðstefnum um að ráðast á þau. Ólíklegt er nú að Bandaríkjamenn ráðist á Írani, öfugt við það sem þeir hafa löng- um hótað, en verða að vera leiðin- legir við þá til að ganga í augun á Sádi-Aröbum. Og líka á óvinum Sádi-Araba, Ísraelum, sem allt eins gætu tekið upp á að ráðast á Íran sjálfir og flækja stöðuna enn meira. Að ráðast gegn Hitler en láta Mússólíní vera Tekist hefur í bili að fá Tyrki til að hætta að drepa Kúrda og hleypa þeim í staðinn yfir landamærin til að berjast gegn ISIS. Þeir eru þó enn fúlir, því helst af öllu vilja þeir ráðast á Assad. Það vilja þó Banda- ríkjamenn ekki leyfa þeim, því þá reiðast Rússar sem þarf að semja við um Úkraínu. Þá reiðast líka Íranir, sem þurfa að veita stuðn- ing sinn gegn ISIS. Og Hisbolla líka, sem hafa tekið sér frí frá því að ráðast á Ísraela til að berjast með Assad gegn ISIS. Á meðan situr Assad sem fastast og held- ur áfram að murka lífið úr eigin þegnum, nokkuð viss um að aldrei muni nást samstaða um að ráðast á hann. Og endalaust heldur stríð- ið áfram. Sagan hefur sýnt að Bandaríkj- unum tekst best að leiða fjölþjóða- heri þegar sem flestir eru með og markmiðin eru skýr. Þannig tókst að hrekja Saddam frá Kúveit árið 1991 (meira að segja Sýrlendingar voru með þá) og Norður-Kóreu- menn aftur að 38. breiddargráðu á árunum 1950–1953 (sem flæktist þegar of langt var farið). Þekktasta dæmið er þó þegar þau fóru fyrir 26 þjóðum í seinni heimsstyrjöld, en þá var markmiðið skýrt: Að sigrast á Þýskalandi með öllum til- tækum ráðum. Með núverandi að- ferðum mætti líkja þessu við að markmiðið hefði verið að sigrast á Hitler, en án þess að tala við Stalín og láta Mússólíní alveg vera. Lausn einhvern tímann? Erfitt er að sjá fyrir hvernig muni leysast úr þessu öllu, en vafalaust verður það ekki í bráð. Og ólíklegt er að hernaðaraðgerðir dugi einar og sér, að sprengjuregn á ISIS yrði til þess að friður ríki í Mið-Aust- urlöndum þar eftir. Auðveldara er að segja til um hvernig þetta hófst, en það gerðist árið 2003 þegar Bush og Blair (og Davíð og Hall- dór) réðust inn í Írak. Skálmöld hefur ríkt á svæðinu síðan og er enn verri en það sem fyrir var. Hinn upprunalegi vandi kom þó til skjalanna þegar Bretar og Frakk- ar skiptu svæðinu á milli sín og bjuggu til Sýrland og Írak, þar sem ótal hópum ægði saman og hafa skipst á að kúga hvor annan þar til nú, að þeir standa í beinu stríði sín á milli. ISIS eru fantar sem með grimmdarverkum sínum hefur tekist að sameina mestan hluta heimsbyggðarinnar gegn sér, en aðrir styðja þá í von um að fá á endanum sameinað ríki súnníta. Líklegast verður lausnin á end- anum sú að færa landamærin frá áætlunum gamalla nýlenduvelda og í meira samhengi við þær þjóðir sem þarna búa. En þangað til eiga afskaplega margir eftir að deyja. n „ ISIS eru fantar sem með grimmdar- verkum sínum hefur tek- ist að sameina mestan hluta heimsbyggðarinnar gegn sér. Myndin Læknanemar í hart Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra veitti undirskriftum frá læknanemum viðtöku fyrir utan ráðuneyti sitt á mánudag. Nemarnir, um 200 talsins, ætla ekki að sækja um stöður kandídata eða aðstoðarlækna á heilbrigðisstofnunum landsins fyrr en samningar nást milli ríkis og lækna. Mynd siGTryGGur Ari Valur Gunnarsson valurgunnars@gmail.com Kjallari 1 Brynjar grét úr hlátri eftir að hafa slegið fréttamann RÚV út af laginu Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálf- stæðisflokksins, sló heldur betur í gegn hjá fréttastofu Ríkisútvarpsins þegar hann var spurður út í álit sitt á nýjum innanríkis ráðherra og ráðningu Ólafar Nordal. Brynjar hafði lýst yfir áhuga sín- um á embættinu og sló fréttamann út af laginu þegar hann svaraði skemmti- lega. Varð það til þess að báðir fengu óstöðvandi hláturskast. Lesið: 45.405 2 Íhugar að hætta sem Biggi lögga Lögreglumað- urinn Birgir Örn Guðjónsson, eða Biggi lögga eins og hann er kallaður, varð frægur á einni nóttu þegar hann birti fyrsta myndbandið sitt á Facebook. Hann skrifaði grein á dögunum sem fór fyrir brjóstið á mörgum og síðan þá hefur hann íhugað að hætta sem Biggi lögga. Lesið: 41.414 3 Berar brjóstin aftur 30 árum seinna Hin breska Erika Roe varð heimsfræg á einu augabragði þegar hún hljóp berbrjósta inn á völlinn í rúbbílandsleik Englands og Ástralíu árið 1982. Rúmlega þrjátíu árum seinna situr hún fyrir til að safna peningum í barátt- unni gegn brjóstakrabbameini. Lesið: 39.674 4 Hafði samband við mæður drengja sem höfðu hótað að nauðga henni Tölvuleikjagagnrýnandinn Alanah Pearce ákvað að hafa samband við mæður drengja sem höfðu hótað að nauðga henni. Hún hafði samband við mæður fjögurra drengja sem höfðu hótað henni á netinu. Þegar ein þeirra svaraði henni deildi Pearce svarinu á Twitter. „Þegar ég hóf tölvuleikjagagn- rýnina á opum vettvangi varð ég um leið fyrir kynferðislegri áreitni. Ókunnugir hafa verið mjög nákvæmir í lýsingum um hvað þeir vilja gera við mig, sem er ekki þægilegt. Ég hef einnig fengið nokkrar nauðgunarhótanir,“ segir hún. Lesið: 28.894 5 „Þegar við buðum í Landsbankann var farið að róa í okkur“ „Því ekki að rannsaka einkavæðingu bankanna,“ segir Björgólfur Thor Björgólfsson sem var í helgarviðtali DV. „Mér fannst margt skrítið við þetta og stend við það. Eðlileg vinnu- brögð í viðskiptum voru ekki höfð í heiðri. Þegar við buðum í Landsbankann var farið að róa í okkur,“ segir hann í viðtalinu. Lesið: 19.180 Mest lesið á DV.is Andri snær Magnason um breytingar á virkjunarkostum úr biðflokki í nýtingarflokk. – Fréttablaðið

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.