Bændablaðið - 26.03.2015, Page 7

Bændablaðið - 26.03.2015, Page 7
7Bændablaðið | Fimmtudagur 26. mars 2015 Hólmfríður Katrín Jónsdóttir og Kris tín Svala Eggertsd óttir frá Laxárdal voru held ur betur fínar sýnin gardömur í peysum sem Hólmfríður amma þeirra prjónaði og dúkkurnar að sjál fsögðu einnig í fínum prjónaflíkum. Kvenfélagskonurnar Sigríður Jóhannes- dóttir og Elfa Benediktsdóttir skörtuðu þjóðbúningum sem þær saumuðu sjálfar og í miðjunni er Bjarnveig Skaftfeld í prjónuðum kjól frá Maríu á Syðra-Álandi. Á efri myndinni til vinstri er Skúli bóndi frá Ytra-Álandi sem brá sér í nýtt hlutverk sem módel og vakti mikla lukku viðstaddra. jaldan verða afglöp í starfi mönnum hamingjuefni. Þó fór nú svo fyrir mér, er ég misfór með vísu eftir Lárus Þórðarson sem birtist í næstsíðasta vísnaþætti. Höfundurinn Lárus setti sig í samband við ritstjórn og óskaði leiðréttingar. Böndin bárust vitanlega að umsjónarmanni, og hafði ég símasamband við Lárus og var auðmjúkur og afsakandi. Lárus tók mér vinalega og var hvergi gramur. Því birtist hér vísan umrædda eins og Lárus orti hana þegar Reynir Jónasson mætti ekki til kennslu á mánudegi: Ellikerling ill og grá engum reynist vægin. Hann hefur kanski háttað hjá henni á mánudaginn. Vísan var nefnilega ort af því tilefni, að Reynir Jónasson hafði einmitt fagnað 50 ára afmæli sínu helgina fyrir umræddan mánudag. Lárus sendi Reyni auðvitað heillaóskir á afmælisdaginn: Ellimörkin eru að byrja, æ þú nálgast Gullna-hliðið, en þá er kanski klúrt að spyrja hvort þú getir ennþá- stundað öll þín helstu áhugamál? Og samtalið góða við Lárus færir lesendum fleiri gersemar. „Vorboðarnir“, kór eldri borgara í Mosfellsbæ, söng stundum við messur í Lágafellskirkju. Einhverju sinni gekk einn félagi úr kirkjukórnum til liðs við eldriborgarakórinn. Að messu lokinni hvíslaði Lárus þessari vísu að kórfélaga sínum: Ennþá held ég að þér sópi, öldruðum þú veitir lið. Þú ferð vel í þessum hópi, -þar á ég við útlitið. Samkennari Lárusar við Álftamýrarskóla þótti helst til mikill þverhaus. Sá var einnig mikill talsmaður þess að kennarar segðu sig úr BSRB enda sjálfur mikill sjálfstæðismaður. Lárus orti um þennan dánumann: Í kosningum ávallt hann krossar við D og kynlegar skoðanir lætur í T, og nú vill hann ganga úr BSRB, mikill bölvaður þrákálfur held ég‘ann C. Lárus tók eitthvert sinn þátt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins. Ólafur G. Einarsson hafði verið ráðherra og lítt velviljaður kennurum, en sat nú sitt síðasta kjörtímabil. Með kjörseðlinum læddi Lárus þessari vísu: Sigríður Anna örugg C, atkvæði henni ég læt í T, svo kemur auðvitað SalomE, en seint mun ég kjósa Ólaf G. Undir lok símtalsins við Lárus fékk ég svo eina glóðvolga vísu. Lárus fékkst einmitt við búskap fyrr á tíð, og því orkar andinn á hagyrðinginn þegar vor er í vindinum: Sunnanblærinn blíður, kær blómum skærum ilminn fær, ef ég væri að vori ær vildi ég færast heiðum nær. Andstætt venju, hef ég lítið efni fengið frá Einari Kolbeinssyni. Því átti ég símtal við hann og sagði mig orðlausan yfir því fálæti sem hann sýndi mér. Varla var samtalinu slitið þegar hann tók að senda vísur. Það þarf nefnilega furðu lítið til að espa hann: Það mun vart til þjóðartjóns, né þegnum lands til baga, þó uppi standi Árni Jóns orðlaus nokkra daga. Umsjón: Árni Geirhjörtur Jónsson kotabyggð1@gmail.com Líf og starf Um helgina var haldin handverks- og ferðaþjónustuhelgi í Sval- barðsskóla í Þistilfirði sem bar það skemmtilega heiti Montið. Þetta er í fyrsta sinn sem slík þingeysk helgi er haldin en þetta var samstarfsverkefni hjá Þekkingarneti Þingeyinga, Svalbarðshreppi, Langanesbyggð, Ferðamálafélaginu Súlunni og Norðurhjara, en verkefnið var styrkt af Vaxtarsamningi Norðausturlands. Fjöldi fólks sótti samkomuna en þar kenndi ýmissa grasa. Þar mátti m.a. bragða á brjóstsykri úr hvannarfræjum, kynna sér starf ferðaþjónustuaðila eða kaupa kaffiveitingar hjá Kvenfélagi Þistilfjarðar. Þá var þar einnig tískusýning þar sem sjá mátti margar fallegar flíkur, bæði heklaðar og prjónaðar. Voru þar einnig sýndar forláta prjónaðar karlmannsbrækur en það sjónarspil var aðeins til að gleðja viðstadda og verða lesendur því af þeim einstöku myndum. Tilgangurinn með helgi sem þessari var að koma á meiri tengslum á milli ferðaþjónustuaðila, handverksfólks og heimamanna og var mál manna að það tækist nokkuð vel til. /GBJ Þingeyska Montið vel heppnað S MÆLT AF MUNNI FRAM 126 Fjölskyldan frá Laxárdal í Þistilfirði skartaði fallegum lopapeysum sem Hólmfríður Jóhannesdóttir hefur prjónað á bónda sinn, börn, barnabörn og tengdabörn. Myndir / Gréta Bergrún Jóhannesdóttir Þessar hagleikskonur í eigin handverki, Svava Árnadóttir frá Raufarhöfn í hekluðu dressi og Ásta Laufey Þórarinsdóttir í prjónuðum kjól. Halldóra Sigríður Ágústsdóttir frá Sauðanesi á Langanesi notar kuðunga úr fjörunni í þetta fallega skart sem kallað er Fjörugull.

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.