Bændablaðið - 26.03.2015, Page 25

Bændablaðið - 26.03.2015, Page 25
25Bændablaðið | Fimmtudagur 26. mars 2015 Öll egg sem framleidd eru hjá Stjörnueggjum á Vallá Kjalarnesi eru orpin af hænum sem hafa eingöngu verið aldar á óerfðabreyttu fóðri. Líklega er það eina hænsnabúið á Íslandi, af þeim sem framleiða fyrir stórmarkaði, þar sem svo háttar til. Stutt er síðan að engin slík egg fengust í stórmörkuðum Á síðustu dögum hafa bleikir eggjabakkar frá Stjörnueggjum vakið nokkra athygli í búðarhillum verslana. Að sögn Geirs Gunnars Geirssonar, eiganda Stjörnueggja, er um að ræða nýja vöru. „Um nokkra hríð hafa brúnegg frá Stjörnueggjum verið í boði í stórmörkuðum, en þau eru framleidd sem vistvæn egg. Til aðgreiningar fyrir þá sem vilja geta valið á milli hvítra eggja og brúnna, bjóðum við brún egg í grænum bökkum og hvít egg í bleikum. Þessum eggjum hefur verið vel tekið og við erum þakklát fyrir þessar góðu viðtökur,“ segir Geir Gunnar. „Eggin í bleiku bökkunum eru hvít, frá fuglum sem lifa við vistvænan aðbúnað, þann sama og brúnu hænurnar.“ Geir Gunnar segir að hluti af bústofninum sé í lausagöngu og sá hluti fari sífellt stækkandi. „Þar hafa fuglarnir frelsi til að spásséra og flögra um húsin, samkvæmt nýrri reglugerð um aðbúnað alifugla. Tölvustýrð loftræsting sér um að lofta út sem best má vera og skíturinn er hreinsaður úr húsunum tvisvar í viku, þannig að töluvert er lagt í að aðbúnaðurinn sé eins og best verði á kosið.“ Beðið eftir vistvænni vottun Hann segir að frá þessum hænum – sem verpa brúnu eggjunum í grænu bökkunum og hvítum eggjunum í bleiku bökkunum – komi egg sem megi teljast vistvæn. Við erum að bíða eftir að fá formlega vottun en eitthvað dvelst þeim sem um það hafa að segja. Við erum hins vegar með það á hreinu að við uppfyllum þau skilyrði sem sett hafa verið um þennan rekstur erlendis. Við höfum líka velt því fyrir okkur að geta boðið upp á lífræna framleiðslu en þá hafa komið upp vangaveltur um veðuraðstæður hér á þessu landi okkar, þar sem fuglar í lífrænu deildinni þurfa að einhverju leyti að hafa opið út. Við skoðum þetta af raunsæi og bíðum jafnframt eftir því hvort reglunni um nagdýraheld hús verði breytt þannig að í framtíðinni megi horfa framhjá nokkrum mýslum sem gætu smyglað sér inn um opin göt, sem eru ætluð fyrir hænur, í leit að skjóli og mat.“ Geir Gunnar bætir því við að hvítu eggin, í hvítu hefðbundnu bökkunum, sé einnig ný vara að því leyti að hænurnar sem verpa þeim eru einnig á óerfðabreyttu fóðri. /smh Comprima CF 155 XC17 TILBOÐSVERÐ án vsk ............kr. 9.500.000 Vegna mikillar eftirspurnar getum við nú boðið takmarkað magn af KRONE CF155 XC 17 rúllusamstæðunni áfram á ótrúlegu verði Breytileg baggastærð frá 1,25 m - 1,50 m Sjálfstætt vökvakerfi Einföld stjórntölva með litaskjá Videó-kerfi (myndavél og skjár) ÞÓR HF Reykjavík: Krókháls 16 110 Reykjavík Sími 568-1500 Akureyri: Lónsbakka 601 Akureyri Sími 568-1555 Vefsíða: www.thor.is Bændablaðið Nú líka á Facebook Eggjaframleiðslan hjá Stjörnueggjum á Vallá Kjalarnesi: Eingöngu með óerfðabreytt fóður – Hvít egg í bleikum bökkum er nýjasta varan Hvítar hænur sem eru fóðraðar á óerfðabreyttu fóðri. Kemur næst út 16. apríl Smáauglýsingar 56-30-300 Árshátíð sauðfjárbænda 2015 Árshátíð Landssamtaka sauðfjárbænda verður haldin föstudaginn 27. mars í Súlnasal Hótels Sögu. Uppselt er á hátíðina fjórða árið í röð. Þeir sem hafa pantað miða geta nálgast þá og gengið frá greiðslu í ráðstefnumóttöku Hótels Sögu á 2. hæð, á meðan aðalfundur LS stendur yfir á fimmtudag og föstudag. Allir sem geta eru hvattir til að nýta sér það til að forðast biðraðir við innganginn á föstudag. Árshátíðarnefnd LS þakkar eftirtöldum fyrirtækjum stuðninginn við hátíðina: Búaðföng Fallastakkur Ferðaþjónusta bænda Fjalllalamb Fóðurblandan Funi H. Hauksson Hákonarson Hótel Smyrlabjörg Hýsi-Merkúr Ís og ævintýri Íslandsbanki Ístex Jötunn Vélar Kaupfélag A-Skaftfellinga Kaupfélag Borgfirðinga Kaupfélag Skagfirðinga Kaupfélag V-Húnvetninga Kraftvélar Landstólpi Lífland Límtré-Vírnet Loftorka Norðlenska Pakkhúsið Hellu Rósaberg Skinney Þinganes Sláturfélag Suðurlands Sláturfélag Vopnfirðinga Sláturfélagið Búi Sláturhús KVH Sprettur - áburður Tryggingamiðstöðin Ursus umboðið - Stjörnublikk VB landbúnaður Vélfang Vátryggingafélag Íslands Þór

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.