Bændablaðið - 26.03.2015, Síða 28

Bændablaðið - 26.03.2015, Síða 28
28 Bændablaðið | Fimmtudagur 26. mars 2015 Dr. Ólafur R. Dýrmundsson lauk um nýliðin áramót störfum sínum fyrir Bændasamtökin: „Sérsniðinn pakki Evrópusambandsins var ekkert annað en blekking“ − segir nauðsynlegt að tryggja fæðuöryggið og bendir á neyðarfund sem haldinn var haustið 2008 Dr. Ólaf R. Dýrmundsson lét af störfum sínum sem ráðunautur Bændasamtaka Íslands um nýliðin áramót, eftir 42 ára starf í þágu íslenskra bænda. Í viðtali við hann í Tímariti Bændablaðsins sem kom út í byrjun mars, var stiklað á stóru í starfsferli hans, en þar voru samt ýmis mál sem ekki var pláss til að gera þar skil. Eitt þeirra varðaði umsókn Íslands að Evrópusambandinu. „Mér hefur aldrei leiðst í vinnunni, alltaf haft næg verkefni og hlakkað til að fara til vinnu á hverjum degi,“ sagði Ólafur í viðtalinu, en ljóst er að samskiptin við ESB voru honum samt ekki auðveld. Þáttaskil við umsóknina að Evrópusambandinu „Það urðu töluverð þáttaskil árið 2009 þegar sótt var um aðild að Evrópusambandinu. Þá var ég einn þeirra sem fór inn í nefndir og viðræðuhópa og fenginn til að rýna ákveðnar reglugerðir fyrir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið samhliða mínum störfum hjá Bændasamtökunum. Ég var í samningahóp um Evrópska efnahagssvæðið og hef tekið virkan þátt í umfjöllun um Evrópureglugerðir ásamt Ernu Bjarnadóttur og fleirum. Það snerist ekki bara um lífrænan búskap, heldur ýmislegt annað er varðar landbúnað. Þessu starfi lauk í raun á síðastliðnu ári, en meðan það gekk yfir fór í það mikill tími hjá mér við fundarstörf og fylgdu því nokkur ferðalög til útlanda. Þetta var vissulega lærdómsríkur kafli.“ Sérsniðni pakkinn er blekking − Eftir alla þessa vinnu, hvernig metur þú stöðuna, er eftirsóknarvert fyrir íslenskan landbúnað að Ísland gangi í ESB? „Í dag er afstaða mín til Evrópusambandsins sú að það er margt jákvætt sem þar er gert. Því miður, allavega hvað varðar landbúnað og jafnvel fleiri greinar, þá er staðan þannig að við getum ekki sætt okkur við það kerfi sem þar er búið að byggja upp. Vandinn er sá, að þeir eru ekki að taka tillit til sérstakra aðstæðna. Ég hef kynnst þessu mjög rækilega varðandi lífræna geirann. Þar er ég búinn að vera, ásamt fleirum, að reyna á annan áratug, í umboði Bændasamtakanna og fleiri, að reyna að fá undanþágur varðandi nokkur atriði sem þó ættu ekki að vera erfið. Við höfum ekki verið að biðja um undanþágu til að nota tilbúinn áburð í stað lífræns, sem sagt ekki grundvallaratriði. Þetta varðar rými í gripahúsum og hefur snúist um að tekið verði tillit til þess að búfé okkar er smærra en í flestum nálægum löndum. Einnig að tekið verði tillit til þess að við erum ekki með mikla kornrækt og erum m.a. þess vegna að nota grindargólf í fjárhúsum og jafnvel í fjósum í stað þess að nota hálm, sem undirlag. Nokkur fleiri atriði höfum við verið að vinna með, en ég verð að segja alveg eins og er að úr því ekki er hægt að ná neinum tilslökunum í svo veigalitlum atriðum, þá get ég ekki með nokkru móti séð hvernig menn ætla að fá einhver sérkjör í heilum atvinnugreinum. Það er alveg tómt mál að tala um að ESB bjóði okkur upp á eitthvað sérstakt. Þess vegna tek ég undir það sem fólk segir í dag að allt þetta tal á liðnum árum um að Evrópusambandið komi með einhvern sérsniðinn pakka fyrir okkur var ekkert annað en blekking.“ Ekkert svigrúm fyrir breytileika „Ég hef kynnt mér landbúnað í mörgum Evrópulöndum, bæði almennan og lífrænan, og skrifað töluvert um þau mál. Staðreyndin er sú að ESB er með kerfi sem miðast við að allir feti í sömu sporin og í takt. Það er því lítið sem ekkert svigrúm til breytileika. Ef það er eitthvert svigrúm, þá er það aðeins í formi undanþága til fáeinna ára. Finnland er gott dæmi um þetta því að landbúnaður þar í landi er að fara mjög illa og Evrópukerfið er ekki að reynast þeim vel. Finnar eru í miklum vanda og þótt menn hafi verið að vísa til undanþága sem Finnar fengu sem rök fyrir því að við gengjum í ESB, þá erum við ekki einu sinni sambærileg við Finna. Við erum í raun eina svæðið í heiminum sem er með mikla landbúnaðarframleiðslu svo norðarlega. Það er ekkert annað þjóðríki með jafn hlutfallslega mikla landbúnaðarframleiðslu svo norðarlega á hnettinum. Það finnst hvergi annars staðar neitt sambærilegt. Það er staðreynd sem við höfum kynnt fyrir fulltrúum Evrópusambandsins sem hingað hafa komið, án þess að það hafi skilað árangri. Við erum með tiltölulega mikla heimaframleiðslu sem skiptir miklu máli fyrir fæðuöryggið í landinu og þar erum við með algjöra sérstöðu þjóða á þessari breiddargráðu. Svo erum við líka með algjöra sérstöðu hvað varðar fáa sjúkdóma í búfé. Sú staða gerir okkar búfé mjög viðkvæmt fyrir aðfluttum sjúkdómum eins og dæmin sanna. Einnig erum við með sérstöðu um nýtingu gamalla búfjárkynja sem við nýtum okkur til gagns en höfum ekki einungis til sýnis í dýragörðum. Flestar þjóðir eru búnar að eyðileggja sambærileg kyn í sínum heimalöndum. Þetta eru gömul kyn með mikla erfðafjölbreytni og afar verðmæt. Þá höfum við náð mjög góðum árangri í að kynbæta Þ að er alveg tómt mál að tala um að ESB bjóði okkur upp á eitthvað sérstakt. Þess vegna tek ég undir það sem fólk segir í dag að allt þetta tal á liðnum árum um að Evrópusambandið komi með einhvern sérsniðinn pakka fyrir okkur var ekkert annað en blekking. Ólafur R. Dýrmundsson í fjárhúsi sínu í Reykjavík. Hann er virtur víða um lönd fyrir störf í þágu landbúnaðar um áratuga skeið. Á innfelldu myndinni má sjá hann taka við viðurkenningu Búfjár- ræktarsambands Evrópu (European Association for Animal Production - EAAP) á ársþingi sambandsins í Litháen 2008. Myndir / HKr. / Cesare Masconi

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.