Bændablaðið - 26.03.2015, Page 30

Bændablaðið - 26.03.2015, Page 30
30 Bændablaðið | Fimmtudagur 26. mars 2015 þurfi að hugleiða þessi mál miklu betur. Við höfum góðar upplýsingar um neikvæða þróun til dæmis í Bretlandi þar sem ég stundaði háskólanám mitt í búvísindum og þekki vel til. Þar hefur kúabúskapur verið að færast yfir til fjárfesta í stórar einingar. Mjólkurverðið hefur verið keyrt niður þannig að framleiðsla bænda í fjölskyldubúunum ber sig ekki lengur. Stórar verslanakeðjur og fjölþjóðafyrirtæki hafa verið að ná tökum á framleiðslunni sem er alls ekki lengur sjálfbær.“ Fjarri því að vera sjálfbær landbúnaður „Þeir þjóðarleiðtogar sem tala um slíka þróun sem sjálfbæran landbúnað eru algerlega úti að aka. Menn eru þar fjarri raunveruleikanum, því að á næstu árum mun aukin krafa verða um umhverfisvernd og sjálfbæran landbúnað. Það verður einnig aukin krafa um gæði matvæla og heilnæmar landbúnaðarvörur. Neytendur vilja ekki hormóna- og lyfjamenguð matvæli sem eru fylgifiskar verksmiðjubúskapar. Þetta varðar lýðheilsu. Ísland sem ferðamannaland hefur gríðarlega mikla hagsmuni af því að landbúnaður hér sé sjálfbær. Einnig að við höldum okkar dreifðu byggðum og fjölskyldubúum okkar af hóflegri stærð. Þá verða menn að hafa náttúruvernd í hávegum og að bændur taki þátt í þessu öllu. Enn betra væri ef fleiri færu í lífrænan búskap.“ Í viðtalinu í Tímariti Bænda- blaðsins sendi Ólafur ráðamönnum og þjóðinni allri ákveðin skilaboð á svipuðum nótum og bandaríski vísindamaðurinn Dennis L. Meadows. Menn hugi að umhverfismálum og gæðum matvæla „Mín skilaboð inn í framtíðina eru að menn hugi vel að umhverfismálunum og gæðum matvæla. Einnig að huga vel að því hvernig vörurnar eru framleiddar og þá er ekki víst að þegar til lengdar lætur sé alltaf best fyrir þjóðina að miða eingöngu við að vörurnar kosti sem minnst. Slíkt gæti orðið dýrkeypt í framtíðinni. Þeir sem eru í dag að prísa stóru búin og fjárhagslegu hagkvæmnina í slíkum rekstri eru ekki að skoða skuggahliðarnar í þeirri framleiðslu, þær eru gríðarlegar. Það lýtur ekki bara að mengun og röskun byggða, því að verksmiðjubúskaparvæðingin er mjög fjandsamleg velferð dýra. Velferð dýra er orðið stórmál í dag og miklu meira en áður var. Það er alveg klárt að ef byggðirnar út um land og sveitirnar fá ekki að blómstra þá dalar landbúnaðurinn og því þarf að fara að hugsa þessi mál alveg upp á nýtt út frá sjálfbærri þróun, náttúru- og umhverfisvernd. Þá komumst við ekki hjá því að skoða búskaparhættina sem mér finnst ekki vera gert nógu vel í dag.“ Gætum okkar − Við megum ekki kasta frá okkur gulleggjunum „Við eigum fullt af fólki sem hefur burði til að takast á við þetta. Ef við höldum rétt á málum, þá eigum við hér mjög bjarta framtíð. Pössum upp á fæðuöryggið og matvælaöryggið líka, en það lýtur meira að gæðum afurðanna. Ef við gætum okkar getum við gert þetta mjög vel, en ef við förum yfir í það sem ég vil kalla verksmiðjubúskap, þá töpum við öllum þessum kostum. Þá erum við farin að kasta frá okkur gulleggjunum,“ sagði Ólafur. /HKr. Pólskir bændur mótmæla ofríki ESB Pólskir bændur skoruðu á dögunum á forsætisráðherra Póllands að taka upp hanskann til stuðnings pólskum bændum sem höfðu mótmælt í heila viku fyrir utan höll forsætisráðherra í Varsjá. Áskorunin var send 25. febrúar síðastliðinn og ástæða hennar er að vegna ofurstrangra reglugerða ESB fái pólskir bændur ekki lengur að selja heimaunnar þjóðlegar afurðir sínar (beint frá býli). Þjóðlegir réttir Pólverja séu nú orðnir ólöglegir samkvæmt skilgreiningum Evrópusambandsins. Til að leggja áherslu á áskorunina sendu bændur ráðherranum körfu fulla af „ólöglegum“ pólskum mat. Greint var frá þessu á vefsíðu Bandalags landbúnaðarverka- manna í Bretlandi (Land Workers Alliance). Þar kom m.a. fram að um 6.000 bændur af fjölskyldubúum vítt og breitt um Pólland þrömmuðu inn í Varsjá í byrjun febrúar og lögðu undir sig svæði fyrir utan forsætisráðuneytið. Þar héldu þeir til í meira en viku til að mótmæla reglugerðaofríki ESB. Stuðningsmenn bændanna komu með gæðavörur beint frá býli á markað sem starfræktur var á svæðinu og kallaður „Green City“. Bændurnir nutu mikils stuðnings í aðgerðum sínum m.a. frá kolanámumönnum, samtökum býflugnaræktenda og hjúkrunarkvenna sem voru jafnframt í verkfalli. Þá mótmæltu bændur á að minnsta kosti 50 stöðum vítt og breitt um Pólland og lokuðu meðal annars hraðbraut 2 inni í Varsjá með 150 dráttarvélum. − „Við höfum góðar upplýsingar um neikvæða þróun til dæmis í Myndir /HKr. Á heimili hjónanna í Jóruselinu í Reykjavík. Ólafur ásamt eiginkonunni,

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.