Bændablaðið - 26.03.2015, Page 36

Bændablaðið - 26.03.2015, Page 36
36 Bændablaðið | Fimmtudagur 26. mars 2015 Helstu nytjaplöntur heimsins Sykurreyr – „hvíti dauði“ Eftir að Evrópumenn fluttu sykurreyr yfir til nýja heimsins í vestri hófst ræktun hans í stórum stíl. Fyrir þann tíma var neysla á sykri aðeins á færi aðalsins og þeirra allra ríkustu. Þrælahald gerði framleiðsluna ódýra og sykurneysla jókst hratt. Meðalneysla Íslendings af sykri er varlega áætluð rúm 60 kíló á ári. Ræktun á sykurreyr nam tæpum 180 milljón tonnum á heimsvísu ræktunarárið 2013 til 2014. Nánast öll uppskeran er notuð til að framleiða sykur. Brasilía er langstærsti ræktandi sykurreyrs með um 38% heimsframleiðslunnar. Í öðru sæti er Indland með tæp 20%, Kína er í þriðja sæti með tæp 7% og Taíland í því fjórða með 5,5%. Breytilegt er milli ára hvort Pakistan og Mexíkó eru í fimmta sæti með ríflega 3% heimsframleiðslunnar. Alls er sykurreyr ræktaður í um 90 löndum í og við hitabeltið. Um 80% af öllum sykri sem framleiddur er í heiminum er unninn úr sykurreyr. Brasilía er stærsti útflytjandi sykurs í heimium, Taíland er í öðru sæti og Ástralía í því þriðja. Sextíu kíló á mann Samkvæmt bráðatölum frá Hagstofu Íslands má áætla að innflutningur á sykri hafi numið vel yfir 9,3 þúsund tonnum eða 9,3 milljónum kílóa árið 2014. Miðað við tölu Hagstofunnar og að Íslendingar séu 330 þúsund er meðalneysla á sykri tæp 30 kíló á mann á ári. Hafa ber í huga að innflutingur á sykri í innfluttum matvælum eins og morgunkorni, kökum og sælgæti og drykkjum eins og gosi og áfengi er ekki inni í þessum tölum. Neyslan er því mun meiri en fram kemur í tölum Hagstofunnar og líklega varlega áætlað að hún sé yfir 60 kíló á mann á ári. Mikil neysla á sykri hefur verið stórlega gagnrýnd og segja þeir sem lengst ganga að sykur sé svo hættulegur og ávanabindandi að hann eigi heima í flokki með tóbaki, áfengi, heróíni og kókaíni. Stór hluti mannkyns komst af án hans allt fram á 19. öld og notaði hunang í staðinn. Í dag er sykur sagður ástæða margra alvarlegra sjúkdóma, tannskemmda og offitu. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir hefur ekki enn tekist að finna efni sem kemur á sannfærandi hátt í staðinn fyrir sykur. Reynt hefur verið að skipta honum út í matvælum með bæði náttúrulegum efnum og efnum sem búin eru til á rannsóknarstofum. Þar má nefna kornsýróp, aspertane, Acesulfame K, agavesýróp, stevíu eða öllu heldur Truvíu sem hefur í raun lítið með náttúrulega stevíu að gera og svo efni eins og vanillin og aspartane sem eru 34.000 sinnum sætari en sykur og notuð sem sætuefni í mat. Hvert svo sem álit fólks á sykri er viðurkenni ég fjandakornið að ég gæti ekki hugsað mér lífið án hans. Aðallega sætugjafi Auk sykurs er unnið etanól á farartæki úr sykurreyr og eru Brasilíubúar allra duglegastir við að keyra bíla sína á etanóli. Sykurreyr er einnig notaður til að framleiða romm, pennastafi, mottur og jafnvel sem uppistöður í hús. Ungir stönglar eru tuggðir hráir sem orkugjafar og ristaðir til hátíðarbrigða. Blöðin eru notuð sem dýrafóður. Grasafræði Sykurreyr er fjölær grastegund sem nær 3 til 8 metra hæð. Stöngullinn er liðskiptur og skiptist þar sem laufblöð, sem eru löng og sverðlaga, hafa vaxið en þau falla af eftir því sem plantan hækkar. Á hverjum lið eru brum og því auðvelt að fjölga plöntunni með því að skera hana í hluta og stinga hverjum hluta í mold. Rótin er hnúður sem liggur grunnt í jarðveginum og upp af honum vaxa margir stönglar sem síðar skjóta rótum. Sykur er unninn úr stöngli plöntunnar en meðaltalsinnihald hans af sykri er 14%. Uppruni og saga Náttúruleg heimkynni sykurreyrs eru í hitabelti Suður- og Suðaustur- Asíu. Ættkvíslarheiti plöntunnar á latnesku er Saccharum og þrjár tegundir eru algengastar; S. barberi sem er upprunnin á Indlandi eða Kína og S. edule og S. officinarum sem báðar koma frá Nýju-Gíneu. Sú síðastnefnda er notuð í um 70% af öllum reyr ræktuðum til sykurframleiðslu í heiminum. Talið er að nytjar á sykurreyr nái 8000 ár aftur í tímann og að innfæddir á Nýju-Gíneu hafi tuggið stöngul plöntunnar vegna sætunnar. Vitað er að snemma var farið að sjóða sykurinn úr plöntunni í Asíu, þurrka hann og flytja þannig. Elsta þekkta dæmið um kristallaðan sykur er frá norðurhéruðum Indlands Sykurreyr er fjölær grastegund sem nær 3 til 8 metra hæð. Stöngullinn er liðskiptur og skiptist þar sem laufblöð, sem eru löng og sverðlaga, hafa vaxið en þau falla af eftir því sem plantan hækkar. Sykurreyr er skorinn og unninn úr honum hrásykur sem síðar er unninn áfram, hvítaður með hreinsiefnum og þurrkaður í hvítan, kristallaðan sykur. Vilmundur Hansen vilmundur@bondi.is

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.