Bændablaðið - 26.03.2015, Blaðsíða 39
39Bændablaðið | Fimmtudagur 26. mars 2015
Fóður er ekki aðeins það sem
dýraeigendur kaupa í pokum
með mynd af dýrum sínum utan
á. Allt hráefni sem nýtt er til
fóðurgerðar er fóður og um það
gilda tilheyrandi lög og reglur. Í
síðasta tölublaði Bændablaðsins
var farið yfir þær reglur sem
gilda um merkingar fóðurs. Hér
verður gerð grein fyrir nokkrum
hugtökum er varða fóður og
notkun þess.
Fóður er efni eða vörur, hvort
sem þau eru fullunnin, unnin að
hluta eða óunnin, sem ætluð eru
til fóðrunar dýra. Til fóðurs teljast
einnig öll efni sem eru blönduð í
fóður t.d. aukefni.
Með fóðrun er átt við það að
koma fóðri í meltingarveg dýrs
um munn þess í þeim tilgangi að
uppfylla næringarþarfir dýrsins
og/eða viðhalda framleiðni dýra
sem eru við eðlilega heilsu. Dýrin
geta bæði tekið fóður sjálfviljug
eða með inngjöf. Lyf eru ekki
fóður og eru það einu efnin
sem fara í gegn um munn og í
meltingarveg dýra sem ekki eru
fóður.
Fóðurfyrirtæki er fyrirtæki sem
starfar við framleiðslu, vinnslu,
geymslu, flutning eða dreifingu
fóðurs. Það á einnig við um
framleiðslu, vinnslu eða geymslu
framleiðanda á fóðri handa
dýrum á eigin bújörð, hvert sem
rekstrarform fyrirtækisins er.
Stjórnandi fóðurfyrirtækis er
einstaklingur eða lögaðili sem
er ábyrgur fyrir því að farið sé
að kröfum samkvæmt lögum um
matvæli í fóðurfyrirtækjum undir
þeirra stjórn. Fóðurfyrirtæki
þurfa því að vera með ákveðinn
forsvarsmann sem er ábyrgur fyrir
framleiðslu fyrirtækisins.
Fóðurefni geta verið úr jurta-
eða dýraríkinu og eru ætluð til
að uppfylla næringarþarfir dýra,
eins og þau koma fyrir í náttúrunni,
fersk eða rotvarin. Þau geta verið
afurðir úr iðnaðarvinnslu og þau
geta verið lífræn eða ólífræn efni.
Fóðurefni geta verið með eða
án fóðuraukefna. Þau eru ætluð
til fóðrunar dýra,
annaðhvort óbreytt
eða eftir vinnslu, eða
notuð til framleiðslu
á fóðurblöndum.
Fóðurblanda er
blanda tveggja eða
fleiri fóðurefna, með
eða án fóðuraukefna
og eru gefnar dýrum
sem heilfóður eða fóðurbætir.
Heilfóður er fóðurblanda
sem vegna samsetningar sinnar
telst fullnægjandi dagskammtur
fyrir viðkomandi dýrategund.
Í heilfóðri verða næringarefnin
því að vera í réttum hlutföllum
fyrir þau dýr sem fóðrið er
ætlað. Í þessu fóðri eru ákveðin
næringarefni sem dýr þurfa í litlu
magni t.d. snefilefni og vítamín,
en þau geta valdið eitrunum séu
þau í of miklu magni. Dýr sem
alin eru á heilfóðri þurfa yfirleitt
ekki annað fóður. Heilfóður er t.d.
gefið alifuglum, svínum, eldisfiski
og gæludýrum.
Fóðurbætir er fóðurblanda sem
inniheldur tiltekin efni í ríkum
mæli en sem vegna samsetningar
sinnar telst því aðeins fullnægjandi
dagskammtur að hún sé notuð
með öðru fóðri. Fóðurbætir getur
því verið margskonar t.d. telst
steinefnafóður vera fóðurbætir.
Einnig forðastautar sem skotið er
í meltingarveg dýra. Fóðurbætir
má innihalda allt að hundraðfaldan
styrk ákveðinna efna t.d. snefilefna
og vítamína miðað við það sem
leyft er í heilfóðri. Fóðurbætir er
því gefinn með öðru fóðri til að
bæta upp og tryggja að viðkomandi
dýr fá fullnægjandi skammt af
ákveðnum næringarefnum.
Staðgöngumjólk er fóðurblanda
sem gefin er í duftformi eða eftir
þynningu í ákveðnu magni af vökva
til að fóðra ung dýr til viðbótar
við eða í staðinn fyrir móðurmjólk
eftir brodd t.d. kálfa, lömb eða
kiðlinga. Staðgöngumjólk getur
því bæði flokkast sem heilfóður
eða fóðurbætir allt eftir því
hvernig hún er notuð, ein sér eða
til viðbótar öðru fóðri.
Sérstakar greinar verða birtar
síðar um fóðurflokkana sérfóður,
aukefni og forblöndur, enda gilda
um þá ákveðnar reglur, sem þurfa
nánari kynningu.
Valgeir Bjarnason, fagsviðsstjóri
hjá Matvælastofnun
...frá heilbrigði til hollustu
Hvað er fóður?
verið saman niðurfelling áburðar
með fræinu við að bera áburðinn á
akurinn með hefðbundnum dreifara.
Niðurstaðan hefur öll verið á einn
veg, verulegur uppskeruauki er við
að fella niður fræ og áburð í sömu rás.
Reikna má með að ávinningurinn sé á
bilinu 15-25% aukning uppskeru. Því
miður eru margar sáðvélar í notkun
hér á landi sem einungis eru með eitt
sáðhólf og gefa því ekki kost á því
að fella áburð niður með fræinu. Það
er ljóst að bændur sem sá í byggakra
sína með þannig vélum eru að draga
úr mögulegri uppskeru.
Einnig hafa verið gerðar tilraunir
með sáðdýpt. Besta raun gaf að
sá eins grunnt og mögulegt er en
samt að hylja fræið eða 1-2 cm.
Undantekning frá þessu er þegar
verið er að sá í sand en þá gaf besta
raun að sá í 4,5cm dýpt.
Lokaorð
Ef einungis er horft á þann sparnað
sem hlýst af léttari jarðvinnslu eða
sleppa jarðvinnslunni alveg er ljóst
að sá sparnaður hverfur strax í minni
uppskeru að því gefnu að sáðtíminn
sé sá sami. Bændur og verktakar
verða að vega og meta hverju sinni
hversu mikið má græða á plægingu
og móti plógherfingu eða núll
jarðvinnslu ef það er vegið saman
við seinkaðan sáðtíma. Seinkun
sáðtíma um 60 daggráður (u.þ.b.
10 daga) getur dregur úr uppskeru
um 30% sem er sami munur og
á hefðbundinni plægingu og
plógherfingu í móajarðvegi.
Hefðbundin plæging grefur
um 95% af öllu nýju illgresisfræi
en færir um leið lítillega af eldra
fræi upp á yfirboðið. Plógherfing
eða herfing með diskaherfi grefur
lítillega ný illgresisfræ og færir
jafnframt eitthvað af eldra fræi upp
á yfirborðið þannig að illgresissmit
jarðvegsins verður alltaf meira en
við góða plægingu. Vilji bændur nota
herfi við jarðvinnslu en komast hjá
því að þurfa að úða með illgresiseyði
er best að nota saman herfingu og
plægingu og plægja t.d. annað hvert
ár. Þannig má plægja upp tún og setja
í það korn og nota svo herfingu annað
árið og svo koll af kolli. Trúlega
má að einhverju leyti leiðrétta
uppskerumun hefðbundinnar
plægingar og léttari jarðvinnslu
með því að úða illgresiseyði og
sveppalyfi á akrana en það þarf
að skoða betur. Ef á annað borð er
verið að úða illgresislyfi er rétt að
nota einnig sveppalyf til að halda
blaðsjúkdómum niðri en þessum
efnum má blanda saman og úða
einungis einu sinni.
Við beina sáningu (0-jarðvinnslu)
er allt illgresisfræ við yfirborð
með bestu hugsanlegu aðstæður til
spírunar. Þeir sem kjósa að nota beina
sáningu þurfa að sætta sig við árlega
úðun fyrir illgresi og hugsanlega
einnig blaðsjúkdómum en það
þarf að kanna betur við hérlendar
aðstæður.
Höfundur:
Þórarinn Leifsson
bóndi í Keldudal
og MSc nemandi við Lbhí
Heimildir:
HGCA Barley disease management
guide. http://www.hgca.com/
media/176243/g64-barley-disease-
management-guide.pdf
Jarðræktarrannsóknir 1993. Fjölrit
Rala nr. 175. Bls. 54-66.
Jarðræktarrannsóknir 1995. Fjölrit
Rala nr. 185. Bls. 54-63.
Jarðræktarrannsóknir 1996. Fjölrit
Rala nr. 189. Bls. 48-59.
Jarðræktarrannsóknir 1997. Fjölrit
Rala nr. 193. Bls. 51-58.
Jarðræktarrannsóknir 1998. Fjölrit
Rala nr. 198. Bls. 61-68.
Jarðræktarrannsóknir 1999. Fjölrit
Rala nr. 205. Bls. 51-60.
Jarðræktarrannsóknir 2000. Fjölrit
Rala nr. 208. Bls.41-58.
Jarðræktarrannsóknir 2001. Fjölrit
Rala nr. 210. Bls. 33-47.
Jarðræktarrannsóknir 2002. Fjölrit
Rala nr. 213. Bls.29-38.
Jarðræktarrannsóknir 2003. Fjölrit
Rala nr. 215. Bls. 25-32.
Jarðræktarrannsóknir 2004. Rit LBHÍ
nr. 6. Bls. 33-43.
Jarðræktarrannsóknir 2005. Rit Lbhí
nr.11. Bls.23-33.
Jarðræktarrannsóknir 2007. Rit Lbhí
nr.18. Bls.23-29.
Jónatan Hermannsson og Halldór
Sverrisson, 2003. Augnblettur í byggi
á Íslandi. Ráðunautafundur 2003. Bls.
180-182.
Jónatan Hermannsson, 2004.
Sjúkdómar í byggi. Fræðaþing
landbúnaðarins 2004. Bls 178-184.
Jónatan Hermannsson, 2006.
Bygg í sáðskiptum. Fræðaþing
landbúnaðarins 2006. Bls. 372-374.
Managing weeds in arable rotations
– a guide. http://www.hgca.com/
media/433546/g61-managing-weeds-
in-arable-rotations-a-guide.pdf
Margrét Guðrún Ásbjarnardóttir og
Jónatan Hermannsson, 2004. Illgresi
og bygg. Fræðaþing landbúnaðarins
2004. Bls 334-336 og nokkrir
Skagfirskir jarðvinnslu verktakar –
munnlegar heimildir 2015.
Uppskera mæld. Jónatan Hermannsson, Þórdís Anna Kristjánsdóttir og Þórarinn Leifsson.