Bændablaðið - 26.03.2015, Qupperneq 45
45Bændablaðið | Fimmtudagur 26. mars 2015
Nú er það að gerast sem
ýmsir mjólkurframleiðendur
í Evrópu hafa beðið lengi
eftir að framleiðslustýring í
mjólkurframleiðslunni með
kvóta er lögð niður eftir um
þriggja áratuga veru. Ljóst er að
þetta eru verulegar breytingar á
starfsumhverfi framleiðslunnar.
Ég vil í þessum pisli endursegja
að hluta grein eftir Susanne Clausen
sem verið hefur helsti hagfræðingur
danskra kúabæanda um tvo áratugi.
Þess má geta að hún kom hingað
til lands sem ráðgjafi í samandi
við skýrslu Rannís um stöðu og
þróunarhorfur í nautgriparækt á
Íslandi sem unnin var fyrir rúmum
áratug. Í framhaldi vil ég stuttlega
víkja að fleiri viðhorfum utan
úr Evrópu til þessara mála frá
síðustu dögum og aðeins víkja að
hvernig þetta snýr að íslenskum
mjólkurframleiðendum frá mínum
bæjardyrum séð.
Í byrjun greinar sinnar rifjar
Susanne upp atriði í sambandi við
þróun kvótans. Eins og íslenskir
bændur fjárfestu þeir dönsku einnig
í kvótakaupum og þau fóru fram á
kvótaþingi með vissu millibili líkt
og íslenskir bændur þekkja. Sala
kvótans hófst á þennan hátt árið
1997 og salan svarar til þess að 77%
heildarkvótans hafi gengið kaupum
og sölu frá þeim tíma. Hafa verður
hugfast að danski kvótinn var aðeins
leyfi til ákveðinnar framleiðslu,
með öllu aftengdur öllum styrkjum
til framleiðslunnar, en hins vegar
voru afleiðingar umframframleiðslu
dönskum bændum miklu þyngri í
skauti en þeir íslensku þekkja.
Danska kvótaverðið fór yfir fjórar
danskar krónur í upphafi aldarinnar
en hefur síðustu árin sveiflast á milli
einnar og tveggja danskra króna.
Evrópusambandið setti kvótann
á til að hemja framleiðsluna og
geta jafnframt haldið uppi hærra
mjólkurverði en heimsmarkaðsverð
mjólkur var á þeim tíma.
Hliðaraðgerðir tryggðu jafnframt
að hagræðingaraðgerðir voru í
framleiðslunni. Niðurfelling kvótans
hjá Sambandinu er þáttur í breyttri
landbúnaðarstefnu, frá verndaðri
framleiðslu til markaðsstýringar.
Útflutningsuppbætur falla með
öllu niður og lágmarksverð (þegar
stjórnvöld grípa inní þróun með
uppkaupum) hefur verið stórlækkað.
Heimsmarkaðsverð hefur verið
aðeins á uppleið eftir mikla dýfu.
Minna aðhald hefur leitt til miklu
meiri sveiflna í mjólkurverði en áður
voru. Kostnaðurinn við kvótann
verður í framtíðinni greiddur með
miklu meiri verðsveiflum en bændur
þekktu áður.
Margir óttast að verðfall mjólkur
verði það mikið að framleiðslan
dragist verulega saman. Þessar
áhyggjur eru samt mestar hjá
þeim þjóðum sem ekki hafa náð
að framleiða landskvótann síðustu
árin og þar sem framleiðsluskilyrði
eru óhagstæð. Hún telur samt slíka
spádóma ekki byggða á rökum.
Spár bæði Sambandsins og FAO-
OECD gera ráð fyrir verulega
aukinni eftirspurn á komandi árum
frá þróunarlöndunum sem haldi uppi
mjólkurverði. Einkum er gert ráð
fyrir að verð á osti haldist hátt sem
kemur víst dönsku framleiðslunni
sérlega vel.
Góðar markaðshorfur en mikil
skuldsetning
Markaðshorfur eru því góðar og
danskir mjólkurframleiðendur búa
við hvað bestar framleiðsluaðstæður
og tækni í heiminum. Lítið
eigin fjármagn og lág framleiðni
fjármagnsins er hins vegar
veikasti punkturinn. Það ásamt
miklum sveiflum í verði afurða er
baneitruð blanda sem ekki hvetur
til fjárfestinga en fremur að treysta
fjárhagsstöðu.
Leiðin til að bæta stöðuna við
afnám kvótans byggir því á að
styrkja búið með:
• Betri rekstri
• Fjölga mjólkurkúnum í
núver andi aðstöðu
• Viðbyggingum
• Nýbyggingu
Bættur rekstur getur náðst bæði með
aukinni framleiðslu við óbreyttan
framleiðslukostnað eða með að
draga úr kostnaði en halda óbreyttri
framleiðslu. Margir hafa möguleika
til að auka framleiðslu með fleiri
kúm við núverandi aðstæður með
auka endingu kúnna
og geta um leið
aðeins minnkað
kvíguuppeldið.
Með viðbyggingum
geta sumir aukið
afköst vannýttra
framleiðslukerfa eins
og mjólkurbásanna.
Einstaka hafa
möguleika til að
byggja nýtt fjós en
þeir eru örfáir við
núverandi aðstæður.
Vegna erfða-
framfara muni afurðir
eftir hverja kú halda
áfram að aukast.
Allt bendir því til að
framleiðslan muni aukast talsvert á
næstu árum. Myndin gefur hugmynd
um hvað séu líklegar breytingar í
mjólkurframleiðslunni til ársins
2021 að mati höfundar. Gert er ráð
fyrir árlegri afurðaaukningu sem
nemur 1,5% á grip á ári en það er
minna en ráðgjafaþjónustan spáir,
þeirra spár gera ráð fyrir 11.000 kg
ársnyt árið 2018. Gerist það næst
sex milljarða markið í innveginni
mjólk því annaðhvort fyrr eða með
færri kúm en ella. − Já, þannig líta
Danir á málin.
Annað hljóð í strokknum í Svíþjóð
Hinum megin við Sundið í Svíþjóð
er annað hljóð í strokknum. Þeirra
spár segja að árið 2015 verði versta
ár sænskra mjólkurframleiðenda
hvað afkomu varðar. Þeir benda
að vísu á mikla óvissu um
þróunina bæði í mjólkurverði og
framleiðslukostnaði sem sjaldan
hafi verið í sömu óvissu. Aftur á
móti telja þeir stöðuna framundan í
nautakjötsframleiðslunni bjarta. Þeir
segja að framleiðsluaukning vegna
brottnáms kvótans sé að mestu komin
fram og því verði ekki aukning á
EB-svæðinu í mjólkurframleiðslu
á árinu 2015.
Hin nýja landbúnaðarstefna ESB
Í alveg nýútgefnu eintaki af riti
norskra mjólkurbænda eru frásagnir
af hinni nýju landbúnaðarstefnu ESB
fyrst og fremst frá sjónarhóli norrænu
aðildarlandanna. Grunnurinn á
stuðningi sambandsins hingað til var
þannig t.d. að 55% fóru í stuðning
á land en 13% heildarfjár var varið
til gripastuðnings vegna nautgripa
og sauðfjár. Nú eru gefnar heimildir
til að færa aukinn stuðning á
gripagreiðslur. Finnar nýta sér það en
Svíar ekki. (Muna þarf að verulegur
hluti í stuðningi við landbúnað í
þessum löndum, einkum Finnlandi,
er stuðningur til harðbýlli héraða).
Stærstu breytingarnar nú er
aukinn „grænn“
stuðningur og skal
að lágmarki 30%
alls stuðningsins
vera mögulegt
að flokka sem
slíkan. Margar
skilgreiningar þar
eru samt óljósar.
Krafa er um
ákveðið lágmark
af lífrænu svæði
á hverri jörð,
en svo virðist
sem hinir
miklu skógar
í Skandinavíu
sjái um að
uppfylla þau
skilyrði í þeim löndum að mestu.
Fjölbreytni á að hvetja með kröfu
um lágmarki þrennskonar ræktun
á búum sem ná tilskilinni stærð.
Þetta telja greinarhöfundar að geti
verið mjög íþyngjandi fyrir einhliða
búrekstur í ýmsum jaðarlöndum. Þá
er talið jákvætt að ákveðinn hluti
stuðningsins er merktur sérstuðningi
til ungra bænda.
Á blaðamannafundi með
embættismönnum voru ákaflega
ólík sjónarmið um framtíðarþróun
í mjólkurframleiðslunni. Menn
virtust almennt sammála um að
allra næstu misseri gætu orðið
mjólkurframleiðslu erfið í skauti
en til lengri tíma litið sé framtíðin
björt. Mikil aukning mun verða
í eftirspurn bæði frá Afríku og
einkum Asíu þar sem Kína fer
fremst í flokki. Ýmsir sem skrifa um
þróun gagnvart Kína benda samt á
þá miklu óvissu sem þar geti verið
í stórvelda- og stjórnmálaþróun
á næstu misserum. Hinni auknu
eftirspurn verður hvorki mætti frá
Nýja-Sjálandi eða Bandaríkjunum,
þau eru þegar búin að nýta
framleiðslumöguleika að mestu.
Möguleikar til framleiðsluaukningar
er helst að finna í löndum í
norðanverðri Evrópu. Þeir töldu
aftur á móti að framtíðarhorfur
nautakjötsframleiðslunnar væru ekki
jafn bjartar vegna þess að neysla á
nautakjöti mundi minnka á komandi
árum.
Umtalsverðar sviptingar fram
undan
Ljóst er því að á næstu árum
verða umtalsverðar sviptingar
í mjólkurframleiðslu í mörgum
löndum og spár um hvað verði um
margt misvísandi og framtíðin ein
dæmir hvað er rétt og rangt.
Íslenskir mjólkurframleiðendur
standa áreiðanlega nú á meiri
tímamótum en oft hefur verið.
Margt af því dregur Guðni
Ágústsson ágætlega fram í grein í
síðasta Bændablaði. Það er líklegt
að þróunin í framtíðinni hér á landi
verði ekki eins óháð því sem gerist
utan landsteinanna og verið hefur.
Því er áreiðanlega nauðsynlegt að
horfa aðeins til þess sem þar gerist.
Kvótinn í mjólkurframleiðslu
er settur á hér á landi um líkt
leiti og í Evrópu. Markmiði var
það sama og þar að hafa stjórn
á framleiðslumagninu. Hér
var það sniðið að innlendri
framleiðslu. Miklar breytingar
hafa orðið á innra og ytra umhverfi
mjólkurframleiðslunnar hér á
landi. Mjólkurframleiðendum
hefur stórfækkað, búin stækkað
og afurðir á hvern grip aukist.
Á allra síðustu árum hefur síðan
orðið gífurleg aukning á eftirspurn
á mjólk og mjólkurvörum. Við
þetta hefur hlutverk kvótans
til framleiðslustýringar horfið
eins og dögg fyrir sólu. Íslenska
kvótakerfið er hins vegar frábrugðið
hliðstæðum kerfum í öllum löndum
að við það hefur einnig verið
bundinn stuðningur ríkisvaldsins
við framleiðsluna að stórum
hluta. Þetta hefur leitt til að kerfið
hefur orðið viðkvæmt í umfjöllun
og tvímælalaust vanmeðfarið
að vinna sig frá því. Hins vegar
þá held ég að framtíðarþróun
mjólkurframleiðslunnar hér á landi
velti gífurlega á að menn beri gæfu
til að móta nýjar leiðir. Annars held
ég að kvótakerfið verði Gleipnir
íslenskrar mjólkurframleiðslu.
Tilboð landbúnaðarráðherra
um sameiginlegan búvörusamning
fyrir íslenskan landbúnað
jafnhlið verulegum breytingum
á stuðningsformi er það glæsilegt
boð að íslenskir bændur verða að
leggja allt til að það megi verða að
veruleika.
Í slíkum umræðum verður að
velta öllum steinum og reyna að
sjá fyrir ögranir sem fram undan
eru, þær eru nefnilega miklar og
risavaxnar og um sumar ekki leitað
til sögunnar um lausnir eins og t.d.
loftslagsmál sem hvort sem við
viljum eða ekki koma þar á komandi
árum með miklum þunga. Ástæða er
til að velta vel fyrir sér hlutum eins
og aukinni hagræðingu. Því fylgir að
gera sér ljóst að vöxturinn getur falist
í svo mörgu. Þróun hagræðingar
síðustu áratuga hefur öðru fremur
falist í stækkun og auknum
fjármagnskröfum. Fjármagnið hefur
fullan þrótt til að fóðra sig sjálft og
vera í sjálftökusæti. Oft gerist það
með bágborinni afkomu þeirra sem
að framleiðslunni starfa.
Aukin hagræðing í lífrænum
framleiðsluferlum hygg ég að sé það
sem er heilbrigðast og lengst og best
stendur. Þegar er horft er til þróunar
mjólkurfarmleiðslu eftir löndum
verður tæpast varist þeirri ályktun að
hagur þeirra sem að framleiðslunni
standa sé oft á tíðum hvað lakastur
þar sem hagræðingarþróunin hefur
náð hvað lengst.
Í framleiðslugreinum eins og
alifugla- og svínarækt virðist sem
hinn almenni framleiðandi hafi
tapað öllum völdum og fjármagnið
eitt sé orðinn hinn harði húsbóndi,
en bóndinn áhrifalaus. Mér virðist
sem mjólkurframleiðslan geti nú
staðið á þeim tímamótum hvort hún
vilji þróast í þennan farveg eða hafi
kjark til þess að móta eigin leiðir til
framtíðar.
Fyrst og síðast held ég að bændur
verði samt að muna eftir að þeir eru
að stunda landbúnað. Hvert leiðir
áframhaldandi stjórnlítil þróun með
minni og minni tengslum við landið
sjálft?
Jón Viðar Jónmundsson
jvj@bondi.is
Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins
Mjólkurkvótinn lagður niður
Línurit úr grein Susanne Clausen úr febrúarriti Dansk Holstein sem sýnir þróun í mjólkurframleiðslu miðað við
fjölda árskúa kvóta og áætlaða þróun til ársins 2021.