Bændablaðið - 26.03.2015, Page 47
47Bændablaðið | Fimmtudagur 26. mars 2015
Í 20 ára afmælistímariti
Bændablaðsins sem kom út sama
dag og Búnaðarþing 2015 var sett
í Hörpu var viðtal við Guðmund
Hallgrímsson. Þetta viðtal ætti að
vera skyldulesning.
Í viðtalinu er farið víða og rætt
um heilsu, slys og forvarnir í víðu
samhengi. Guðmundur hefur verið að
heimsækja bændur og veita faglega
ráðgjöf til úrbóta þar sem þess er þörf.
Með þessum heimsóknum er ekkert
verið að finna upp hjólið því fyrir
u.þ.b. 20–25 árum heimsótti Eiríkur
Helgason, fyrrverandi starfsmaður
Bændablaðsins, bændur og veitti
ráðgjöf til úrbóta í öryggismálum.
Árangur af heimsóknum Eiríks var
mjög góður og fækkaði slysum
töluvert í kjölfarið. Haustið 2013
var gerð óformleg könnun af
Bændasamtökunum á 30 býlum þar
sem búinn var til áhættumatslisti.
Farið var í tvær heimsóknir með
stuttu millibili á þessi 30 býli,
alls voru á þessum bæjum um 70
störf. Aðstoðað var við að fara yfir
áhættumatið, 10 mánuðum seinna
var síðan hringt í viðkomandi býli
og skráð niður slys. Aðeins var í
tveim tilfellum slys af þessum 70
starfsmönnum sem unnu á þessum
býlum sem tóku þátt í þessari
óformlegu könnun.
Fjármunir sem settir eru í
forvarnir margfalda sig.
Miðað við að aðeins tveir af 70 hafi
meitt sig er nálægt 3% slysatíðni.
Könnun sem gerð var 2005 og birt
var í Læknablaðinu var slysatíðni
þeirra sem svöruðu yfir 18%. Séu
skoðaðar tölur frá bændasamfélögum
erlendis er ekki óalgengt að
slysatíðni sé á bilinu 7 til 11% sem
slasast árlega við landbúnaðarstörf.
Á Írlandi hefur markvisst verið
unnið að forvörnum til að fækka
slysum við landbúnaðarstörf frá
því fyrir 1990 undir leiðsögn frá
írskum heilbrigðisyfirvöldum.
Ein af aðaláherslum í þessu írska
forvarnarferli hefur verið heimsóknir
til bænda sem skilað hefur góðum
árangri. Líkt og á Íslandi varð
fjárhagskreppa á Írlandi og eftir þá
kreppu var dregið úr heimsóknum
og minna fjármagn sett í forvarnir.
Við samdráttinn jukust slys til muna
og vill forstjóri H.S.A. ( Health and
Safety Authority www.hsa.ie) kenna
samdrætti að stærstum þætti um
fjölgun slysa í írskum landbúnaði.
Glöggt er gests augað
Sumum finnst eflaust engin þörf á að
fá heimsókn þar sem þeir telja allt í
lagi hjá sér, sem eflaust er víða, en
að fenginni reynslu hefur mér alltaf
fundist gott að fá ráðleggingar og
ábendingar um það sem betur mætti
fara hjá mér persónulega. Sem
dæmi, þegar ég les yfir þessa litlu
pistla mína, sé ég ekki vitleysurnar í
samsetningu orða og prentvillur, en
aðrir eru fljótir að sjá mín mistök.
Sjálfur hef ég trú á að þessir litlu
forvarnarpistlar skili árangri og ég
veit að heimsóknir Guðmundar eru
að skila árangri rétt eins og þegar
Eiríkur Helgason heimsótti bændur
á sínum tíma með góðum árangri.
Hugurinn ber þig hálfa leið
liklegur@internet.is
ÖRYGGI – HEILSA – UMHVERFI Hjörtur L. Jónsson
KROSSGÁTA Bændablaðsins
− lausnina er að finna á næstöftustu síðu
ORG VERÐUR
VEITA
EFTIRFÖR
PASSA
BLEYTU-
KRAP LITAST LYKT
STYGGLEGA
SÓT
FUGL
ÁFORM
GYLTU
DVELJA
LAND
SVELG
MJÓLKUR-
VARA
SKERGÁLA
DÝRA-
HLJÓÐ
SAMTÖK RÍKI Í ARABÍU
BAUL
Í RÖÐ
TELJUM
GRÍMU-
KLÆÐA
KLIFUN
SLANGA
ERGJA
AFTURENDI
AFSPURN
ÞÁTT-
TAKANDI HVOFTUR KLUKKAKOMUMST
STÆKKA
ÖRÐU
RÉTTUR
FRÚ
BRODDUR
VAFI
UMGERÐ
LITUR
PÁPI
NÁTTA
OP
FRÁLAG
KVÍSL
MÍGA
SÝKJAÍSKUR
LETUR-
TÁKN
FLAGG
SPENDÝR
TVEIR EINS
DRYKKUR
FARMRÚM
FÆRNI
KLAKA
ANGAN
AF
SNÍKILL
VIÐLAG
TAUMUR
EKKI
TVEIR EINS
TÓNLISTAR-
STÍLL
ÞJÁNINGA
JAFNINGUR
KLEFI
AFGANGUR
ELSKA
KK NAFN
10
Eiríkur Helgason mátar sig á gamalt
mótorhjól. Sennilega hefur hann haft
eitthvað við öryggisbúnað hjólsins
að athuga. Mynd / HKr.
Auðlind-Náttúrusjóður auglýsir
eftir umsóknum um styrki úr
sjóðnum fyrir árið 2015
Auglýst er eftir umsóknum um styrki til endurheimtar
votlendis.
Hámarksfjárhæð styrkja fyrir hvert verkefni er kr.
500.000.
Upphæð styrks getur numið allt að 50% hluta
kostnaðar. Rannsóknarverkefni eru almennt ekki
styrkt.
Umsóknareyðublöð eru á www.audlind.org.
Upplýsingar má fá hjá raga@nett.is.
Umsóknarfrestur er til og með 28. apríl 2015.
Umsóknir skal senda á:
Auðlind Náttúrusjóð, pósthólf 1358, 121 Reykjavík
Sauðamjólk 2015!
Landssamtök sauðfjárbænda auglýsa hér með að nýju
verkefnið "Sauðamjólk!" í samvinnu við RML og Matís.
Tilgangur þess er að hvetja til aukinnar sauða mjólk-
urframleiðslu og stuðla að auknu framboði afurða úr
henni..
Með þessari auglýsingu er leitað eftir áhugasömum
bændum til samstarfs. Gert er ráð fyrir að þeir sem
valdir verða til þáttöku fái aðgang að ráðgjöf frá
samstarfsaðilum LS um framleiðsluhætti og/eða
vöruþróun.
Ef þú ert sauðfjárbóndi sem hefur áhuga á að taka
þátt í þessu þá ertu beðinn að senda umsókn þess
efnis til Landssamtaka sauðfjárbænda, Bændahöllinni
við Hagatorg, 107 Reykjavík, ekki síðar en 20. apríl
næstkomandi. Í umsókn þarf að koma fram hvað þú
áætlar að geta mjólkað margar ær, hvenær þú áætlar að
mjaltir geti hafist og hvort þú hefur áhuga á að leggja
mjólkina inn eða vinna úr henni sjálf/ur. Einnig þarf að
koma fram hvort að þú hefur nú þegar aðstöðu til mjalta
eða hvort að fjárfestinga er þörf til að koma henni upp.
Hvert er áburðargildið í þínum búfjáráburði?
Óþarfi er að fjölyrða við bændur
um mikilvægi þess að nýta
búfjáráburðinn sem best en
lykillinn að því er að þekkja vel
efnainnihald hans.
Í áburðaráætlanagerð styðjumst
við yfirleitt við meðaltalstölur
byggðar á rannsóknum, en
staðreyndin er sú að mikill
munur getur verið á efnainnihaldi
búfjáráburðar á milli búa og getur
meðaltalið því gefið villandi
niðurstöðu. Þá geta niðurstöðurnar
gefið til kynna að ástæða sé til að
kanna betur næringarefnabúskap
jarðarinnar.
Ráðgjafarmiðstöð land-
búnaðarins hefur nú samið um
efnagreiningar á búfjáráburði
fyrir bændur. RML mun koma
sýnunum í efnagreiningu, túlka
niðurstöðurnar ásamt því að skrá
þær í Jörð.is.
Þurr búfjáráburður er mjög
erfiður til sýnatöku vegna misleitni
og þess vegna mælum við frekar
með að sýnatakan verði tekin úr
upphrærðum skít. Sýnatakan sjálf
verður í höndum bænda, enda
mikilvægt að sýnatakan eigi sér
stað um leið og mykjunni er dælt
á völl. Eðli málsins samkvæmt
verða niðurstöður greininganna
ekki klárar fyrr en eftir að búið
er að dreifa mykjunni og nýtist
því ekki nema að takmörkuðu
leyti í vor. Það má þó endurmeta
notkun tilbúins áburðar í ljósi
niðurstaðnanna. Það verður ekki
fyrr en við áburðaráætlun næsta
árs og ára, sem niðurstöðurnar
nýtast að fullu en líklegt er
að ef samsetning bústofns og
afurðir breytast lítið, þá breytist
efnainnihald búfjáráburðarins ekki
heldur mikið.
Mikilvægt er að sýnið sé sem
bestur þverskurður af mykjunni.
Þekkt er að þrátt fyrir að búið
sé að hræra vel í mykjunni, er
tilhneigingin sú að seinasta mykjan
verði þéttari en sú sem fyrst kemur.
Þess vegna mælum við með að
sýnatakan verði með eftirfarandi
hætti:
Taka skal sýni 5 sinnum meðan
á útdælingu stendur, 5 lítra hverju
sinni. Þó ekki úr því allra fyrsta því
brunnur getur verið fullur af vatni.
Taka þarf sýnin með sem jöfnustu
bili og seinasta sýnið tekið úr
seinustu tankfylli.
Þessum sýnum er síðan hellt
saman í kerald og þegar allt er komið
er hrært vel og endanlegt sýni tekið
í litla fötu eða brúsa, lokað vel og
sýnið merkt. Passlegt er að sýnið sé
2 lítrar.
Verð fyrir þessa þjónustu eru
krónur 18.000 + vsk fyrir hvert sýni.
Ráðunautar RML munu taka við
sýnunum á öllum starfsstöðvum
en einnig má senda sýnið beint á
Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins,
Hvanneyrargötu 3, 311 Borgarnes.
Sýnin þurfa að vera komin til
ráðunauta RML eigi síðar en 20.
apríl. /Borgar Páll Bragason