Bændablaðið - 26.03.2015, Blaðsíða 51
51Bændablaðið | Fimmtudagur 26. mars 2015
Lesendabás
Afturköllun umsóknar
um aðild að ESB
Miklu moldviðri hefur undanfarið
verið þyrlað upp í kjölfar þess að
utanríkisráðherra tilkynnti ESB
bréflega að ríkisstjórn Íslands
hygðist ekki taka að nýju upp
viðræður um aðild landsins að
ESB. Hvað sem líður túlkun
annarra en bréfritara á efni
þess þá er sannleikurinn sá að
aðlögunarviðræður Íslands við
ESB hafa legið niðri í 4 ár að
meira eða minna leyti. Þetta kann
að koma einhverjum spánskt fyrir
sjónir. En þetta er engu að síður
staðreynd þegar örfá lykilatriði í
ferli þessa máls eru skoðuð.
Hinn 16. júní 2009 var samþykkt
á Alþingi Íslendinga svohljóðandi
þingsályktunartillaga: Alþingi ályktar
að fela ríkisstjórninni að leggja inn
umsókn um aðild Íslands að ESB og
að loknum viðræðum við sambandið
verði haldin þjóðaratkvæðagreiðsla
um væntanlegan aðildarsamning. Við
undirbúning viðræðna og skipulag
þeirra skal ríkisstjórnin fylgja
þeim sjónarmiðum um verklag og
meginhagsmuni sem fram koma í
áliti meiri hluta utanríkismálanefndar.
Þann sama dag var ritað bréf til ESB
þar sem sótt var um aðild á grundvelli
49. greinar Lissabon- sáttmálans.
Enga tilvitnun er þar að finna til síðari
hluta fyrrnefndrar þingsályktunar.
Þau sjónarmið sem gerð er
grein fyrir í áliti meiri hluta
utanríkismálanefndar eru annars
vegar forsenda samþykktar um
að sótt skyldi um aðild en hins
vegar sýna þau þann grundvallar
misskilning sem útbreiddur er um
eðli ESB og viðræðna um aðild
að því. Kjarni þess er ágætlega
skýrður í Viðauka I við skýrslu
Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands
„Úttekt á stöðu aðildarviðræðna
Íslands við Evrópusambandið og
þróun sambandsins“ Á bls. 6 segir
þar:
Að því er varðar efnisleg
atriði er almennt viðurkennt að
umsóknarríkin gangast undir ákveðin
grundvallarskilyrði fyrir stækkun
(principles of enlargement) sem eru
í meginatriðum að þau samþykki
sáttmála ESB, markmið þeirra og
stefnu og ákvarðanir sem hafa verið
teknar síðan þeir öðluðust gildi.
Grundvallarskilyrðin eru fjögur: í
fyrsta lagi snýst stækkun um aðild
að stofnun sem er fyrir hendi en ekki
að til verði ný stofnun, í annan stað
þarf umsóknarríki að samþykkja
réttarreglur bandalagsins, acquis
communautaire í einu og öllu, í
þriðja lagi skulu umbreytingafrestir
(e. transitional periods) vera
takmarkaðir og ekki fela í sér
undanþágur frá grunnsáttmálunum og
þeim meginreglum sem bandalagið
byggir á. Í fjórða lagi er um að
ræða skilyrðasetningu, sem á ensku
hefur verið nefnt conditionality.
Hið síðastnefnda varð hluti af
aðildarferlinu vegna stækkunar
sambandsins 2004 og 2007. Fyrstu
þrjú skilyrðin voru þegar hluti af
stækkun sambandsins árið 1973.
Þessi grundvallarskilyrði eru almennt
viðurkennd þótt þau séu ekki talin í
áðurnefndri 49. gr. ESB.
Í ljósi þessa er það rökrétt
ályktun að í raun var það ESB sem
sleit aðlögunarviðræðunum við
Ísland þegar sambandið skilaði ekki
rýniskýrslu um sjávarútvegskaflann
eftir seinni rýnifundinn í mars 2011.
ESB vissi sem var að Ísland myndi
ekki fallast á opnunarskilyrði ESB
um að setja fram tímasetta áætlun
um hvernig Ísland myndi taka upp
Evrópulöggjöfina í sjávarútvegi.
Vert er að minna á að slíkt
opnunarskilyrði var einmitt sett fram
fyrir landbúnaðarkaflann.
Þeir sem vilja að viðræðum verði
haldið áfram til að þjóðin geti fengið
að kjósa um samning verða því fyrst að
skýra hvernig aðlögunarviðræðurnar
geta hafist að nýju. Svarið er augljóst:
Að fallið verði frá þeim sjónarmiðum
um verklag og meginhagsmuni
sem koma fram í áliti meirihluta
utanríkismálanefndar í júlí 2009.
Það verður fróðlegt að sjá þá sem
greiddu þeirri þingsályktun atkvæði
sitt, samþykkja slíka stefnubreytingu
6 árum síðar.
Erna Bjarnadóttir
Ekki er óeðlilegt að blað sem
gefið er út af Bændasamtökum
Íslands reyni af bestu getu
að gæta hagsmuna bænda
en Bændablaðið hefur að
undanförnu farið mikinn í
að verja þá tollastefnu sem
beitt er að sögn til að vernda
hagsmuni innlends landbúnaðar.
Undirritaður sér sig þó knúinn til
að leiðrétta ákveðinn misskilning
sem einkennir einhliða
málflutning Bændablaðsins þar
sem ákveðnar staðreyndir koma
ekki fram.
Þannig leggur blaðið
mikla áherslu á að spyrða
Neytendasamtökin saman við
samtök innan verslunarinnar og
má helst skilja á skrifum blaðsins
að Neytendasamtökunum sé
meira umhugað um hag hennar
en neytenda. Svona málflutningur
dæmir sig að sjálfsögðu
sjálfur, enda er það hlutverk
Neytendasamtakanna að gæta
hagsmuna neytenda og engra
annarra. En þegar kemur að því
að gæta þessara hagsmuna greinir
okkur oft á við samtök sem gæta
hagsmuna annarra. Þá er oftar en
ekki vænlegra að aðilar setjist
niður og ræði málið í stað þess að
vera með upphrópanir.
Vissulega hafa Neytenda-
samtökin gagnrýnt háa tolla á
landbúnaðarvörur og krafist
lækkana á þeim og í sumum
tilvikum afnáms þegar til
lengri tíma er litið. Samtökin
hafa jafnframt kallað eftir
endurskoðun á landbúnaðarkerfinu
og ítrekað bent á að fyrr eða
síðar verði tollar lækkaðir
með nýjum samningum innan
Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar.
Því væri betra að í stað þess að
vernda kerfi sem er dæmt til að
taka breytingum að búa það undir
þær breytingar. Enda vitum við
að hér á landi eru framleiddar
gæðavörur og flest okkar vilja
hafa landbúnaðinn sem öflugastan,
en um leið samkeppnishæfan.
Því er löngu tímabært að
endurskoða landbúnaðarstefnuna
í þágu neytenda og einnig bænda.
Jafnframt er ástæða til að minna
á að íslenskar landbúnaðarvörur
njóta vaxandi hylli í mörgum
löndum. Með því að loka landið
af með tollmúrum erum við um
leið að skerða möguleika okkar á
auknum útflutningi. Það á því að
vera sameiginlegt hagsmunamál
íslenskra neytenda og bænda að
viðskiptafrelsi landa á milli með
landbúnaðarvörur verði aukið sem
allra mest.
Þegar Bændablaðið úthúðar
Neytenda sam tökunum vegna
m e i n t r a r
stefnu þeirra í
l andbúnaða r-
málum koma
o f t h i n a r
f u r ð u l e g u s t u
s t a ð h æ f i n g a r
fram. Þannig var
nýlega fjallað
um ofnotkun
sýkla lyfja í land -
búnaði í mörgum
löndum og sagði
þar m.a: „Þær áhyggjur sem
Neytendasamtökin virðast hafa
af kjötinnflutningi eru að ekki
sé nógu ötullega unnið að því
að fella niður innflutningsgjöld
af kjöti. Lýðheilsumál eru ekki
mikið rædd í því sambandi.
Þar skipta verðlagsmál til
skamms tíma greinilega meira
máli.“ Það er lágmarkskrafa
að þeir sem eru að fjalla um
afstöðu Neytendasamtakanna
til einstakra mála kynni sér
stefnu þeirra í heild sinni en tíni
ekki aðeins út það sem hentar.
Þannig hafa Neytendasamtökin
ítrekað gert kröfu um að
innfluttar landbúnaðarvörur
séu ekki lakari að gæðum en
þær innlendu. Í samþykkt
síðasta þings samtakanna segir
þannig orðrétt: „Tryggja þarf
með eftirliti að innfluttar vörur
uppfylli sömu kröfur og gerðar
eru til innlendrar framleiðslu.“
Það er því ljóst að um leið og
Neytendasamtökin berjast fyrir
sem lægstu vöruverði gera þau
ýtrustu kröfur um gæði vörunnar
og þetta ætti Bændablaðið að
hafa í huga næst þegar það fjallar
um stefnu Neytendasamtakanna
varðandi innflutning á matvælum.
Loks skal minnt á að
Neytendasamtökin hafa barist
ötullega fyrir því að neytendur
fái allar nauðsynlegar upplýsingar
um vöruna áður en kaup fara
fram, enda slíkt nauðsynlegt
til að tryggja að neytendur geti
valið á upplýstan hátt. Eitt af
því sem neytendur vilja vita
um er upprunaland matvara.
Það var því fagnaðarefni þegar
Neytendasamtökin, Bændasamtök
Íslands og Samtök atvinnulífsins
undirrituðu samstarfssáttmála um
að vinna að því í sameiningu að
upprunaland komi fram á öllum
matvörum. Slíkt samstarf er
vænlegra til árangurs heldur en
upphrópanir og skítkast.
Jóhannes
Gunnarsson formaður
Neytendasamtakanna.
Vilja Neytendasamtökin innflutning
á kjöti mengað af sýklalyfjum?
Jóhannes
Gunnarsson.
Humbaur álkerrur
Tveggja öxla, 2500 kg., mál á palli 3x1.5m.
Verð kr: 560,000,- m./vsk. og skráningu.
www.Topplausnir.is - Smiðjuvegi 40 - gul gata - 200 Kópavogi. Sími 517-7718