Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.08.2015, Blaðsíða 2
Í fókus
2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2.8. 2015
Þetta er rangtúlkað í fjölmiðlum og ég er eig-
inlega sammála lögreglustjóranum. Þetta er
það viðkvæmt mál.
Ragnar Steingrímsson
Ég veit það ekki. Þau hljóta að hafa mesta
reynsluna af þessum málum, þannig að við
verðum að treysta því að lögreglan viti betur
en almenningur.
Guðfinna Björk Sigvaldadóttir
Það mega alveg koma fram öll kynferðis-
afbrot í fjölmiðlum. Fólk þarf að vita hvað
er að gerast og hvað eru mörg mál sem
koma upp.
Helena Ómarsdóttir
Þetta er ofblásið og ég styð hana í því sem
hún er að gera. Mér finnst þetta ekki vera
þöggun, langt frá því.
Jóhannes Egilsson
Ritstjóri Davíð Oddsson
Ritstjóri og framkvæmdastjóri Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri Karl Blöndal
Umsjón
Eyrún Magnúsdóttir,
eyrun@mbl.is
Prentun
Landsprent ehf.
Hádegismóum 2,
110 Reykjavík.
Sími 5691100
Útgáfufélag
Árvakur hf.,
Reykjavík.
SPURNING DAGSINS HVAÐ FINNST ÞÉR UM BRÉF LÖGREGLUSTJÓRA UM AÐ FARA EKKI MEÐ KYNFERÐISAFBROT Á ÞJÓÐHÁTÍÐ Í FJÖLMIÐLA?
Íshúsið við Strandgötu í
Hafnarfirði er orðið ansi
skemmtilegt að heimsækja
en í fyrra var því breytt í
vinnustofur fyrir 30 hönn-
uði og listamenn. Mikið
líf er í húsinu auk þess sem
þar er að finna litla verslun
þar sem afraksturinn er
seldur. Innlit 24
Í BLAÐINU
Morgunblaðið/Styrmir Kári
ÁSGEIR GUÐMUNDSSON
SITUR FYRIR SVÖRUM
Púkar en
ekki púkó
Forsíðumyndina tók
Ásdís Ásgeirsdóttir
Þormóði Karlssyni heitnum
muna margir eftir, listamaður og
lífskúnstner sem varð ungur að
aldri fyrir fólskulegri árás á götum
New York-borgar. Árásin var
hatursglæpur en Þormóður var
samkynhneigður. Sýning á mál-
verkum hans verður opnuð á
föstudaginn kemur. Menning 48
Ein stærsta útihátíð um verslunarmannahelgina frá
byrjun er án efa Uxi, en hún var haldin árið 1995 á
Kleifum við Kirkjubæjarklaustur. Sunnudagsblaðið
rifjar upp hátíðina. Í máli og myndum 46
Sífellt fleiri Íslendingar
leggja leið sína til Asíu
enda er þar margt fallegt
að sjá og afar frábrugðið
íslenskri menningu.
Taíland er til að
mynda stórfenglegur
staður sem vert er að
ferðast til og skoða
nánar. Ferðalög 20
Ásgeir Guðmundsson sér um Innipúkann, tónlistarhátíð
sem haldin er á Húrra og Gauknum í Reykjavík um versl-
unarmannahelgi. Ásgeir lærði hagfræði og lögfræði en
starfar á sviði tónlistar og umboðsmennsku. Hann er fem-
ínisti og innipúki og hefur ekki orðið sólbrúnn í tuttugu ár.
Hvað er Innipúkinn orðinn gamall og hvernig
kom hann til?
Við erum að halda Innipúkann í fjórtánda skiptið í ár, er ég
nokkuð viss um. Stofnendur hans eru að sjálfsögðu enn við-
loðandi hátíðina og skipa öldungaráð sem er vitrast allra og
má alltaf leita til um ráðleggingar og blessun. Grímur Atla-
son sagði Innipúkann 2002 hafa verið „svar okkar flotta
fólksins við plebbisma útihátíðanna“ en það ár mættu um
400 manns á Púkann.
Þið eruð með mikið af flottri tónlist í ár –
fyrir hverju ert þú spenntastur?
Oftast á ég mjög auðvelt með að svara svona spurningum
en á í erfiðleikum með það núna. Hvert eitt og einasta slot
er svo stútfullt af hæfileikum og kraftmikilli sköpun að ég hafði
hugsað mér að bókstaflega hlaupa á milli staðanna og reyna að
sjá allt. Jakob Frímann og Amabadama frumflytja nýtt lag á
föstudeginum, Sudden Weather Change er með „comeback“ á
laugardeginum og svo er Babies-ball á sunnudeginum. Svo allt
hitt, ég meina það, þetta er rosalegt.
Eiga partíþyrstir Íslendingar að sleppa
Eyjum og hópast í staðinn á Húrra
og Gaukinn?
Já. Ef þeir kunna gott að meta. Við erum líka með
tyrft útisvæði fyrir þá sem geta ekki án þess verið. Svo
verður veðrið líka best í Reykjavík. Þetta er ekki flókið.
Hvernig er Innipúkinn frábrugðinn öðrum
tónlistarhátíðum?
Fyrir utan að vera hátíð sem var beinlínis stofnuð til höfuðs útihátíð-
um þá er það helst þessi mikla áhersla á íslenska tónlist af ýmsum teg-
undum þar sem grasrótin fær að njóta sín í bland við lengra komna
og allir fá jafnan hlut af hagnaði hátíðarinnar. Innipúkinn er ein-
hvers konar árshátíð reykvísku senunnar og bíður alltaf upp á
óvænt atriði þar sem goðsagnir mæta til leiks og kenna þeim
yngri nokkur trikk úr bókinni. Síðast var það Megas og nú er Jak-
ob Frímann að skóla til þessa reggíhippa í Amabadama.
Er mikið um púka inni á hátíðinni hjá ykkur?
Gestir, aðstandendur og listamenn Innipúkans eiga það sameig-
inlegt að vera púkar inn við beinið. Við neitum að drekka volgan
bjór í dós, syngja hópsöngva og þykjast sannfærð um ágæti
kringumstæðna sem augljóslega eru hræðilegar. Þetta eru ekki
fordómar heldur þvert á móti upplýst vanþóknun. Við erum púk-
ar, ekki púkó.