Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.08.2015, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.08.2015, Blaðsíða 30
Langur göngutúr er holl hreyfing fyrir alla fjölskylduna og hægt er að gera gönguna gríðarlega skemmtilega. Takið með ykkur lítið box eða kassa í gönguferð- ina og safnið svo saman í kassann fallegum fjársjóði sem á vegi ykk- ar verður, svo sem skeljum, steinum, laufblöðum eða öðru sniðugu. Snjallt er að foreldrar séu tilbúnir með myndavél eða snjallsíma til að smella mynd af barninu þegar eitthvað sérlega fallegt finnst, slíkar myndir eru oft tilvaldar til stækkunar. Þegar heim er komið getur verið gaman að skreyta kassann með listaverki eftir börnin. Til þess er gott að nota vaxliti, tússpenna eða jafn- vel límmiða og glimmer, eitthvað sem gerir kassann sérstakan og persónulegan. Næst þegar rignir eða einhverjum leiðist er upplagt að taka fram fjársjóðskassann og skoða og rifja upp hvar fjársjóð- urinn fannst og af hverju var ákveðið að taka hann með heim. Fjársjóðs- söfnun Nauthólsvík, fjaran eða hrein- lega sandkassi á róló má nýta til að reisa saman sandborgir. Það eina sem þarf eru fötur og skóflur. Fyrir þá sem vilja taka leikinn alla leið er upplagt að taka nokkra litla bíla með og jafnvel playmo-karla og -konur og útbúa heilt samfélag í sand- inum, kastala, skurði og vegi. Hér ræður hugmyndaflugið för. Borgir og bæir úr sandi 30 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2.8. 2015 Fjölskyldan Á sunnudag stendur Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn fyrir glæsi-legum tónleikum í garðinum fyrir alla fjölskylduna kl. 14.30 en garð- urinn fagnar 25 ára afmæli í ár. Vinsælir tónlistarmenn stíga á svið, svo sem AmabAdamA, Dísa og fleiri. Garðurinn er opinn kl. 10-18. Músík og gleði í Húsdýragarðinum Þó að það sé vissulega mýta að börn vilji ekki grænmeti, þá eru þó mörg þeirra sem fúlsa við því. Skemmtileg leið sem gæti breytt því er að búa til listaverk úr grænmeti og ávöxt- um. Skerið niður og skrælið gulrætur, gúrku, kál, banana, appelsínur, jarð- arber, vínber og hvaðeina sem ykkur dettur í hug og leyfið barninu að ákveða hvað skal búa til. Einnig má nota brauðmeti og alls- konar álegg. Hvort sem dýr, skor- dýr, bílar, trúðar, álfar eða tröll verða fyrir valinu þá er aðalfjörið að borða listaverkið þegar það er tilbúið. Ekki gleyma að smella mynd af verkinu til minningar. Matarlist sem eykur matarlyst Krökkum þykir flestum gaman að ævin- týrasögum, hvað þá ef foreldrarnir hafa fjörugt ímyndunarafl og spinna sögur frá hjartanu. Ekki skemmir fyrir ef tónlist án söngs er spiluð undir. Klassísk tónlist með fjölbreyttum hljóðfærum getur skapað grunn að góðri sögu eins og til dæmis verk Sergei Prokofiev frá árinu 1936 um Pétur og úlfinn. Leyfið barninu einnig að spreyta sig með í sögunni og spyrjið ef því dettur einhver snið- ugur karakter í hug eða eitthvað skemmtilegt atvik sem ætti að eiga sér stað. Sögustund með klassískri tónlist Það er alltaf gaman að blása sápukúlur. Skiptir engu máli hvort um er að ræða þriggja ára einstakling eða þrítugan, það er eitthvað við sápukúlur því þær færa mikla gleði í umhverfið. Prófið að blanda ykkar eigin blöndu í stað hefð- bundinna sápukúla og búa til ofvaxnar sápukúlur. Það er gert með því að blanda einum hluta af uppþvottalegi við 10 hluta af vatni. Bætið glyseríni eða glyseróli við, en það fæst í apó- teki, til þess að kúlurnar haldist. Í raun er hægt að nota hvaða verkfæri sem er sem myndar hring utan um kúl- urnar, svo sem band, plasthringi sem festir eru á goskippur, bogið herðatré eða annað sem ykkur dettur í hug. Þá er bara að hella blöndunni í stórt ílát, helst sem flatast, og hefjast handa við að búa til glæsilegar sápukúlur. Sápukúlustuð Samvera á sumardögum Á SUMRIN NJÓTA FJÖLSKYLDUR ÞESS AÐ VERA SAMAN OG SKAPA SKEMMTILEGAR MINNINGAR. EKKI FARA ALLIR Í FERÐA- LÖG ÚT FYRIR LANDSTEINANA EÐA INNANLANDS EN NJÓTA ÞESS FREMUR AÐ VERA HEIMA VIÐ, ÚTI Í GARÐI EÐA FINNA EITTHVAÐ SKEMMTILEGT AÐ GERA Í NÁNASTA UMHVERFI. HEIMATILBÚNIR LEIKIR ERU ÁN EFA VINSÆLIR MEÐAL ÞEIRRA YNGSTU OG KOMA HÉR NOKKRAR FÍNAR TILLÖGUR. Gunnþórunn Jónsdóttir gunnthorunn@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.