Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.08.2015, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.08.2015, Blaðsíða 18
Ferðalög og flakk Líf og fjör við höfnina *Mikil traffík er um höfnina í Helsinki og fara á sjöttu milljón farþega þar um á ári hverju.Mest er siglt til Stokkhólms og Tallinn. Höfn-in er í hjarta borgarinnar og setur að vonumsterkan svip á hana. Þar er að finna allskynsmarkaði og mannlíf í miklum blóma. Stutt erað sigla út í Suomenlinna eða Sveaborg, virki á sex litlum eyjum, sem varði Helsinki fyrir ágangi stríðsherra fyrr á tímum. F yrir mörgum árum flutti finnskur menningarfröm- uður fyrirlestur hér á landi, þar sem hann hélt því fram að þjóð sín væri fyrst og fremst þekkt af fimm ástæðum: Fyrir Kalevala, 19. aldar söguljóð með goðsagnablæ. Fyrir tónskáldið Jean Síbelíus. Fyrir sauna. Fyrir tæknirisann Nokia og fyrir kapp- aksturshetjuna Mika Häkkinen. Eflaust á þetta ennþá við, nema hvað Kimi Räikkönen hefur líklega leyst þann síðastnefnda af hólmi. Höfuðborgin, Helsinki, er þriðja stærsta borg á Norðurlöndum á eftir Stokkhólmi og Ósló. Hún stendur við Finnlandsflóa í suður- hluta landsins og er rómuð fyrir fegurð og smekkvísi. Mikil menningarborg Helsinki er kunn fyrir arkitektúr sinn, hönnun og listir en borgin var valin hönnunarborg Evrópu ár- ið 2012. Af nafnkunnum söfnum má nefna Þjóðminjasafnið og hið fram- sækna nýlistasafn Kiasma en hróð- ur þess hefur borist víða frá því það var sett á laggirnar fyrir tæp- um tuttugu árum. Þá þykja bæði óperuhúsið í Helsinki og tónlistar- húsið Finlandia einstaklega vel heppnuð. Tónelskari þjóðir eru vandfundnar og fáir státa af fleiri hljómsveitarstjórum í fremstu röð en Finnar, svo sem við Íslendingar höfum notið góðs af í Osmo Vänskä og Petri Sakari. Helsta kennileiti borgarinnar er lútherska dómkirkjan í miðborg- inni. Hún er í nýklassískum stíl, hönnuð af Carl Ludvig Engel og reist um miðja nítjándu öld. Fyrir þá sem njóta útivistar er Esplanadi-garðurinn ómissandi en hann er í hjarta borgarinnar. Þar iðar allt af lífi á sumrin enda vin- sælt að fara í lautarferð í garðinn. Hvergi er betra að vera á sumrin en í garðinum Esplanadi. ÁFANGASTAÐUR VIKUNNAR: HELSINKI Á mörkum tveggja heima FINNLAND LIGGUR Á MÖRKUM AUSTURS OG VESTURS OG SÆKIR ÁHRIF ÚR BÁÐUM ÁTTUM. ÞESS BER GLÖGG- LEGA MERKI Í HÖFUÐBORG ÞÚSUND VATNA LANDSINS, ÞEIRRI FALLEGU BORG HELSINKI EÐA HELSINGFORS. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Gústaf Vasa Svíakonungur stofnaði Helsinki sem kauptún árið 1550 undir sænska nafninu Helsingfors og var staðurinn settur til höf- uðs hansaborginni Reval, sem í dag heitir Tallinn. Lítið varð úr þessum áformum og fá- tækt, stríð og pestir herjuðu lengi vel á Hels- inki. Íbúar stráféllu í plágunni miklu 1710. Það var ekki fyrr en eftir að Finnland féll í hendur Rússum 1808 og varð að finnska stórfurstadæminu 1809 sem vegur Helsinki fór að dafna. Sem þátt í viðleitni sinni að minnka áhrif sænskrar menningar og tengsla við Svíþjóð ákvað Alexander I, Rússlands- keisari og stórfursti Finnlands, að flytja höf- uðborgina frá Turku til Helsinki árið 1812. Við lok 19. aldar hafði meirihluti íbúa Hels- inki sænsku að móðurmáli en vegna mikils innflutnings finnskumælandi fólks til borg- arinnar hafa hlutföllin snúist við og nú hefur mikill meirihluti borgarbúa finnsku að móð- urmáli. Ríflega 600.000 manns búa í Helsinki. Dómkirkjan í Helsinki er í senn stolt borgarinnar og helsta kennileiti hennar. Nýlistasafnið Kiasma setur sterkan svip á borgina enda Finnar í senn framsæknir og metnaðarfullir í listum. STOFNUÐ AF GÚSTAF VASA Dafnaði seint
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.