Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.08.2015, Síða 18

Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.08.2015, Síða 18
Ferðalög og flakk Líf og fjör við höfnina *Mikil traffík er um höfnina í Helsinki og fara á sjöttu milljón farþega þar um á ári hverju.Mest er siglt til Stokkhólms og Tallinn. Höfn-in er í hjarta borgarinnar og setur að vonumsterkan svip á hana. Þar er að finna allskynsmarkaði og mannlíf í miklum blóma. Stutt erað sigla út í Suomenlinna eða Sveaborg, virki á sex litlum eyjum, sem varði Helsinki fyrir ágangi stríðsherra fyrr á tímum. F yrir mörgum árum flutti finnskur menningarfröm- uður fyrirlestur hér á landi, þar sem hann hélt því fram að þjóð sín væri fyrst og fremst þekkt af fimm ástæðum: Fyrir Kalevala, 19. aldar söguljóð með goðsagnablæ. Fyrir tónskáldið Jean Síbelíus. Fyrir sauna. Fyrir tæknirisann Nokia og fyrir kapp- aksturshetjuna Mika Häkkinen. Eflaust á þetta ennþá við, nema hvað Kimi Räikkönen hefur líklega leyst þann síðastnefnda af hólmi. Höfuðborgin, Helsinki, er þriðja stærsta borg á Norðurlöndum á eftir Stokkhólmi og Ósló. Hún stendur við Finnlandsflóa í suður- hluta landsins og er rómuð fyrir fegurð og smekkvísi. Mikil menningarborg Helsinki er kunn fyrir arkitektúr sinn, hönnun og listir en borgin var valin hönnunarborg Evrópu ár- ið 2012. Af nafnkunnum söfnum má nefna Þjóðminjasafnið og hið fram- sækna nýlistasafn Kiasma en hróð- ur þess hefur borist víða frá því það var sett á laggirnar fyrir tæp- um tuttugu árum. Þá þykja bæði óperuhúsið í Helsinki og tónlistar- húsið Finlandia einstaklega vel heppnuð. Tónelskari þjóðir eru vandfundnar og fáir státa af fleiri hljómsveitarstjórum í fremstu röð en Finnar, svo sem við Íslendingar höfum notið góðs af í Osmo Vänskä og Petri Sakari. Helsta kennileiti borgarinnar er lútherska dómkirkjan í miðborg- inni. Hún er í nýklassískum stíl, hönnuð af Carl Ludvig Engel og reist um miðja nítjándu öld. Fyrir þá sem njóta útivistar er Esplanadi-garðurinn ómissandi en hann er í hjarta borgarinnar. Þar iðar allt af lífi á sumrin enda vin- sælt að fara í lautarferð í garðinn. Hvergi er betra að vera á sumrin en í garðinum Esplanadi. ÁFANGASTAÐUR VIKUNNAR: HELSINKI Á mörkum tveggja heima FINNLAND LIGGUR Á MÖRKUM AUSTURS OG VESTURS OG SÆKIR ÁHRIF ÚR BÁÐUM ÁTTUM. ÞESS BER GLÖGG- LEGA MERKI Í HÖFUÐBORG ÞÚSUND VATNA LANDSINS, ÞEIRRI FALLEGU BORG HELSINKI EÐA HELSINGFORS. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Gústaf Vasa Svíakonungur stofnaði Helsinki sem kauptún árið 1550 undir sænska nafninu Helsingfors og var staðurinn settur til höf- uðs hansaborginni Reval, sem í dag heitir Tallinn. Lítið varð úr þessum áformum og fá- tækt, stríð og pestir herjuðu lengi vel á Hels- inki. Íbúar stráféllu í plágunni miklu 1710. Það var ekki fyrr en eftir að Finnland féll í hendur Rússum 1808 og varð að finnska stórfurstadæminu 1809 sem vegur Helsinki fór að dafna. Sem þátt í viðleitni sinni að minnka áhrif sænskrar menningar og tengsla við Svíþjóð ákvað Alexander I, Rússlands- keisari og stórfursti Finnlands, að flytja höf- uðborgina frá Turku til Helsinki árið 1812. Við lok 19. aldar hafði meirihluti íbúa Hels- inki sænsku að móðurmáli en vegna mikils innflutnings finnskumælandi fólks til borg- arinnar hafa hlutföllin snúist við og nú hefur mikill meirihluti borgarbúa finnsku að móð- urmáli. Ríflega 600.000 manns búa í Helsinki. Dómkirkjan í Helsinki er í senn stolt borgarinnar og helsta kennileiti hennar. Nýlistasafnið Kiasma setur sterkan svip á borgina enda Finnar í senn framsæknir og metnaðarfullir í listum. STOFNUÐ AF GÚSTAF VASA Dafnaði seint

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.