Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.08.2015, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.08.2015, Blaðsíða 11
2.8. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11 nokkra kílómetra sunnan við Hveravelli og nærri þeirri línu þar sem halla fer norður í mót. „Stílhreint rís það upp frá hrauninu sem hefur á sínum tíma umkringt það að mestu, fellið sem fær nafn af Kili og markar í hug- um marga Suðurmörk hans,“ segir í Árbók Ferðafélag Íslands 2001. Þar er áréttað er að fjallið sé 1.008 metra hátt. „Hlíðar Kjalfells eru að mestu brattar skriður og víðast klettabelti í efstu brún,“ segir enn- fremur um þetta systurfjall Herðu- breiðar. Og þau eru, til viðbótar við þau sem hér eru að framan nefnd, sjálfsagt miklu fleiri á landsvísu ef eftir því væri skimað. Geta sjálfsagt bætt við listann og haft margt til síns máls. Sannleikur og orð „Það er fjall í Kinninni fyrir norð- an, sem heitir Bakrángi ef maður sér austaná það, Ógaungufjall ef maður stendur fyrir vestan það, en utanaf Skjálfanda kalla sjófarendur það Galta,“ segir Halldór Laxnes í Íslandsklukkunni. Orðin, sem skáldið leggur í munn Arnas Ar- næusi, eru oft tiltekin sem dæmi um hve erfitt getur verið að höndla sannleikann og koma með eitthvða algilt svar við stórum spurningum . Í raun og veru er slíkt aldeilis úti- lokað. Svar við þeirri spurningu um hvað líkist hverjum er afstætt og byggist á mati og smekk þeirra sem fyrir svörum verða hverju sinni. Grjótnegld staðreynd er þó að systkinafjöllin fjögur sem nefnd eru hér að framan mynduðust öll með sambærilegum hætti, það er í eldgosi undir ísaldarjökli og af því ræðst lögun þeirra. Að því leyti eru þau systkinin drottningarinnar - Herðubreiðar - þó alltaf megi deila um hvort þau hafi endilega sömu lögun og sama svip. Hlöðufell setur svip sinn á landið, en til þess sést úr Laugardal og af Kjalvegi við Gullfoss, þar sem þessi mynd af því var tekin með lúpínubreiðu í forgrunni. Eiríksjökull blasir við í austri þegar farið er yfir Holtavörðuheiði, en oftar en ekki er fjallið hulið skýjum. Fjallið er illkleift og þangað fara næsta fáir. Hlöðufell er kennimark á Kili og er í hrauninu ekki langt sunnan við Hveravelli. „Tengslin eru til staðar og við eigum í margvíslegri samvinnu við fólk í Utah, sem meðal annars lúta að sagn- fræði og að rekja saman ættir Eyja- fólks og þeirra sem fóru vestur,“ seg- ir Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum. Íslendingadagur verður í borginni Spanish Fork í Utah í Bandaríkj- unum 12. september nk. og þess minnst að 160 ár verða liðin frá því að fyrstu Íslendingarnir settust þar að, í fyrirheitna landi sínu við Saltvatnið mikla. „Það er magnað að hugsa til þess að 1874-1895 hafi um 200 manns flutt frá Eyjum vestur um haf og stór hluti þeirra til Utah á forsendum morm- ónatrúar. Á þeim tíma var söfnuður mormóna ekki stór og Eyjamenn því stórt hlutfall hóps- ins sem síðar varð undirstaða al- heimstrúar, sem 15 milljónir manna fylgja í dag,“ segir Elliði. Vestmannaeyjabær hefur sam- þykkt þátttöku í undirbúningi að há- tíðinni í Utah í september til að minn- ast þessara tengsla. Óvíst er þó að Eyjamenn sendi fulltrúa vestur. VESTMANNAEYJAR Uppruni mormónatrúar heimsins er meðal annars úti í Vestmannaeyjum. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Efla tengsl við Utah Elliði Vignisson Einkenni móbergsstapa er að þau eru formsterk og regluleg í allri lögum. Þau urðu til við eldgos und- ir jökli á ísöld. Neðsta lag þeirra er oftast bólstraberg, myndað við svo háan vatnsþrýsting að berg- kvikan sundraðist ekki, móberg er miðlag og hraun liggur efst, runnið eftir að gosopið náði upp úr jökl- inum. „Þetta eru fjöll sem mynduðust undir lok ísaldar, það er fyrir 10.000 til 12.000 árum. Þegar jökl- arnir bráðnuðu ört við lok þessa kalda tímabils jókst eldvirkni mjög, á Norðurlandi til dæmis var hún 30 sinnum meiri en nú er,“ segir Sig- urður Steinþórsson jarðfræðingur og lengi prófessor við Háskóla Ís- lands að spurður um jarðmyndanir þessar. „Atburðarásin var í stuttu máli sú að undir jökli hófust eldgos og eldurinn braut sér leið gegnum ís- inn,“ segir Sigurður. „Herðubreið er sennilega þekktust fjalla sem mynduðust með þessum hætti, en þau eru mörg fleiri og að minnsta kosti 40. Fyrrum voru uppi ýmsar hugmyndir um myndun þessara fjalla, en stapakenningin um að þau hafi orðið til í eldgosum undir jökli er nú almennt viðurkennd. Sennilega eru staparnir náskyldir dyngjunum svonefndu, til dæmis Skjaldbreiði og Trölladyngju, sem urðu til eftir að ísaldarjöklana leysti snemma á nútíma.“ TUGIR STAPA UM ALLT LAND Bólstrar, móberg og hraun á toppi „Þetta eru fjöll sem mynduðust undir lok ísaldar, það er fyrir 10.000 til 12.000 árum,“ segir Sigurður Steinþórsson jarðfræðingur um stapana í landslaginu. Morgunblaðið/Árni Sæberg Í Snæfellsstofu Vatnajökulsþjóðgarðs á Skriðu- klaustri stendur yfir sýningin Yfir hrundi askan dimm. Þetta er verkefni Elsu G. Björgvinsdóttur í þjóðfræði við HÍ og fjallar um Öskjugosið 1875. Skriðuklaustur Fyrsti kostur í sundlaugarmálaum á Sauðárkróki er endur- uppbygging núverandi laugar á Króknum. Þetta samþykkti byggðarráð Skagafjarðar nýlega. Málið er komið í vinnslu, en úrbætur í sundmálum hafa lengi verið í deiglu nyrðra. Sauðárkrókur þegar þú vilt kvarts stein á borðið Blettaábyrgð Viðhaldsfrítt yfirborð Slitsterkt Bakteríuvörn Viðarhöfða 1, 110 Reykjavík | Sími 566 7878 | www.rein.is By Cosentino
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.