Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.08.2015, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.08.2015, Blaðsíða 35
2.8. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 35 Glæsileg armbandsúr Bankastræti 6 – sími 551 8588 – gullbudin.is 29.200 32.500 36.990 27.300 33.800 24.700 39.900 31.500 N ýlega lagði ég leið mína á Eiðistorg á Seltjarn- arnesi, líkt og all- margir Vesturbæingar gera öðru hvoru. Á leiðinni í versl- unina gekk ég framhjá þremur stúlkum sem þar höfðu komið sér fyrir með tombólu – ekki óvanaleg sjón á Eiðistorgi. Stúlkurnar, sem voru á að giska sjö eða átta ára gamlar, kölluðu til mín þegar ég gekk framhjá, spurðu hvort ég vildi kaupa af þeim og bentu á dót- ið sem þær höfðu raðað snyrtilega á flísalagt gólfið. Ég stoppaði, sagði þeim eins og var að ég væri því miður ekki með reiðufé á mér, einungis kort, en óskaði þeim góðs gengis. Síðan kvaddi ég og hugðist halda inn í verslunina. Ég hafði gengið örfá skref þegar ég heyrði kallað á eftir mér: „Biddu bara pabba þinn að gefa þér pening! Eða bróður þinn.“ Ég sneri mér að stúlkunum á ný og þá bætti sú þriðja við: „Eða manninn þinn!“ Ég var orðlaus, brosti einungis eins fallega og ég gat og hélt síðan mína leið. Atvikið hefur þó sótt á mig síðan. Í fyrsta lagi þykir mér dálítið undarlegt að átta ára stelp- ur geri ráð fyrir því að fjórtán ár- um eldri stelpa „eigi mann“. Enn furðulegra þykir mér þó að sú hug- mynd að konur séu karlmönnum háðar hvað peninga varðar, sé komin inn í koll íslenskra kvenna áður en þær ná tíu ára aldri. Ég vildi óska þess að ég hefði ekki bara brosað og gengið í burtu, þennan dag á Eiðistorgi. Ég vildi að ég hefði gefið mér tíma til að setjast niður með þessum þremur stelpum og spjalla við þær. Ætli mæður þeirra séu upp á feður þeirra komnar þegar þær ætla að kaupa eitthvað? Spyrja einstæðar íslenskar mæður feður sína leyfis áður en þær fjárfesta í nýjum bíl? Eða hefur bróðir þeirra kannski fjárforræði yfir þeim? Því á ég bágt með að trúa. Hvaðan kemur þá hugmynd stúlknanna á Eiðis- torgi um fjármál ungra kvenna? Ég vildi óska þess að ég hefði útskýrt fyrir tombólustelpunum að þótt sumar konur gangi að jafnaði ekki með reiðufé á sér, þá vinni langflestar konur sér sjálfar inn fyrir eigin peningum – þær þurfi ekki að biðja manninn sinn um að gefa sér peninga. Lendi þær í bráðum fjárskorti, þá geta þær vissulega beðið einhvern um að lána sér pening – en ekki einungis pabba sinn eða bróður, heldur einnig mömmu sína, systur, eig- inkonu eða vinkonu. En þetta gerði ég því miður ekki, heldur verslaði og fór síðan heim. Ég vona því að stúlkurnar hafi komist að því seinna um dag- inn að konur eiga líka peninga og þurfa engan að spyrja áður en þær eyða þeim. Og sjái ég tombólu- stúlkurnar einhvern tíma aftur, þá mun ég ekki láta mitt eftir liggja. Margt hefur unnist konum – og í leiðinni körlum – í hag en ekki má sofna á verðinum. Ég var á aldur við stúlkurnar þrjár í gær, þær verða á mínum aldri á morgun og þá taka þær við kyndlinum. Gæt- um þess að missa hann ekki og gefum okkur tíma til að ræða við börnin okkar um svo mikilvæg málefni. Hvaða hugmyndir ætli þessar stúlkur hafi um fjármál kvenfyrirmynda sinna? Morgunblaðið/Styrmir Kári Fjárhagurinn háður körlum? SÚ HUGMYND VIRÐIST SNEMMA SKJÓTA RÓTUM Í HUGUM STÚLKNA, OG HUGSANLEGA DRENGJA LÍKA, AÐ KARL- MENN HAFI MEIRA MEÐ PENINGA AÐ GERA EN KONUR. Guðrún Ingibjörg Þorgeirsdóttir gith@mbl.is Ætli konur spyrji einhvern leyfis áður en þær kaupa sér nýjan bíl? Morgunblaðið/Þórður FEMÍNISMI Á EIÐISTORGI S vokölluð unisex-föt njóta nú sífellt meiri vinsælda en fötin eru ókyn- bundin. Þau henta þannig báðum kynjum en hugmyndin um unisex- klæðnað gerir ráð fyrir því að fólk velji sér föt eftir smekk, fremur en eftir kyni. Unisex-föt urðu vinsæl rétt eftir miðja síðustu öld, um svipað leyti og annarrar bylgju femínismi kom fram. Kyn og kynja- hlutverk voru endurskoðuð og fatatíska var stór hluti af aðgreiningu kynjanna – og er raunar enn. Nú eru unisex-föt hins vegar að ryðja sér til rúms á ný – í verslunarhúsinu Selfridges í London var t.d. nýlega opnað tveggja hæða verslunarrými með unisex-fötum og vakti það mikla athygli. Illa er hér hægt að greina hvort um karla eða konur er að ræða og bæði klæðast sams konar fötum. Þessir unisex jakkar eru meðal þess sem til sölu er í sérstakri unisex deild Selfridges í London. Kanye West klæðist unisex blússu sem hann hannaði sjálfur. Unisex- fatnaður vinsæll Framúrstefnuleg og nútímaleg unisex-föt eftir fata- hönnuðinn Damien Fredriksen Ravn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.