Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.08.2015, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.08.2015, Blaðsíða 51
2.8. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 51 Már Jónsson, prófessor í sagn- fræði við Háskóla Íslands, hefur tekið saman í bók nákvæmar skrár fyrir eignir 96 einstaklinga sem bjuggu á Íslandi á tímabilinu 1722-1820. Þeirra á meðal voru holds- veikur niðursetningur, feðgar sem drukknuðu, rektorsfrú í Reykjavík og örbjarga pipar- sveinn. Lögboðið var að skrá eignir ný- látins fólks og sinntu hreppstjórar því starfi með stakri prýði. Allt var skráð, frá götóttum höttum til slitinna næturgagna. Bókin er hvort tveggja í senn fræðandi og þrælfyndin aflestrar og býður manni að íhuga hversu gott maður hefur það miðað við forfeður sína. Sterbúsins fémunir fram- töldust þessir Tilnefningar til Man Booker-verð- launanna 2015 hafa verið gerðar heyr- inkunnar. Það voru 156 bækur sem kepptust um tilnefningar og 13 komust í fyrstu úttekt. Þetta er í annað sinn sem verðlaunin eru veitt til höfunda af öllum uppruna svo fremi sem þeir skrifi á ensku, en áður voru verðlaunin ein- skorðuð við höfunda frá Bretlandi og Írlandi. Á listanum eru Bill Clegg fyrir Did You Ever Have a Family; Anne Enright fyrir The Green Road; Marilynne Rob- inson fyrir Lila; Anne Tyler fyrir A Spo- ol of Blue Thread; Andrew O’Hagan fyrir The Illuminations; Marlon James fyrir A Brief History of Seven Killings; Tom McCarthy fyrir Satin Island; Sunj- eev Sahota fyrir The Year of the Runa- ways; Laila Lalami fyrir The Moor’s Account; Hanya Yanagihara fyrir A Little Life; Chigozie Obioma fyrir The Fishermen; Anurada Roy fyrir Sleeping on Jupiter og Anna Smaill fyrir The Chimes. Úrslitin verða tilkynnt 13. október næstkomandi. MAN BOOKER 2015 1) Fjölskylda Williams Shakespeare var ansi róttæk á sínum tíma. Einn ættingja hans í móðurlegg, William Arden, var handtekinn og líflátinn fyr- ir þá sök að hafa lagt á ráðin gegn El- ísabetu drottningu fyrstu. 2) Dóttir Shakespeare, Susanna, var getin utan hjónabands, þrátt fyrir nokkuð strangkristilegar venjur í Eng- landi á þeim dögum. Eiginkona Shake- speare, Anne Hathaway (alnafni leik- konunnar sem prýðir myndina hér til hliðar), var komin þrjá mánuði á leið þegar þau gengu í það heilaga. Hún var þá 26 ára gömul. 3) Ævisagnarit- arar Shakespeare hafa ekki hugmynd um hvað hann gerði á árunum 1585-1592. Raunar veit það enginn annar heldur. 4) Faðir Shakespeare fékk greitt fyrir að drekka bjór. Starfsheitið var „ölsmakkari“ og fól í sér að hann rannsakaði gæði brauðs og maltdrykkja. 5) Ekkert upp- runalegt Shakespeare-handrit hefur varðveist. 6) Shakespeare er ættlaus. Öll hans börn létust barnlaus. 7) Í Stratford, sem var heimabær Shakespeare, þekktist hann ekki sem skáld né leik- skáld heldur sem virðulegur kaupsýslumaður og leigusali. HIN HLIÐIN Anne Hathaway lék t.d. ensku skáldkonuna Jane Austin í kvikmynd Julians Jarrold, Becoming Jane, árið 2007. Frú Ráðherra - konur á ráðherra- stól er tæplega 400 blaðsíðna rit sem Edda Jónsdóttir og Sigrún Stef- ánsdóttir tóku saman í tilefni af 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna á Ís- landi. Í bókinni segja 20 ráðherrar, meðal annars Siv Friðleifsdóttir, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Ásta Ragn- heiður Jóhannesdóttir sögu sína og veita þannig lesendum innsýn í líf sitt, jafnframt því sem þær deila reynslu- sögum sínum af íslenskum stjórnmálum. Frásögn kvennanna er einlæg og opinská. Þær segja frá mörgu sem hefur ekki komist í almenna umræðu áður; frá mótunarárum, viðhorfum til leiðtogahlutverks og öðru fróð- legu. Frú ráðherra Frú ráðherra Siv Friðleifsdóttir, Sigrún Stefánsdóttir, Þórunn Svein- bjarnardóttir, Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, Edda Jónsdóttir, Sól- veig Pétursdóttir, Þorgerður Katrín. Morgunblaðið/Styrmir Kári Háskólaútgáfan stendur í stykkinu RJÓMINN FLEYTTUR HÁSKÓLAÚTGÁFAN HEFUR ÁRUM SAMAN STAÐIÐ SÍNA PLIKT Í ÚTGÁFU MERKILEGRA BÓKA. ÞAÐ SEM AF ER ÁRI HEFUR HVER GERSEMIN AF ANN- ARRI KOMIÐ ÚT Á HENNAR VEGUM. HÉR MÁ LÍTA REYKINN AF RÉTTUNUM. Íslenskar alþýðusögur á okk- ar tímum er safn þjóðsagna sem Konrad Maurer safnaði saman á ferðalagi sínu um landið árið 1858 og gaf út á þýsku. Safnið kemur nú út í þýðingu Steinars Matthíassonar á vegum Háskólaútgáfunnar í ritstjórn Rósu Þorsteinsdóttur. Maurer hafði mikil áhrif á þjóðsagnasöfn- un hérlendis. Til að mynda var hann hvatamaður að því að Jón Árnason og Magnús Grímsson héldu áfram söfnun sinni. Alþýðusögur Páll Skúlason hemspek- ingur og fyrrum rektor Há- skóla Íslands hafði nýlokið við að búa bókina til prentunar þegar hann lést í apríl, fyrr á þessu ári. Greinarnar sem birtast í bókinni falla í þrjá flokka: Stjórnmál og samfélag, til- lfinningar og trú, siðfræði og siðmenntun. Í flokk- unum þremur yfirvegar Páll meðal annars stöðu fjöl- miðla, möguleika framtíð- arríkisins, trúna, ellina, siðareglur og tilgang menntunar. Í formála bókar segir Páll að viðleitni hans snúist um að „semja erindi sem fólki finnst vonandi skemmtilegt og fræðandi að lesa.“ Pælingar III BÓKSALA 22.-28. JÚLÍ Allar bækur Listinn er tekinn saman af Eymundsson 1 Konan í lestinniPaula Hawkins 2 Iceland Small World- lítilSigurgeir Sigurjónsson 3 Sagas of the IcelandersÝmsir höfundar 4 Independent PeopleHalldór Laxness 5 Iceland in a BagÝmsir höfundar 6 HamingjuvegurLiza Marklund 7 Marotta’s Tropical WonderlandMillie Marotta 8 NicelandKristján Ingi Einarsson 9 Secret GardenJohanna Basford 10 DavíðsstjörnurKristina Ohlsson Kiljur 1 Konan í lestinniPaula Hawkins 2 HamingjuvegurLiza Marklund 3 DavíðsstjörnurKristina Ohlsson 4 Blóð í snjónumJo Nesbø 5 Ljós af hafiM.L.Stedman 6 Einn plús einnJojo Moyes 7 Tapað fundiðÁrelía Eydís Guðmundsdóttir 8 Auga fyrir augaRoslund & Hellström 9 RótlausDorothy Koomson 10 NáðarstundHannah Kent
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.