Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.08.2015, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.08.2015, Blaðsíða 21
2.8. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21 Íslendingar eru vissulega svo heppnir að eiga nokkra ágæta taílenska veit- ingastaði í sínu heimalandi, en það er ekki þar með sagt að þeir hafi ekki til mikils að hlakka þegar til Taílands er komið. Taílensk mat- argerð er eins margslungin og hún er flókin og framandi og ástæða til að ætla að margt sé enn ósmakkað, þrátt fyrir nokkrar vel heppnaðar heimsóknir á Ban Thai á Laugaveg- inum. Pad thai er líklega einna vin- sælasti rétturinn, enda erfitt að rek- ast á illa heppnaðan pad thai-rétt, en karríið massaman og tom yam- súpan eru alveg jafn líkleg til að falla í kramið hjá matgæðingum. MATARGERÐ AÐ HÆTTI MEISTARANNA Beri orkan og örtröðin í Bangkok mann ofurliði, enda þótt maður hefði ekk- ert á móti því að kynnast lífinu í taílenskri borg, er Chiang mai í Norður- Taílandi hinn gullni meðalvegur sem leitað er að. Höfuðborg norðursins er öll rólegri og þægilegri en Bangkok og nærumhverfi hennar er sannkallaður sælu- reitur, enda margir Skandinavar sem kjósa að dvelja í borginni hluta ársins. Samgöngur í borginni eru ekki efiðar, rauðir pallbílar með áföstum bekkjum og skýli þjóna sem einskonar deilanlegir leigubílar og prútta má um verð til hinna fjölmörgu hofbygginga sem skoða má í borginni. CHIANG MAI OG FRIÐSÆLT NORÐRIÐ Ljósmynd/Wikipedia Ljósmynd/Wikipedia Mennigararfur Taílands er ekki af skornum skammti. Sé flogið til Tælands er líklega komið við í Bangkok, sama hver lokaáfangastaðurinn er, og vel þess virði að staldra við og líta í kring. Bátsferðir um fljótið sem sker borgina í tvennt, eða um sýki sem skera í sig í gegnum heilu hverfin, leiðangrar á götu- markað á miðjum lestarteinum, nútímaleg söfn og veit- ingastaði og gnægð verslana og lúxushótela er meðal þess sem má finna sér til dundurs. Ævintýragjarnir geta gripið til þess ráðs að kafa meðal há- karla í riasastóru fiskabúri. Þeir sem eru rólyndari að eðlisfari geta virt fyrir sér mannvirki borgarinnar með myndavél í hönd. Ferð í hið líflega Kínahverfi er líka ævintýri í sjálfu sér, en borg- in á söguleg tengsl við Kína og margir íbúar hennar eiga ættir að rekja þangað. Í senn sögurík og nútímaleg er Bangkok blússandi stórborg sem er mikil upplifun að heimsækja. BLÚSSANDI BANGKOK Ljósmynd/Wikipedia Bangkok er ein af skemmtilegustu stórborgum Suðaustur-Asíu, þótt fáar séu þær leiðinlegar. Ljósmynd/Wikipedia
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.