Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.08.2015, Síða 21
2.8. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21
Íslendingar eru vissulega svo heppnir
að eiga nokkra ágæta taílenska veit-
ingastaði í sínu heimalandi, en það
er ekki þar með sagt að þeir hafi
ekki til mikils að hlakka þegar til
Taílands er komið. Taílensk mat-
argerð er eins margslungin og hún
er flókin og framandi og ástæða til
að ætla að margt sé enn ósmakkað,
þrátt fyrir nokkrar vel heppnaðar
heimsóknir á Ban Thai á Laugaveg-
inum. Pad thai er líklega einna vin-
sælasti rétturinn, enda erfitt að rek-
ast á illa heppnaðan pad thai-rétt,
en karríið massaman og tom yam-
súpan eru alveg jafn líkleg til að falla
í kramið hjá matgæðingum.
MATARGERÐ
AÐ HÆTTI
MEISTARANNA
Beri orkan og örtröðin í Bangkok mann ofurliði, enda þótt maður hefði ekk-
ert á móti því að kynnast lífinu í taílenskri borg, er Chiang mai í Norður-
Taílandi hinn gullni meðalvegur sem leitað er að. Höfuðborg norðursins er öll
rólegri og þægilegri en Bangkok og nærumhverfi hennar er sannkallaður sælu-
reitur, enda margir Skandinavar sem kjósa að dvelja í borginni hluta ársins.
Samgöngur í borginni eru ekki efiðar, rauðir pallbílar með áföstum bekkjum og
skýli þjóna sem einskonar deilanlegir leigubílar og prútta má um verð til hinna
fjölmörgu hofbygginga sem skoða má í borginni.
CHIANG MAI OG FRIÐSÆLT NORÐRIÐ
Ljósmynd/Wikipedia
Ljósmynd/Wikipedia
Mennigararfur
Taílands er ekki
af skornum
skammti.
Sé flogið til Tælands er líklega komið við í Bangkok, sama hver
lokaáfangastaðurinn er, og vel þess virði að staldra við og líta í
kring. Bátsferðir um fljótið sem sker borgina í tvennt, eða um
sýki sem skera í sig í gegnum heilu hverfin, leiðangrar á götu-
markað á miðjum lestarteinum, nútímaleg söfn og veit-
ingastaði og gnægð verslana og lúxushótela er meðal þess sem
má finna sér til dundurs.
Ævintýragjarnir geta gripið til þess ráðs að kafa meðal há-
karla í riasastóru fiskabúri. Þeir sem eru rólyndari að eðlisfari
geta virt fyrir sér mannvirki borgarinnar með myndavél í hönd.
Ferð í hið líflega Kínahverfi er líka ævintýri í sjálfu sér, en borg-
in á söguleg tengsl við Kína og margir íbúar hennar eiga ættir
að rekja þangað.
Í senn sögurík og nútímaleg er Bangkok blússandi stórborg
sem er mikil upplifun að heimsækja.
BLÚSSANDI BANGKOK
Ljósmynd/Wikipedia
Bangkok er ein af skemmtilegustu stórborgum
Suðaustur-Asíu, þótt fáar séu þær leiðinlegar.
Ljósmynd/Wikipedia