Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.08.2015, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2.8. 2015
Græjur og tækni Bandarískur maður var hand-tekinn fyrir að skjóta niður
dróna á dögunum. Dróninn var
á flugi yfir garði mannsins í Ken-
tucky þegar hann skaut hann
niður með haglabyssu.
Skaut dróna í garðinum
B
arrack Obama, forseti
Bandaríkjanna, hefur gefið
út tilskipun þess efnis að
Bandaríkin skuli hafa lokið
við smíði heimsins hröðustu tölvu
fyrir árið 2025.
Ofurtölvan sem um ræðir yrði
tuttugu sinnum hraðvirkari en
heimsins hraðasta tölva í dag, sem
er í Kína, samkvæmt því sem fram
kemur á vef BBC. Hún myndi því
geta innt af hendi eina trilljón út-
reikninga á sekúndu, eða milljarð
milljarða, en slíkur hraði er kall-
aður „exaflop“ í tölvugeiranum og
yrði tölvan fyrsta tölva heims til að
ná slíkum hraða.
Sérstakur starfshópur verður
skipaður til að annast þær rann-
sóknir og margvíslega vinnu sem til
þarf, svo markmið forsetans komist
í framkvæmd. Mun hópurinn heita
NSCI eða „National Strategic
Computing Initiative“.
Til að setja getu tölvunnar í sam-
hengi má ímynda sér allt frá
hundrað milljón og upp í milljarð
venjulegra fartölva og leggja hraða
þeirra saman, eins og fram kemur
á Washington Post.
Breytingar á mörgum sviðum
Ljóst er að tilkoma tölvu með slíkt
bolmagn muni hafa umtalsverðar
breytingar í för með sér á ýmsum
sviðum. Með ofurtölvunni verður
meðal annars hægt að framkvæma
útreikninga og líkja eftir flóknum
aðstæðum í svokölluðum hermi, auk
þess sem hún mun koma Banda-
ríkjamönnum að gagni við vísinda-
legar rannsóknir af ýmsu tagi.
Einnig er vonast til þess að hana
megi nýta við greiningu veðurmæl-
inga, með það að markmiði að spá
með nákvæmari hætti um veðrið,
eða við greiningu krabbameins með
því að greina röntgenmyndir af
sjúklingum.
Greint er frá því í bloggfærslu
frá Hvíta húsinu að tölvan muni
líka vera vísindamönnum geimrann-
sóknarstofnunarinnar NASA innan
handar við hönnun straum-
línulagaðra farartækja, en með
henni verður hægt að mæla og
greina loftmótstöðu og ókyrrð í
loftinu með nákvæmari og skilvirk-
ari hætti en fram til þessa.
Áætlnunin um smíði tölvunnar er
mjög í takt við tímann, að mati
Richards Kenway, sérfræðings við
Edinborgarháskóla. Þar tvinnast
saman metnaðurinn fyrir því að
forrita nýjan tölvubúnað og bæta
læsi og greiningargetu á gögnum,
sérstaklega gögnum í miklu magni.
Hann segir tölvuna munu hraða
á framþróun í lyfjageiranum og á
þá nánar tiltekið við lyf sniðin að
þörfum einstaklinga.
„Lyf dagsins í dag eru sniðin að
meðalmanneskjunni,“ útskýrir
hann. „Þau virka ágætlega fyrir
suma en ekki fyrir aðra. Stóra
áskorunin í lyfjageiranum er að
færa okkur frá „meðallyfjum“ og í
átt að lyfjum sem taka mið af ein-
staklingnum, því þá má taka tillit
til erfðafræðilegra eiginleika og
lífsstíls viðkomandi.“
Tilkoma tölvunnar kynni auk
þessa að hafa í för með sér breyt-
ingar á kortlagningu loftslagsbreyt-
inga til lengri tíma, að mati Marks
Parsons, annars sérfræðings í Ed-
inborg, sem ræddi við BBC. Í dag
reyna vísindamenn að kortleggja
loftslagsbreytingar næstu ár en ná-
kvæmni slíkrar vinnu er að ýmsu
leyti takmörkuð.
Hraðasta tölvan er í Kína
Í dag er hraðasta tölva heims í
höndum Kínverja. Ofurtölvan, sem
ber heitið Tianhe-2, er hýst í tölvu-
miðstöð ríkisins í Guangzhou. Hún
vinnur á hraða sem mælist 33.86
svokölluð „petaflop“, sem er næst-
um því tvöfalt meira en næsthrað-
asta tölvan, sem er bandarísk.
Ekki fer milli mála að framan-
greind áætlun Bandaríkjamanna í
þessum efnum er tilraun til að
bjóða forystu Kínverja birginn, að
mati Parsons.
„Bandaríkin hafa áttað sig á því
að ef þau vilja halda velli í kapp-
hlaupinu muni það kosta fjárfest-
ingu af þeirra hálfu,“ sagði hann í
samtali við BBC.
60 milljón punda rafmagns-
reikningur
Ljóst er að fjöldi áskorana verður á
vegi hópsins sem falið hefur verið
að hanna tölvuna. Margra ára
rannsóknar- og þróunarvinna bíður
þeirra sem hann skipa.
Einna helst má nefna að ein-
stakir hlutar tölvunnar munu þurfa
að vera hagkvæmari í orkunýtingu
en tíðkast í dag, en ætla má að raf-
mangsþörf tölvunnar verði gríð-
arleg.
„Ég mundi segja að þeir stefni á
hér um bil 60 megavatta orkuþörf.
Ég get ekki ímyndað mér að þeir
nái að fara niður fyrir það,“ segir
Parsons. Til samanburðar er orku-
þörf álvers Norðuráls í Grund-
artanga á bilinu 500 til 550 mega-
vött, samkvæmt grein á mbl.is.
Rafmagnsreikningurinn mun ná
umtalsverðum hæðum á bandarísk-
um markaði. „Það munu fara að
minnsta kosti 60 milljónir punda á
ári bara í rafmagnskostnað,“ segir
hann, en það jafngildir hér um bil
12,5 milljörðum íslenskra króna.
Obama vill
hröðustu
tölvu heims
BARRACK OBAMA BANDARÍKJAFORSETI VILL SJÁ HEIMSINS
HRÖÐUSTU TÖLVU Í SÍNU HEIMALANDI FYRIR ÁRIÐ 2025,
OG BÝÐUR ÞANNIG FORYSTU KÍNVERJA Í ÞEIM EFNUM
BIRGINN, EN HRAÐASTA TÖLVA HEIMS ER KÍNVERSK Í DAG.
Matthías Tryggvi Haraldsson mth@mbl.is
Bandaríkin hafa áttað sig á því að ef þau vilja halda velli í kapphlaupinu muni það kosta fjárfestingu af þeirra hálfu.
Ljósmynd/Ralph Alswang
Svo virðist sem Bandaríkjamenn og Kínverjar etji kappi um heimsins hröðustu
tölvu. Kínverjar eiga tvöfalt hraðari tölvu en Bandaríkjamenn í dag.
Evan Sharp, einn stofnandi Pinterest-síðunnar sem
margir þekkja, sendi frá sér yfirlýsingu í lok viku
þess eðlis að fyrirtækið hyggist ráða fleiri konur
til starfa á nýju ári og einnig aðra starfsmenn
sem myndu flokkast til minnihlutahópa, svo sem
fólk af rómönskum ættum og afrískum uppruna.
Hann tilkynnti að stefnt sé að því að konur verði
að minnsta kosti um 30% verkfræðinga hjá fyrir-
tækinu og einnig að miðað verði að því að hafa 8-
12% verkfræðinga af rómönskum eða afrískum
uppruna, en verulega hallar á slík þjóðerni í þess-
um bransa.
Þetta vinsæla fyrirtæki, sem metið er á 11
milljarða dollara, gengur út á að notandi síðunnar
eða smáforritsins Pinterest getur safnað saman í
möppur myndum af fallegum hlutum og þannig
jafnvel nælt sér í innblástur. Myndirnar eru síðan
flokkaðar niður og má þar nefna tísku, hönnun,
heimili, mat, bíla, ferðalög, húðflúr og þar fram
eftir götunum.
Vilja ráða fólk sem telst
til minnihlutahópa
HIN VINSÆLA MYNDASÖFNUNARSÍÐA
PINTEREST HEFUR LÝST YFIR MARKMIÐUM
SÍNUM FYRIR ÁRIÐ 2016, AÐ RÁÐA
FLEIRI KONUR TIL STARFA.
Óhætt er að segja að Pinterest hafi sett sér flott
markmið fyrir árið 2016.
Þess er ekki langt að bíða að kínverskir koníakssvelgir geti geng-
ið úr skugga um hvort Remy Martin-flöskurnar þeirra séu þær
einu sönnu með því einu að seilast ofan í vasann sinn og grípa í
snjallsímann, að sögn talsmanns franska koníaksframleiðandans.
Snjallflöskur af tegundinni Remy Martin Club Connected
Cogniac verða nefnilega með tölvuflögu í tappanum sem sannar
uppruna áfengisins.
Flöskurnar verða fyrst um sinn einungis seldar í Kína og þá
einungis í næturklúbbunum í þremur stærstu borgunum.
Neytendur geta þá sótt sér smáforrit af vefnum sem var
hannað í samstarfi við tæknifyrirtækið Selinko, sem þeir
hlaða í snjallsímann sinn. Að því loku eiga þeir sem kaupa
flöskuna að geta sannreynt hvort flaskan sé óekta með því
að skanna örflöguna sem er falin í tappa flöskunnar.
Það er ekki tilviljun háð að Kínamarkaður hafi orðið fyrir
valinu við kynningu vörunnar, að sögn Florence Puech,
annars talsmanns fyrirtækisins. Í Kína er talsvert um að
áfengið sé falsað og selt undir fölskum formerkjum. Þar að
auki er Kína einhver stærsti markaður Remy Martin í heim-
inum ásamt Bandaríkjunum. Frakkar eru hins vegar ekki
sérstaklega hrifnir af drykknum og er því meirihluti fram-
leiðslu drykkjarains fluttur úr landi.
Snjallkoníak í Kína
SANNLEIKINN Í TAPPANUM