Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.08.2015, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.08.2015, Blaðsíða 37
Dóttir forseta Bandaríkjanna, John F. Kennedy, Caroline Kennedy giftist Edwin Schlossberg árið 1986 í afskaplega sæt- um kjól. Efra stykki kjólsins einkenndist af litlum blómum sem og ýktum axlar- púðum sem var hönnun Narciso Ro- driguez, lítt þekkts fransks fatahönnuðar. Solange Knowles, systir Beyonce, giftist Rog Walker í fyrra í þessum einstaka og fallega kjól. Kjóllinn, sem er hönnun Kenzo, er afar stílhreinn og glæsilegur og minnir Solange jafnvel á egypska faraóinn og gyðjuna Kleopötru. Kjóll Grace Kelly árið 1956 var sérlega glæsilegur og enn í dag er hann mörg- um innblástur. Talið er að hönnuður brúðarkjóls Kate Middleton hertoga- ynju hafi meðal annars sótt innblástur í kjólinn. Helen Rose búningahönn- uður hjá MGM í Hollywood hannaði og saumaði kjól- inn á sínum tíma. Keira Knightley trítlaði um í sætum tjullkjól frá Chanel á brúðkaupsdag- inn sinn. Eftir brúðkaupið lét hún breyta honum örlítið svo hún gæti notað hann við önnur tilefni. Sniðugt, enda synd að klæðast slíkum kjól að- eins einu sinni. Stjörnuparið Amal Alamuddin og George Clooney voru dásamlega flott á brúðkaupsdaginn sinn. Oscar de la Renta hannaði kjól Amal sem var dýrðlegur. Árið 1954 gekk goðsögnin og stór- leikkonan Audrey Hepburn að eiga leikarann Mel Ferrer. Kjóllinn var efn- ismikill með fallegum kraga en franski fatahönnuðurinn Pierre Balmain átti heiðurinn að kjólnum. Í dag er Balma- in orðið að stóru tískuhúsi. John Lennon og Yoko Ono voru einstök hjón og skáru sig úr fjöldanum, brúðkaupið þeirra var þar ekki undan- skilið. Yoko Ono valdi sér ekki hefðbundinn brúðarkjól heldur hvítt mini-pils við háa sokka og flatbotna skó. Poppy Delevigne klæddist sérhönn- uðumkjól frá tískuhúsi Chanel. Dásamlegur í alla staði og minnti efri hlutinn örlítið á brúðarkjól Caroline Kennedy. Leikkonan Mia Farrow var aðeins 21 árs þegar hún giftist Frank Sinatra árið 1966. Á brúðkaups- daginn klæddist hún tvíhnepptum blazer við látlausan kjól sem þótti sérlega nýtískulegt. Árið 1971 gengu Bianca og Mick Jagger, söngvari The Rolling Stones, í það heilaga í St. Tropez í Frakklandi. Klæðnaður hennar vakti mikla og verðskuld- aða athygli en hún klæddist flegnum smoking jakka frá Yves Saint Laurent og skartaði stærðarinnar hatti sem var fullkomnaður með brúðarslöri. 2.8. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.