Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.08.2015, Page 37
Dóttir forseta Bandaríkjanna, John F.
Kennedy, Caroline Kennedy giftist Edwin
Schlossberg árið 1986 í afskaplega sæt-
um kjól. Efra stykki kjólsins einkenndist
af litlum blómum sem og ýktum axlar-
púðum sem var hönnun Narciso Ro-
driguez, lítt þekkts fransks fatahönnuðar.
Solange Knowles, systir Beyonce, giftist Rog Walker í fyrra í þessum einstaka og fallega kjól. Kjóllinn, sem er hönnun
Kenzo, er afar stílhreinn og glæsilegur og minnir Solange jafnvel á egypska faraóinn og gyðjuna Kleopötru.
Kjóll Grace Kelly árið 1956 var sérlega
glæsilegur og enn í dag er hann mörg-
um innblástur. Talið er að hönnuður
brúðarkjóls Kate Middleton hertoga-
ynju hafi meðal annars sótt innblástur
í kjólinn. Helen Rose búningahönn-
uður hjá MGM í Hollywood
hannaði og saumaði kjól-
inn á sínum tíma.
Keira Knightley trítlaði um í sætum
tjullkjól frá Chanel á brúðkaupsdag-
inn sinn. Eftir brúðkaupið lét hún
breyta honum örlítið svo hún gæti
notað hann við önnur tilefni. Sniðugt,
enda synd að klæðast slíkum kjól að-
eins einu sinni.
Stjörnuparið Amal Alamuddin og George Clooney
voru dásamlega flott á brúðkaupsdaginn sinn. Oscar
de la Renta hannaði kjól Amal sem var dýrðlegur.
Árið 1954 gekk goðsögnin og stór-
leikkonan Audrey Hepburn að eiga
leikarann Mel Ferrer. Kjóllinn var efn-
ismikill með fallegum kraga en franski
fatahönnuðurinn Pierre Balmain átti
heiðurinn að kjólnum. Í dag er Balma-
in orðið að stóru tískuhúsi.
John Lennon og Yoko Ono voru einstök hjón og skáru
sig úr fjöldanum, brúðkaupið þeirra var þar ekki undan-
skilið. Yoko Ono valdi sér ekki hefðbundinn brúðarkjól
heldur hvítt mini-pils við háa sokka og flatbotna skó.
Poppy Delevigne klæddist sérhönn-
uðumkjól frá tískuhúsi Chanel.
Dásamlegur í alla staði
og minnti efri hlutinn
örlítið á brúðarkjól
Caroline Kennedy.
Leikkonan Mia Farrow
var aðeins 21 árs þegar
hún giftist Frank Sinatra
árið 1966. Á brúðkaups-
daginn klæddist hún
tvíhnepptum blazer við
látlausan kjól sem þótti
sérlega nýtískulegt.
Árið 1971 gengu Bianca og Mick Jagger, söngvari The Rolling Stones, í það
heilaga í St. Tropez í Frakklandi. Klæðnaður hennar vakti mikla og verðskuld-
aða athygli en hún klæddist flegnum smoking jakka frá Yves Saint Laurent og
skartaði stærðarinnar hatti sem var fullkomnaður með brúðarslöri.
2.8. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 37