Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.08.2015, Page 51

Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.08.2015, Page 51
2.8. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 51 Már Jónsson, prófessor í sagn- fræði við Háskóla Íslands, hefur tekið saman í bók nákvæmar skrár fyrir eignir 96 einstaklinga sem bjuggu á Íslandi á tímabilinu 1722-1820. Þeirra á meðal voru holds- veikur niðursetningur, feðgar sem drukknuðu, rektorsfrú í Reykjavík og örbjarga pipar- sveinn. Lögboðið var að skrá eignir ný- látins fólks og sinntu hreppstjórar því starfi með stakri prýði. Allt var skráð, frá götóttum höttum til slitinna næturgagna. Bókin er hvort tveggja í senn fræðandi og þrælfyndin aflestrar og býður manni að íhuga hversu gott maður hefur það miðað við forfeður sína. Sterbúsins fémunir fram- töldust þessir Tilnefningar til Man Booker-verð- launanna 2015 hafa verið gerðar heyr- inkunnar. Það voru 156 bækur sem kepptust um tilnefningar og 13 komust í fyrstu úttekt. Þetta er í annað sinn sem verðlaunin eru veitt til höfunda af öllum uppruna svo fremi sem þeir skrifi á ensku, en áður voru verðlaunin ein- skorðuð við höfunda frá Bretlandi og Írlandi. Á listanum eru Bill Clegg fyrir Did You Ever Have a Family; Anne Enright fyrir The Green Road; Marilynne Rob- inson fyrir Lila; Anne Tyler fyrir A Spo- ol of Blue Thread; Andrew O’Hagan fyrir The Illuminations; Marlon James fyrir A Brief History of Seven Killings; Tom McCarthy fyrir Satin Island; Sunj- eev Sahota fyrir The Year of the Runa- ways; Laila Lalami fyrir The Moor’s Account; Hanya Yanagihara fyrir A Little Life; Chigozie Obioma fyrir The Fishermen; Anurada Roy fyrir Sleeping on Jupiter og Anna Smaill fyrir The Chimes. Úrslitin verða tilkynnt 13. október næstkomandi. MAN BOOKER 2015 1) Fjölskylda Williams Shakespeare var ansi róttæk á sínum tíma. Einn ættingja hans í móðurlegg, William Arden, var handtekinn og líflátinn fyr- ir þá sök að hafa lagt á ráðin gegn El- ísabetu drottningu fyrstu. 2) Dóttir Shakespeare, Susanna, var getin utan hjónabands, þrátt fyrir nokkuð strangkristilegar venjur í Eng- landi á þeim dögum. Eiginkona Shake- speare, Anne Hathaway (alnafni leik- konunnar sem prýðir myndina hér til hliðar), var komin þrjá mánuði á leið þegar þau gengu í það heilaga. Hún var þá 26 ára gömul. 3) Ævisagnarit- arar Shakespeare hafa ekki hugmynd um hvað hann gerði á árunum 1585-1592. Raunar veit það enginn annar heldur. 4) Faðir Shakespeare fékk greitt fyrir að drekka bjór. Starfsheitið var „ölsmakkari“ og fól í sér að hann rannsakaði gæði brauðs og maltdrykkja. 5) Ekkert upp- runalegt Shakespeare-handrit hefur varðveist. 6) Shakespeare er ættlaus. Öll hans börn létust barnlaus. 7) Í Stratford, sem var heimabær Shakespeare, þekktist hann ekki sem skáld né leik- skáld heldur sem virðulegur kaupsýslumaður og leigusali. HIN HLIÐIN Anne Hathaway lék t.d. ensku skáldkonuna Jane Austin í kvikmynd Julians Jarrold, Becoming Jane, árið 2007. Frú Ráðherra - konur á ráðherra- stól er tæplega 400 blaðsíðna rit sem Edda Jónsdóttir og Sigrún Stef- ánsdóttir tóku saman í tilefni af 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna á Ís- landi. Í bókinni segja 20 ráðherrar, meðal annars Siv Friðleifsdóttir, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Ásta Ragn- heiður Jóhannesdóttir sögu sína og veita þannig lesendum innsýn í líf sitt, jafnframt því sem þær deila reynslu- sögum sínum af íslenskum stjórnmálum. Frásögn kvennanna er einlæg og opinská. Þær segja frá mörgu sem hefur ekki komist í almenna umræðu áður; frá mótunarárum, viðhorfum til leiðtogahlutverks og öðru fróð- legu. Frú ráðherra Frú ráðherra Siv Friðleifsdóttir, Sigrún Stefánsdóttir, Þórunn Svein- bjarnardóttir, Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, Edda Jónsdóttir, Sól- veig Pétursdóttir, Þorgerður Katrín. Morgunblaðið/Styrmir Kári Háskólaútgáfan stendur í stykkinu RJÓMINN FLEYTTUR HÁSKÓLAÚTGÁFAN HEFUR ÁRUM SAMAN STAÐIÐ SÍNA PLIKT Í ÚTGÁFU MERKILEGRA BÓKA. ÞAÐ SEM AF ER ÁRI HEFUR HVER GERSEMIN AF ANN- ARRI KOMIÐ ÚT Á HENNAR VEGUM. HÉR MÁ LÍTA REYKINN AF RÉTTUNUM. Íslenskar alþýðusögur á okk- ar tímum er safn þjóðsagna sem Konrad Maurer safnaði saman á ferðalagi sínu um landið árið 1858 og gaf út á þýsku. Safnið kemur nú út í þýðingu Steinars Matthíassonar á vegum Háskólaútgáfunnar í ritstjórn Rósu Þorsteinsdóttur. Maurer hafði mikil áhrif á þjóðsagnasöfn- un hérlendis. Til að mynda var hann hvatamaður að því að Jón Árnason og Magnús Grímsson héldu áfram söfnun sinni. Alþýðusögur Páll Skúlason hemspek- ingur og fyrrum rektor Há- skóla Íslands hafði nýlokið við að búa bókina til prentunar þegar hann lést í apríl, fyrr á þessu ári. Greinarnar sem birtast í bókinni falla í þrjá flokka: Stjórnmál og samfélag, til- lfinningar og trú, siðfræði og siðmenntun. Í flokk- unum þremur yfirvegar Páll meðal annars stöðu fjöl- miðla, möguleika framtíð- arríkisins, trúna, ellina, siðareglur og tilgang menntunar. Í formála bókar segir Páll að viðleitni hans snúist um að „semja erindi sem fólki finnst vonandi skemmtilegt og fræðandi að lesa.“ Pælingar III BÓKSALA 22.-28. JÚLÍ Allar bækur Listinn er tekinn saman af Eymundsson 1 Konan í lestinniPaula Hawkins 2 Iceland Small World- lítilSigurgeir Sigurjónsson 3 Sagas of the IcelandersÝmsir höfundar 4 Independent PeopleHalldór Laxness 5 Iceland in a BagÝmsir höfundar 6 HamingjuvegurLiza Marklund 7 Marotta’s Tropical WonderlandMillie Marotta 8 NicelandKristján Ingi Einarsson 9 Secret GardenJohanna Basford 10 DavíðsstjörnurKristina Ohlsson Kiljur 1 Konan í lestinniPaula Hawkins 2 HamingjuvegurLiza Marklund 3 DavíðsstjörnurKristina Ohlsson 4 Blóð í snjónumJo Nesbø 5 Ljós af hafiM.L.Stedman 6 Einn plús einnJojo Moyes 7 Tapað fundiðÁrelía Eydís Guðmundsdóttir 8 Auga fyrir augaRoslund & Hellström 9 RótlausDorothy Koomson 10 NáðarstundHannah Kent

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.