Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.08.2015, Síða 8

Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.08.2015, Síða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2.8. 2015 Bandarískur tannlæknir lék illa af sér fyrrí sumar þegar hann drap konung dýr-anna í þjóðgarði í Simbabve, bara að gamni sínu. Hann virðist hafa mútað starfs- mönnum garðsins og leiðsögumönnum með um 7 milljónum króna til þess að lokka ljónið Cecil, sérlega fallegt dýr og eftirlæti allra sem til þekktu, út úr sínu verndaða umhverfi til þess eins að drepa það og með afar lúalegum hætti. Markmið tannlæknisins var að verðlauna sjálf- an sig með uppstoppuðu hræi dýrsins á vegg í stássstofu sinni. Menn nefna þetta „verðlauna- veiðar“. Andstyggilegt fyrirbæri í sjálfu sér að mínu mati, en að allri geðshræringu minni slepptri þó ekki með öllu gagnslaust. Tannlæknirinn alræmdi er einn af þúsundum frístundaveiðimanna sem sækja í verðlauna- veiðar í villtri náttúru Afríku. Ljón, fílar og nashyrningar eru vinsælar bráðir. Þá eru sum dýr veidd í lækningaskyni, til skrauts eða til verndar annarri náttúru. Veiðarnar hafa átt sinn þátt í því að gengið var mjög nærri sum- um dýrategundum. Hvítu nashyrningarnir voru nærri útdauðir um næstsíðustu aldamót, ein- ungis um 20 dýr eftir í Suður-Afríku. Nú er hvíti nashyrningurinn algengasta afbrigðið af nashyrningum, stofninn talinn vera um 20 þús- und dýr. Ástæðuna má rekja til verndarátaks sem meðal annars fól í sér myndun eign- arréttar á dýrunum. Þjóðgarðar seldu dýr til landeigenda sem sáu viðskiptatækifæri í fjölg- un dýranna. Með því að selja takmarkaðan að- gang að veiðum náðu þeir að stýra verðlauna- veiðum og gera sér mat úr þeim. Um leið náðu þeir stjórn á neikvæðum afleiðingum offjölg- unar dýranna á aðrar tegundir og landbúnað. Hugtakið veiðiþjófnaður varð loks til. Sú hætta sem helst steðjar að hvítu nashyrningunum nú er síhækkandi verð á hornum þeirra sem er af- leiðing af viðskiptabanni sem lagt var á undir lok síðustu aldar. Vegna viðskiptabannsins hafa reglur um verðlaunaveiðar víða verið hertar, sem hefur leitt af sér auknar ólöglegar veiðar. Þar með tapast mikilvæg yfirsýn og stjórn á veiðunum. Það kann að hljóma einkennilega en veiðar eru oft mikilvægar við vernd villtra dýra. Það er ólíklegt að jafn vel væri hugsað um íslenskar laxveiðiár ef ekki væru tekjur af stangveiðum. Í kjölfar drápsins á hinum fallega Cecil hefur komið upp sú krafa að ríki banni innflutning á verðlaunadýrum. Fátt kæmi sér verr fyrir villtu dýrin í Afríku. Viðbrögðin við drápinu á Cecil sýna að eignarrétturinn virkar þegar kemur að verndun þeirra. Cecil var í eigu til- tekins þjóðgarðs. Hann var ekki löglegt skot- mark heldur var hann garðinum verðmætur. Leiðsögumenn brugðust skyldum sínum og eiga yfir höfði sér refsingu að lögum. Þannig á það að vera. Ég er Cecil * Verndun villtrar náttúru tekst best þegareignarrétturinn liggur skýr fyrir og hjá þeim sem næst búa. Verðlaunaveiðar eru ein leið til þess að vernda hið villta líf. ÚR ÓLÍKUM ÁTTUM Sigríður Ásthildur Andersen sigga@sigridur.is Twitter er orðið að stað þar sem allir rembast við að koma með bestu brandarana, getur verið fín- asta skemmtun! Leikarinn og grín- arinn Halldór Halldórsson, betur þekktur sem Dóri DNA, tísti skondnu at- viki í lok viku: „Rak við í morgun. Magnea vaknaði og sagði - Ha? Hvað varstu að segja? Án gríns.“ Lára Björg Björnsdóttir, al- mannatengill hjá KOM Almanna- tengslum, er stödd í New York- borg hjá systur sinni, Birnu Önnu. Hún og leikkonan Unnur Eggerts- dóttir fengu áhugaverða at- hugasemd á kaffihúsi nokkru: „„I didn’t know you had a daughter!“ - Ég og Unnur Eggertsdóttir hlið við hlið á Joe Coffee hér hjá Birnu Önnu. (Við systur skiptumst á að útskýra að við erum hvorki mæður né ömmur UE). „Feeling óverð- skuldað“ (Höfum notað flókin og þróuð hrukkukrem frá fermingu).“ Bergur Gunnarsson gerði góðverk í vikulok þegar hann benti er- lendum ferða- manni í mat- vöruverslun á að pilsner væri ekki bjór. „Stöðvaði rétt í þessu erlend- an þriggja barna föður við að kaupa sér 3 kippur af pilsner í Bónus. Sagði honum hvar hann fengi the good stuff.“ Í vikunni varð uppi fótur og fit á samfélagsmiðlum þegar mynd af bandarískum tannlækni fór manna á milli. Tannlæknirinn sat stoltur við hlið félaga á afrískri grund með eitt stykki dautt ljón á milli sín. Maðurinn var samstundis for- dæmdur hérlendis sem og erlendis en Margrét Erla Maack lét viðeig- andi vísu flakka við frétt um atvikið. „Í bernsku blíðri var ég meinhorn og fól, ég mömmu barði oft og hýddi með ól. Hvolpana okkar ég í súpu sauð og gullfiskunum ég smurði oná brauð. Og kattarskarnið ljúfa skar ég á háls þá tók hún mútter til máls. Hvað sagð’ún þá? Hún sagð- ’einn góðan veðurdag: Þú velur fag þar sem að hneigðin þér verður í hag. Þú verður tannlæknir…“ AF NETINU Fjallað var í vikunni um grósku í íslensku rapplífi á heimasíðu The Guardian. Er þar m.a. rætt við Lord Puss- whip, tvítugan íslenskan tón- listarmann, og MC Blæ, eina af Reykjavíkurdætrum. Hún er spurð hvort ekki sé erfitt fyrir íslenska rappara að fara í útrás með tónlistina þar sem textarnir eru svo stór hluti af henni. MC Blær bendir þá á velgengni Bjarkar og Sigur Rósar en tónlistar þeirra nýt- ur fólk um heim allan, þrátt fyrir að skilja ekki textana. The Guardian ræddi m.a. við Lord Pusswhip, til hægri á mynd. Til vinstri er Vrong. Morgunblaðið/Styrmir Kári Íslenskt rapp Vettvangur Huffington Post lét vel af gin- inu „Martin Miller’s gin“ – ekki síst vegna þess að vatnið sem notað er við bruggun ginsins er íslenskt. Er í frétt- inni meðal annars haft eftir David Bromige, stofnanda fyrirtækisins, að vatnið gefi gininu líf. „Flest vatn sem not- að er í áfengi er afjónað, líf- laust. Þetta vatn heldur fjöri sínu, lífleika og yfir- borðsspennu.“ Ginið er bruggað í Eng- landi en í greininni er mælt með því að smakka það frem- ur á eyjunni köldu sem hafi upp á að bjóða magnaðar upp- lifanir er falli vel að gininu. Íslenskt vatn í gin Íslenska vatnið þykir gott heima sem heiman og er m.a. notað til bruggunar á góðu gini. Morgunblaðið/Árni Sæberg

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.