Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.08.2015, Page 10

Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.08.2015, Page 10
10 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2.8. 2015 * Það er dýrmætt að skapa menningu sem hvetur tilnýsköpunar á öllum sviðum og að það sé í lagi aðgera mistök svo framarlega sem við lærum af þeim.“ Sigrún Ragna Ólafsdóttir, forstjóri VÍS, í Frjálsri verslun Landið og miðin SIGURÐUR BOGI SÆVARSSON sbs@mbl.is UM ALLT LAND ESKIFJÖRÐUR Eskja hf. á Eskifirði hefur sótt um nýtt athafnasvæði til að byggja upp frekari starfsemi tengda fyrirtækinu RANGÁRVELLIR Biskup Íslands hefur auglýst laust til umsóknar embætti sóknarprests í Oddaprestakalli á Rangárvöllum. Sá sem brauðið fær mun þurfa að sinna um 1.100 sálum, það er í Keldna-, Þykkvabæjar- og Oddasókn síðastne YE SELFOSS Fjölskylduhátíðin Sumar á þar eystra um aðra helgi. Árborgar stendur fyrir há var haldin í júnímánuði en helgina í ágúst. Meðal dags föstudagskvöldið 7. ágúst um SKAGAFJÖRÐUR Skagafjörður hefur verið Gæðaáfangastaður Ísland rkjum svonefnds Eden-verkefnis fu er markmiðið að vekja athyg fjölbreytileika og einkennum evrópskra a, þar álfbærni er angspunktur. mað 2015 var matartengd ferðaþjónusta og þótti anek fnið Herðubreið er drottning ís-lenskra fjalla. Rís há ogdraumfögur á sléttunni og er tignarleg að sjá, sama úr hvaða átt til hennar er litið. Því kom ekki á óvart árið 2002, þegar Land- vernd efndi til kosninga um Ís- lenska þjóðarfjallið, að Herðubreið hlyti sæmdarheitið. Í tímans rás hefur þjóðarfjallið orðið ótalmörg- um að yrkisefni; ljósmyndurum, rithöfundum, listmálurum og fleira. Fjallið á meiri ítök í þjóðarsálinni enmargir ætla. Stapinn stendur eftir Á ferðalögum um landið síðustu ár hefur sá sem þetta skrifar stund- um veitt því eftirtekt hvernig nokkrum fjöllum svipar til Herðu- breiðar. Þau eru öll háir og form- fastir stapar, en slíkir myndast í eldsumbrotum undir jökli. Í allra einföldustu útgáfu jarðvísindanna er atburðarásin þá sú, að þegar jökullinn sem umlukt hefur fjallið hverfur stendur stapinn eftir sem kringlótt fjall með hamrabrúnum og dyngju á flötum toppi. Staparnir eða fjöllin sem hér verða gerð að umfjöllunarefni eru íslensk þjóðarfjöll. Systkini fjalla- drottningar. Eða auðvitað er best að segja hlutina skýrt og skorinort, að þetta er hirðin. Íslenska kon- ungsfjölskyldan. Inn af uppsveitum Borg- arfjarðar, séð í austur frá Holta- vörðuheiði, er Eiríksjökull sem er 1.675 metrar á hæð og hæsta fjall Vesturlands. Jökulkollurinn er ofan á hamragirtum grágrýtiskolli stap- ans, en sem slíkt er það eitt hið stærsta í heimi. Margt í svip Herðubreiðar og þessa kennimarks Borgarfjarðarhéraðs er svipað og víst er að „ískaldur Eiríksjökull veit allt sem talað er hér,“ segir í ljóði Jónasar Hallgrímssonar. Tign jökulsins er mikil og fjallið ekki árennilegt, enda reyna gönguhrólf- ar sig við flest önnur fjöll. Þrjú systkinafjöll Á Suðurlandi eru þrjú „systk- inafjöll“ og öll á sama eldgosabelt- inu. Hrafnabjörg eru austarlega í Þingvallaþjóðgarði, ofan við Gjá- bakka. Fjallið er 763 metrar á hæð og ber nokkurn svip Herðubreiðar. Er girt hömrum í efstu skriðum en vantar þó þann hvíta kúf sem setur svo sterkan svip á þjóðarfjallið fræga. Hlöðufell, sem er á háslétt- unni ofan við Laugardalinn og sunnan Langjökuls, er í raun miklu líkara Herðubreið. Það er tilkomu- mikill móbergsstapi sem er 1.188 metrar hæð en sést ekki nema af völum stað úr byggð. Í góðri sjón- línu er þessi Herðubreið Suður- landsins úr ofanverðu Grímsnesinu þegar ekið er að Laugarvatni og af Biskupstungnaafrétti, til dæmis of- an við Gullfoss. Sé haldið norður Kjöl er að minnsta kosti eitt þjóðarfjall á leið- inni, það er Kjalfell. Það er inni á reginfjöllum, það er í Kjalhrauni, ÍSLAND Systkini drottningar HERÐUBREIÐ ER Í ÖNDVEGI ÍSLENSKRA FJALLA. EN DROTTNINGIN ER EKKI EIN. SÉU FLEIRI FJÖLL TALIN MEÐ VERÐUR ÚR ÞVÍ HEIL KONUNGSFJÖLSKYLDA. MÖRG FJÖLL Í ÞEIRRI HIRÐ ERU SUNNAN HEIÐA. Tignarleg í auðninni rís Herðubreið sem árið 2002 var valin þjóðarfjall Íslendinga. Fjallið hefur tignarlegan svip og er fallegt sama úr hvaða átt til þess er litið, en þess mynd er tekin af Fljótsdalsheiði á leiðinni inn að Kárahnjúkum. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Hrafnabjörg í Gjábakkahrauni við Þingvelli hafa skýran Herðubreiðarsvip. Fjallið er auðkleift, en allt þetta svæði nýtur mikilla vinsælda meðal gönguhrólfa.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.