Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.08.2015, Page 12
M
itt á meðal eins
og hálfs milljarða
Kínverja býr 26
ára Íslending-
urinn Helgi
Steinar Gunnlaugsson, háskólanemi
og uppistandari. Hann hefur búið í
Kína í fjögur ár, nú í Peking þar
sem hann leggur stund á meist-
aranám í alþjóðsamskiptum við Há-
skólann í Peking.
Áhuginn á Kína kviknaði þegar
hann var í menntaskóla í Banda-
ríkjunum en boðið var upp á kín-
versku á síðasta árinu. „Ég kolféll
alveg fyrir málinu. Fyrir tilviljun
var svo útskriftarferð á vegum
skólans til Kína árið sem ég út-
skrifaðist,“ segir Helgi. Eftir að
hann flutti til Íslands hóf hann
nám í kínversku og fór síðar í sum-
arskóla til Ningbo, sem er sunnan
við Shanghai. Það var ekki aftur
snúið. „Eftir það hef ég verið
fastagestur í landinu og kláraði
meðal annars BA-gráðuna mína í
kínverskum fræðum í gegnum há-
skólann í Ningbo.“
Dásamlegt fólk í Kína
Helgi Steinar unir sér vel í Kína.
Hann segir það besta við landið án
efa vera mannlífið. „Kínverjar eru
dásamlegt fólk og hvað þá ef mað-
ur talar tungumálið. Þeir eru alltaf
svo forvitnir að vita allt um útlend-
inga, enda búnir að vera lokaðir af
frá umheiminum dágóðan tíma. Ef
þú týnist eða þarft aðstoð er aldrei
skortur á fólki sem er meira en
tilbúið að hjálpa þér,“ segir Helgi.
Helgi fer mikið út að borða með
vinum sínum sér til skemmtunar.
„Það er hlegið og drukkið og mað-
ur finnur alveg hlýjuna frá fólkinu
hér,“ segir hann. Hins vegar segir
hann margt geti farið í taugarnar á
sér. „Það er mikil mannmergð í
Kína og það virðast ekki allir
kunna að standa í röð,“ segir hann.
Notar hökkunarforrit
Helgi segir að stjórnarfarið í Kína
hafi ekki bein áhrif á hans líf. „Ég
get náttúrlega ekki talað fyrir
hönd hins almenna Kínverja, en í
daglegu lífi hefur stjórnarfarið lítil
sem engin áhrif á mig. Burt séð
frá því að þurfa að nota hökkunar-
forrit til að geta komist inná Face-
book, Twitter eða Youtube (síður
sem eru bannaðar í Kína) þá geng-
ur allt bara sinn vanagang,“ segir
hann.
Stjórnarfarið í Kína kallar Helgi
„einræðisharðstjórn með áætlaðan
kapítalískan efnahag“. Hann segir
að nánast engin sósíalísk þjónusta
sé lengur til staðar eins og maður
myndi búast við af kommúnista-
landi og í stórborgum landsins sé
varla lengur til pláss fyrir allar
þær auglýsingar og sportbíla sem
eru á hverju götuhorni. „Fyrrum
leiðtogi Kína, Deng Xiaoping, orð-
aði þetta ágætlega þegar hann var
spurður hvernig kerfi Kína væri
með: „Við gerum bara það sem
virkar og köllum það síðan sósíal-
isma.““
Spilling og gremja
„Kínverskur almenningur er frek-
ar ánægður að geta lifað í sátt og
samlyndi og átt fyrir mat. Þó hef-
ur aukist á síðustu árum gremja,
aðallega í garð spillingar,“ segir
Helgi. Samkeppnin er gríðarlega
hörð að sögn Helga og hann segir
að þeir sem vilja láta drauma sína
rætast þurfa að leggja mikið á sig
í námi eða vinnu. „Það er kald-
hæðnislegt að ánægðasta fólkið
sem ég hitti er fólkið í sveitum.
Bændur og vinnumenn sem eiga
miklu minna en bankamennirnir í
Shanghai. En hjá þeim sést sjald-
an bros á vör.“
Hefur smakkað rottur
Ýmislegt kemur útlendingum í
Kína spánskt fyrir sjónir og þurfa
ferðamenn að vara sig á að láta
ekki svindla á sér. „Viðskiptamenn-
ing þeirra er voða hörð og þó svo
að það sé ekki nema vara upp á
200 krónur þá er allt gert til að fá
sem mest út úr vasanum þínum,“
segir hann. Helgi segir að mat-
urinn sé mjög góður en hann hefur
smakkað ýmislegt sem ekki sést á
borðum Íslendinga. „Ég hef lagt
munn á froska, snáka, rottur og
engisprettur á priki en þær eru
með pínu beikon bragði. En eitt
gott ráð sem ég fékk þegar ég kom
hingað fyrst var: „Ekki vera alltaf
að spyrja hvað hitt og þetta er,
smakkaðu það bara. Ef þér finnst
það gott þá bara borðarðu meira,
ef ekki þá bara ferðu í næsta
rétt,““ segir Helgi en í uppáhaldi
hjá honum er Kong Pao-kjúklingur
sem er alls staðar fáanlegur.
Uppistand í uppáhaldi
Helgi Steinar ver frítíma sínum að-
allega í uppistand en hann komst
nýlega í fréttirnar hér heima vegna
afskiptis lögreglu. En við byrjum á
byrjuninni og blaðamaður spyr
hvernig þetta hófst allt saman.
Helgi segir að hann hafi flutt sitt
fyrsta uppistand í Bandaríkjunum
þegar hann var 14 ára á „open
mic“-kvöldi og haldið nokkrar sýn-
ingar það sumar í háskólanum þar.
Þegar hann svo kom til Peking síð-
asta sumar fann hann uppistands-
klúbb. „Síðan þá hef ég stundað
þetta á fullu og finnst fátt
skemmtilegra,“ segir hann. Helgi
fer gjarnan til annarrar borgar
með sýningar en er einnig með
uppistand víðs vegar um Peking.
Yfirheyrður af lögreglu
Eitt kvöld fyrir skemmstu voru
þeir uppistandsfélagar klagaðir til
yfirvalda og lögreglan mætti á
staðinn. „Þetta örlagaríka kvöld
þar sem lögreglan mætti var frek-
ar sérstakt. Við höfðum aldrei lent
í öðru eins og þetta kom okkur al-
gjörlega í opna skjöldu. Þetta var
nýr bar sem hafði leyft okkur að
flytja uppistand og þetta gerðist á
fimmta kvöldinu okkar þar. Málið
var að þetta byrjaði mjög vel og ég
held að við höfum meira að segja
þrefaldað viðskiptin á þessum stað
með þessum kvöldum. Það má
segja að þetta gengi kannski „of
vel“. Við fengum aldrei að vita ná-
kvæmlega hver það var sem klag-
aði eða af hverju lögreglunni
fannst nauðsynlegt að mæta og
koma fram við nokkra grínista eins
og þeir væru í einhverri hryðju-
verkastarfsemi,“ segir Helgi. Hann
segir að konan sem rekur barinn
hafi sagt að einhver hefði tilkynnt
að verið væri að segja slæma hluti
um Kommúnistaflokkinn og vildi
lögreglan vita hvaða ummæli það
væru. „Við komum upp með nokkr-
ar skemmtilegar samsæriskenn-
ingar, en ákváðum bara í lokin að
taka smá pásu frá þessum stað,“
segir hann.
Hálfstressaður næstu daga
„Ég var bara yfirheyrður á staðn-
um. Það var engin ástæða til að
fara með mig niður á stöð þar sem
ég hafði náttúrlega þannig séð
ekki gert neitt rangt. Málfrelsi er
lagalega varið samkvæmt 35.
grein kínversku stjórnarskrár-
innar. Það þýðir að ef ríkisstjórnin
vill fara á eftir fólki sem segir
eitthvað sem þeir þola ekki, þá
finna þeir eitthvað annað eins og
skattsvik eða aðra „glæpi“ til að
þagga niður í fólki. Í okkar tilfelli
Uppistand
í Kína
HELGI STEINAR GUNNLAUGSSON NÝTUR LÍFSINS Í KÍNA ÞAR SEM HANN NEMUR ALÞJÓÐA-
SAMSKIPTI. FRÍTÍMINN FER Í UPPISTAND SEM VAKIÐ HEFUR ATHYGLI MARGRA, ÞAR Á
MEÐAL LÖGREGLUYFIRVALDA. HELGI SEGIR ÍSLENDINGA GETA LÆRT MIKIÐ AF KÍNVERJUM.
Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is
Helga finnst fátt
skemmtilegra en
uppistand en hann
fer víða um Kína
með sýningar.
12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2.8. 2015
Svipmynd