Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.08.2015, Qupperneq 14

Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.08.2015, Qupperneq 14
Heilsa og hreyfing Meinhollir fíflar í matinn Morgunblaðið/Golli *Margir hamast við að rífa fífla upp úr görðumsínum og eitra jafnvel fyrir þeim líka. Þeir eruþó ekki einungis til ama, því þeir eru mein-hollir! Rétt er að tína þá þar sem umferð erlítil og þvo þá. Nýta má trefjarík laufblöðin,ræturnar sem innihalda steinefni og blóm-hausana, en þeir eru ríkir af A-, B-, C- og D- vítamínum. Fíflar eru tilvaldir í salöt, sjeika og út í grjónarétti, t.d. hrísgrjón og kínóa. H úðvörur úr Bioeffect-vörulínu ís- lenska fyrirtækisins Sif Cosmetics, dótturfyrirtækis Orf líftækni, hafa vakið talsverða athygli síðan þær komu á markað fyrir fáeinum árum, ekki síst svokallaðir EGF-húðdropar, en vörurnar þykja einstakar á heimsvísu. Liggur galdurinn m.a. í vinnslu EGF-frumuvakans (e. epidermal growth factor), vaka sem er að finna í húðinni og örvar þar fjölgun, vöxt og sérhæfingu frumna en frumuvakinn sem notaður er í Bioeffect- vörurnar er framleiddur í fræi byggplöntu. Fyrr í sumar kom hingað til lands þekktur bandarískur húðlæknir, dr. Ronald Moy, en hann hefur síðustu ár gert rannsóknir á virkni EGF-frumuvakans frá Orf líftækni. Dr. Moy er fyrrverandi formaður samtaka bandaríska húð- lækna. Ekki sambærilegt við neitt annað „Ein af rannsóknum mínum á EGF-frumuvak- anum hefur þegar verið birt en hinar tvær verða birtar fljótlega,“ segir dr. Moy. „Ein rannsóknin var um poka undir augum, önnur var um marbletti á eldra fólki (e. senile purp- ura) og sú þriðja um ör eftir bólur. Öll þessi húðsvæði eiga það sameiginlegt að vera mjög þunn. Til dæmis batnar útlit poka undir augum ef hægt er að þykkja húðina, því þá strekkist á henni. Þetta gildir líka um hin þunnu húð- svæðin.“ Dr. Moy sýndi fram á það að átta vikna notk- un EGF-frumuvaka á marbletti eldra fólks hafði þau áhrif að húðin á marða svæðinu þykknaði en húðþykktin var mæld með óm- mælingum. „Alls staðar í heiminum – nema hér – er þessi frumuvaki framleiddur með líftæknilegum aðferðum úr E. coli bakteríum. Vísindamenn- irnir hér hugsa allt öðruvísi og vinna frumuvak- ann úr byggi í stað baktería, sem gerir það að verkum að íslenski EGF-frumuvakinn er stöð- ugri og án endotoxína, sem geta leitt til óstöð- ugleika. Ég hef komið víða við og starfað sem húðlæknir í þrjátíu ár en íslenski EGF-frumu- vakinn og áhrif hans eru það magnaðasta sem ég hef séð hingað til. Það er í raun ekki hægt að bera hann saman við neitt, þessar niður- stöður eru t.d. mun betri en það sem sést eftir meðferð með retinoic-sýru,“ segir dr. Moy. Lítil vísindi á bak við flestar húðvörur En nú þegar nýjar húðvörur koma á markað svo til daglega og lofa allar kraftaverki, er þá ekki eðlilegt að neytendur séu tortryggnir í garð húðvara á borð við EGF-vörurnar? „Jú, það er það,“ segir dr. Moy. „En sann- leikurinn er sá að 99% húðvara hafa engin vís- indi eða rannsóknir á bak við sig – húðvörur með andoxunarefnum hafa til dæmis notið vin- sælda, en þar á bak við eru enn engin raun- veruleg, traust vísindi heldur mestmegnis kenn- ingar. Sumar húðvörur eru síðan eingöngu prófaðar á dýrum en ekki mönnum og það er einfaldlega ekki sambærilegt,“ segir húðlækn- irinn og bætir því við að fyrir utan EGF-frumu- vakann sé retinoic-sýra það efni sem hvað mestar rannsóknir liggja á bak við. „En þegar litið er nánar á þær rannsóknir, þá kemur í ljós að meirihluti fólks upplifir óþægindi í húð við notkun og eftir tólf vikna notkun er árangurinn oft lítill. Þetta eru ekki alvöru niðurstöður, eins og það sem við sjáum með EGF-frumuvak- anum. Auðvitað er ódýrara og auðveldara fyrir snyrtivörufyrirtæki að nota efni í húðvörur sem hafa í raun litla virkni heldur gefa fyrst og fremst raka. Frumuvakinn er dýr, en hann virkar. Framtíð snyrtivara liggur í genakrem- um, að mínu mati, og EGF-frumuvakinn virkar einmitt á genin.“ Dr. Moy er bjartsýnn á framtíð íslenskra rannsókna á þessu sviði og býst við því að fleiri frumuvakar eða vaxtarþættir muni verða upp- götvaðir á næstunni. Fyrrverandi formaður banda- ríska húðlæknasambandsins, dr. Ronald Moy, hefur rannsakað íslenska EGF frumuvakann og segir niðurstöðurnar ótrúlegar. Morgunblaðið/Styrmir Kári ÍSLENSKUR FRUMUVAKI GEFUR FRÁBÆRAR NIÐURSTÖÐUR „Það magnaðasta sem ég hef séð“ BANDARÍSKI HÚÐLÆKNIRINN DR. RONALD MOY SEGIST ALDREI HAFA SÉÐ NEITT Í LÍKINGU VIÐ ÍSLENSKA EGF-FRUMUVAKANN OG AÐ VINNSLA HANS SÉ EINSTÖK Á HEIMSVÍSU EN HANN ER UNNINN ÚR BYGGI Í STAÐ BAKTERÍA. Guðrún Ingibjörg Þorgeirsdóttir gith@mbl.is Dr. Moy gefur lesendum tvö góð ráð til að bæta húðheilsu sína. – Rannsóknir sýna að flestallir verða fyrir húðskemmdum vegna geisla sólar, jafnvel á kvöldin og nóttunni. Skemmdirnar verða á erfðaefni húðfrumnanna en þær er hægt að fyrirbyggja eða minnka líkur á með því að nota sólarvörn daglega, líka á kvöldin og inni við. – Húðvörur með DNA-viðgerðarensímum segir dr. Moy að geti lagað DNA-skemmdir í húðfrumum vegna sólargeisla og þannig komið í veg fyrir húð- krabbamein. Kremin koma auk þess í veg fyrir þynningu húð- arinnar. Dr. Moy mælir með notk- un slíkra krema að kvöldi til. Sólarvörn og viðgerðar- ensím

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.