Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.08.2015, Qupperneq 16
16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2.8. 2015
Heilsa og hreyfing
Niðurstöðurnar komu rannsakendum
nokkuð á óvart, því algengt er að karlmenn
lýsi fæðingu fyrsta barns síns sem eins konar
„lykilaugnabliki“ í lífi þeirra, þeir finna að þeir
vilja vera til staðar fyrir barn sitt í framtíðinni
og taka ákvörðun um að breyta lifnaðar-
háttum sínum til batnaðar, hafi eitthvað vant-
að þar upp á. Þannig strengja sumir karl-
menn þess heit að hætta að reykja, draga úr
drykkju, byrja að fara út að hlaupa og borða
hollari mat eftir fæðingu frumburðarins.
Þessi heit virðast þó ekki skila sér sem skyldi
og er auðvelt að sjá fyrir sér mögulegar
ástæður þess. Mikil vinna fylgir ungbarni,
ekki síst fyrsta barni, og ekki víst að mikill
tími gefist til hlaupatúra. Svefnleysi og þreyta
geta líka stuðlað að þyngdaraukningunni.
Breytingar á líkama og heilsu kvenna á með-
an á meðgöngu stendur og eftir barnsburð
hafa mikið verið rannsakaðar og ræddar síð-
ustu ár. Er þar til dæmis rætt um þyngdar-
aukningu kvenna á meðgöngu. Breytingar á
heilsu feðra hafa hins vegar nær enga athygli
fengið, en í sumar var birt rannsókn er tók
til 10.253 karlmanna og athugaði breytingar
á BMI-stuðli þeirra í tengslum við fæðingu
fyrsta barns. Rannsóknin var birt í tímaritinu
American Journal of Men’s Health. Nið-
urstöður rannsóknarinnar benda til þess að
mæður séu ekki einar um að þyngjast á
meðgöngu, því þeir karlmenn sem eignast
höfðu eitt barn voru að meðaltali tæpum
tveimur kílóum þyngri en barnlausir karl-
menn.
HEILSA NÝBAKAÐRA FEÐRA
Feður þyngjast líka
í kjölfar fæðingar
Lítið hefur verið fjallað um heilsu karlmanna í kjölfar barneigna en skv. nýrri rannsókn þyngjast þeir
að meðaltali um tvö kíló eftir fæðingu fyrsta barns, í samanburði við barnlausa karlmenn.
Morgunblaðið/Eggert
Seven Minute Workout Snyrtilegt og
fallega hannað app sem setur fram stuttar
en laggóðar æfingar. Notandinn getur sjálf-
ur stillt appið eftir því hvaða líkamshluta
hann vill þjálfa hverju sinni. Einnig er hægt
að stilla lengd æfinganna, frá rúmum sjö
mínútum í tæpar fjörutíu. Appið er því tilvalið fyrir þá sem
hafa lítinn tíma en vilja nýta hann vel – sem sagt flesta.
MapMyRun Þetta app er líklega ekki nýtt
fyrir marga en er þó vel að því komið að
vera nefnt á ný. Appið heldur utan um svo
til alla hreyfingu notandans, mælir vega-
lengdir, áætlar brenndan hitaeiningafjölda,
hraða og svo mætti lengi áfram telja. Einnig
má vista leiðir í appinu og nota aftur – upplagt fyrir þá sem
hlaupa alltaf sömu leiðina. Einu sinni í viku fær notandinn
síðan tölvupóst sem inniheldur tölfræði yfir æfingar hans þá
vikuna.
Fitnet Við eigum öll a.m.k. einn vin eða
vinkonu sem þreytist ekki á því að monta
sig af ræktardugnaði eða hollum prótín-
þeytingum á Facebook og Instagram.
Kannski ert þú sá vinur sjálf/ur – og þá hef-
urðu líklega veitt því athygli að ekki hafa
allir jafngaman af slíkum stöðuuppfærslum. Nú er kominn
sérstakur samfélagsmiðill fyrir mont af þessu tagi – Fitnet –
og þar er hægt að monta sig að vild, í friði fyrir úrillum só-
fakartöflum.
Pump up Þetta app gengur skrefinu
lengra í nýtingu tækninnar. Notandinn velur
sér myndband með æfingum sem hann horf-
ir á og framkvæmir æfingarnar um leið.
Myndavélin á síma eða spjaldtölvu notand-
ans fylgist síðan með honum á meðan hann
spriklar og gefur honum endurgjöf fyrir frammistöðuna jafn-
óðum!
Substitutions Ef þú ert með ofnæmi fyr-
ir einhverjum fæðutegundum, vilt forðast
þær heilsu þinnar vegna eða finnst þær
hreinlega vondar, þá gæti þetta app komið
þér að góðum notum. Appið leggur fram til-
lögur að fæðutegundum sem komið gætu í
staðinn fyrir þá sem notandinn vill forðast.
Noom Coach Matardagbækur hafa sann-
arlega sýnt fram á ágæti sitt, líkt og þeir
vita sem hafa haldið slíka dagbók að ein-
hverju marki. Það getur hins vegar verið
flókið að reikna sjálfur út næringu í hverj-
um skammti og einnig er hætt við því að
minnisbókin gleymist í amstri dagsins. Noom Coach leysir
þetta en appið er matardagbók fyrir símann. Stór gagna-
grunnur með upplýsingum um ýmsar fæðutegundir hjálpar
notandanum að reikna út næringargildi fæðunnar. Appið
gerir þar að auki tillögur að breytingum til hins betra fyrir
notandann, út frá núverandi mataræði.
Twilight Margir nota ýmis snjalltæki
rétt fyrir svefninn en bláa skjábirtan sem
þau stafa frá sér getur haft vekjandi áhrif
á heilann og þannig gert fólki erfiðara fyr-
ir að sofna. Appið Twilight minnkar bláu
birtuna smám saman eftir því sem líður á
kvöldið og dregur þannig úr vandanum. Önnur en vissu-
lega ekki alveg jafn tæknileg lausn væri að sleppa síman-
um fyrir háttinn og lesa bók í staðinn.
Lumosity Heilsa snýst um fleira en að
hlaupa hratt og borða gulrætur – það
skiptir líka máli að halda toppstykkinu í
toppformi. Þar kemur þetta app sterkt inn
en einhverjir kannast líklega við fyr-
irbærið því heimasíða Lumosity hefur ver-
ið vinsæl í nokkur ár. Notendur brjóta heilann yfir
skemmtilegum þrautum í nokkrar mínútur, þrisvar sinnum
í viku, og fylgjast í kjölfarið með snerpu hugans snar-
aukast á mettíma.
SNJALLSÍMINN LÉTTIR HEILSURÆKTINA
Öræfingar,
betri svefn
og heilabrot
Fleira er hægt að gera í snjallsímanum en kíkja á Facebook – nú getur síminn þinn sagt þér hversu vel þú gerir líkamsræktar-
æfingar, haldið utan um mataræði þitt og fundið fyrir þig mat í stað fæðu sem þú vilt forðast.
Morgunblaðið/Styrmir Kári
TÆKNINNI FLEYGIR FRAM OG ÓFÁIR ERU
NÚ ÞEGAR TEKNIR AÐ NÝTA HANA HEILSU
SINNI Í HAG. ÝMISS KONAR GRÆJUR ER HÆGT
AÐ KAUPA FYRIR FÚLGUR FJÁR EN
MEÐ ÞVÍ NOTENDAVÆNNA ERU SMÁFORRIT
Í SNJALLSÍMANN. SUNNUDAGSBLAÐIÐ
TÓK SAMAN NOKKUR SNIÐUG ÖPP.
Guðrún Ingibjörg Þorgeirsdóttir gith@mbl.is
Algengt er að fólk velti því fyrir sér hvort eðlilegt sé að vakna upp í svitakófi. Oftast er um-
hverfisþáttum um að kenna, þ.e. of hátt stilltum ofni, lokuðum gluggum og þykkum ábreiðum.
Nætursviti getur líka verið aukaverkun lyfja, t.d. sumra tegunda af pillunni. Sömuleiðis getur
breytingaskeiði kvenna verið um að kenna. Ef skýring er óljós, er rétt að leita læknis.
Er eðlilegt að svitna á nóttunni?