Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.08.2015, Page 20

Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.08.2015, Page 20
Í slendingur sem hefur ekki komið til Suðaustur-Asíu er eins og spói sem hef- ur ekki komið út í móa. Þetta sagði maður sem hefur verið búsettur í Taí- landi undanfarin ár og sýndi ekki á sér fararsnið, enda móinn kjörlendi spó- ans eins og Taíland er, að hans sögn, fyrir okkur Norðurlandabúa. Það er vel skiljanlegt hvað hann meinti. Fyrir utan það augljósa, það er að segja stöð- uga sól, góðan mat og ódýrt verðlag, má tína margt til máli hans til stuðnings. Ég staðfesti af eigin reynslu það sem sagt er, að það er gott að vera túristi í Taílandi. Landið er mun betur í stakk búið en nágrannar þess til að mæta ferðamannaflaumnum með allar sínar fjölbreyttu þarfir, og það er jafnvel talað um að það sé rótgróið í taílenskri menningu að gera vel við gesti sína og taka mönnum með brosi og hlýhug. Án þess að ég vilji alhæfa um eina menningu eða aðra virtist staðalímyndin um brosandi Taílendinginn eiga sér einhverja stoð í raunveruleikanum, eða slík er í öllu falli upplifun túristans í landinu. Það virðist vera að sama að hverju maður leitar hafi Taíland upp á það að bjóða. Vilji maður einfaldlega liggja makindalega í sólinni finnst varla betri stað- ur til þess, leiti maður náttúrufegurðar er hún gífurleg, maturinn er ótrúlega margslunginn og góður, menningarleg arfleifð er framandi og merkileg og svona mætti lengi telja. Ætli það sé ekki eins með spóann, að hann finni hvað sem hann leitar að úti í móa? Ég á góðar minningar um höfuðborgina Bangkok, mun rólegri „höfuðborg norðursins“ Chiang Mai og nágrenni hennar og eyjunum Phi Phi, Kho Tao eða „skjaldbökueyjunni“ og Kho Phangan, og vil ólmur leggja leið mína aftur í átt til Taílands þegar færi gefst. Þangað til húki ég hér heima eins og spói fjarri móanum — fiskur á þurru landi — og bý mig undir skammdegið með minn- ingar ferðalagsins mér til huggunar. FJÖLBREYTT LAND OG FRAMANDI „Taíland er kjörlendi Íslendingsins“ Ljósmynd/Pixabay SVO VIRÐIST VERA SEM HVAÐ SEM MAÐUR LEITAR AÐ SÉ AÐ FINNA Í TAÍLANDI. ALLT FRÁ BLÚSSANDI ORKU HÖFUÐBORGARINNAR TIL MAKINDALEGRAR SÆLU SUÐRÆNNA SMÁEYJA OG ALLT ÞAR Á MILLI. Matthías Tryggvi Haraldsson mth@mbl.is „Eyjahopp“ kallast á ensku „Island hopping“ og er ný og skemmtileg tegund af túrisma. 20 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2.8. 2015 Ferðalög og flakk Marga dreymir eflaust um makindalegt líf á paradísareyju, en þegar við sjáum fyrir okkur eyjarnar í para- dísardraumum okkar gætum við allt eins verið að ímynda okkur litla eyju í Taílandsflóa. Fyrir marga eru eyjaklas- arnir eflaust ein helsta ástæðan til að gera sér ferð til Taílands. Svokallað „eyjahopp“ er orðin vinsæl tegund túr- isma sem felst í því að skoða sem flestar eyjarnar með stuttri dvöl á hverri þeirra, og er vel þess virði að prófa. Á mörgum eyjunum má finna viðurkennda köfunarskóla og gætur nám við þá verið ævintýri líkast. EYJAFJÖLD Í SUÐRÆNNI SÆLU Ljósmynd/Pixabay

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.