Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.08.2015, Qupperneq 33

Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.08.2015, Qupperneq 33
2.8. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 33 * Þetta snýst ekki um að binda vonirvið tæknina, þetta snýst um aðbinda vonir við fólkið. Steve Jobs Google er í miðri lagadeilu við frönsk yfirvöld um gagnavörslu. Málið snýst um hversu langt evrópski „rétturinn til að gleymast“ nær. Evrópskir dómstólar úrskurðuðu á síðasta ári að samkvæmt „réttinum til þess að gleymast“, ættu þeir þegnar sem vildu, réttmæta kröfu á að láta fjarlægja sig og upplýsingar varðandi sig af listum leitarvéla. Var þetta ekki síst hugsað í tilfelli neyðarlegra eða niðrandi upplýsinga sem væru á evrópskum leitarvélum. Google varð við beiðninni og gerði milljónir síðna óaðgengilegar á evrópskum leitarvélum eftir að not- endur báðu fyrirtækið um það, að því tilskildu að upp- lýsingarnar féllu undir þann flokk að vera „ófullnægj- andi, óviðkomandi, ekki lengur viðkomandi, ofaukið, eða ekki almenningi til hagsbóta.“ CNIL í Frakklandi espar Google Google heldur því fram að dómurinn nái bara til léna sem heyra undir Evrópusvæðið, en CNIL (Commission Nationale de l’Informatique et des Libertés) í Frakk- landi hefur haldið því fram að úrskurðurinn eigi að ná til allra landa. Þessu andmælti Google síðasta fimmtudag og bað CNIL að draga fullyrðinguna til baka. Neyðist Google til að verða við úrskurði CNIL þýðir það að leitarvélarnar þyrftu ekki aðeins að taka upplýsingar af leitarsvæðum á borð við google.co.uk, heldur einnig af öðrum lénssvæðum, til að mynda google.com (Banda- ríkjunum), google.com.co.in (Indlandi), google.com- .co.ca (Kanada) og google.com.co.br (Brasilíu). Þrátt fyrir að upplýsingar séu fjarlægðar undir því yf- irskini að sá er málið snertir hafi „réttinn til að gleym- ast“ þýðir það ekki að upplýsingarnar séu teknar af vefnum, né netinu í heild sinni. Það merkir eingöngu að upplýsingarnar séu ekki innan handar fyrir ákveðinn hóp gegnum einfalda leit með leitarvélum, líkt og Go- ogle. Google sendir frá sér tilkynningu síðasta fimmtudag að ekkert eitt land ætti að hafa úrslitavald yfir því hvaða upplýsingar fólk í öðrum löndum hefði aðgang að. CNIL hefur aftur á móti svarað því til að sum andmæli Google komi málinu hreint ekki við og það gæti tekið allt að tvo mánuði að skoða áfrýjun Google áður en sambandið ákveður hvort það eigi að draga úrskurð sinn til baka, eða halda áfram í sókn. GLEYM MÉR EI Google og franska ríkið deila um „réttinn til að gleymast“ Google og franskir embættismenn eru ekki sammála um upplýsingar. Google hefur áfrýjað úrskurði. Þegar septembermánuður gengur í garð á tölvurisinn Apple það allajafna til að beina öllum sviðs- ljósum á nýjasta iPhone-snjallsím- ann. Þá er vaninn að greina frá öllum þeim undursamlegu nýju tæknibrellum sem síminn hefur uppi í erminni. Snjallsíminn verður hinsvegar að öllum líkindum ekki eina græjan sem Apple kynnir til leiks í haust. Bandaríski tölvurisinn ætlar nefnilega að svipta hulunni af nýrri útgáfu af sjónvarpsgræju sinni, Apple TV. Í tilkynningu segir að nýja útgáfa græjunnar muni hafa til að bera stærra geymslupláss, hraðari örgjörva, nýja og betr- umbætta fjarstýringu og stýrikerfi þar sem hægt verður að notast við raddstýringu. Tilkynningin átti upphaflega að líta dagsins ljós fyrr í sumar á al- þjóðlegri ráðstefnu á vegum Apple, en við það tilefni tilkynnti tölvurisinn þess í stað nýja tón- listarveitu, Apple Music, til leiks. Stóra spurningin að svo stöddu er hinsvegar sú hvort hið nýja Apple TV muni einungis fela í sér sama úrval sjónvarpsefnis og hef- ur fram til þessa verið, en þar má nefna þjónustu á borð við þá sem er í boði hjá Netflix og Hulu, eða hvort kaup á hinni nýju græju muni einnig fela í sér aðgang að dagskrárbundnum sjónvarps- stöðvum. Spurning sem íslenskir neytendur geta velt fyrir sér er hvaða áhrif það kynni að hafa hér á landi, ef bandarískar sjónvarps- stöðvar væru aðgengilegar með því einu að festa kaup á Apple TV. Splunkunýtt Apple TV á döfinni Nýjan útgáfan mun bera stærra geymslupláss, hraðari örgjöva og fleira. TÖLVURISINN MEÐ SÍNA GRÆJUFJÖLD Vísindamenn hafa nú lagt lokahönd á agnarsmátt vélmenni sem getur hafist við á yfirborði vatns og jafn- vel stokkið af því. Innblástur er óneitanlega fenginn frá náttúrunni, en vélmennið notast við sömu tækni og ýmsar tegundir skordýra sem státa af sama hæfileika. Vélmenni sem stekkur á vatni SMÁRALIND • 2 HÆÐ Verð 26.995 Verð 19.995 LYTDS® VANDAÐIR ÍTALSKIR GÖNGU- OG ÚTIVISTARSKÓR FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA Motorola kynnir nýja vöru úr heyrnartóladeildinni. Tvær nýjar tegundir ef heyrnartólum voru að líta dagsins ljós. Annars vegar eru það tappaheyrnartól sem eru með innbyggða Surround-eiginleika. Hins vegar eru það heyrnartól sem þeir kalla Puls og eru í þessum heyrnarhlífastíl sem gott er að hjóla með á veturna. Bæði heyrn- artólin keyra á blátannartækni og því laus við allt vesenið sem fylgir snúrum. Að fagurfræðilegum stöðlum slepptum snýst val neytandans líka um endingu. Kjósi hann að fjár- festa í Púls-heyrnartólunum held- ur Motorola því fram að hægt sé að hlusta á tónlist í 18 tíma sam- fleytt á fullri hleðslu. Aftur á móti styttist líftími rafhlöðunnar niður í 12 stundir velji maður að næla sér í tappaheyrnartólin. En þau eru að vísu, eftir því sem Motorola segir, vatnsheld í kaupbæti. Hvort tveggja er fáanlegt á net- inu í dag og kostar á milli 8.000 og 9.500 kr. NÝ TÓL FRÁ MOTOROLA Heyrðu með blátönn Tappaheyrnartól eru meðfærileg en hlífarnar ylja eyrunum.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.