Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.08.2015, Page 38

Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.08.2015, Page 38
38 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2.8. 2015 J á takk. Það er aldrei svo lítið að það hressi ekki,“ sagði mildasti mandarín íslensku stjórnsýslunnar þegar bakkinn á Bessastöð- um barst að honum með dömulegustu sérrí- glösum sem sést höfðu þar suður frá. Hey í harðindum Íslenskir blaðamenn eru fullir af sömu undirtegund þakklætis þegar glittir í fréttir í gúrkutíðinni í júlí og fyrstu dagana í ágúst. Þær þurfa að vera ósýnilegar í smásjá, svo þær hressi ekki harðdrægustu frétta- stjórana pínulítið. Fréttir af skattakóngum og -drottningum birtast jafnan á þeim tíma. Skatturinn birtir réttar upplýs- ingar um þá efstu á landsvísu. Í gamla daga fannst manni, með réttu eða röngu, að sömu karlarnir væru alltaf í þessum sætum og þeir tóku því flestir vel þegar hringt var í þá af þessu tilefni. Enda má segja að fréttirnar um þá hafi ekki komið neinum á óvart. Þetta voru iðulega harðdug- legir menn, sem lengi hafði verið vitað að héldu vel um sitt. Langfæstir í þeim hópi voru þekktir fyrir að veifa sínu ríkidæmi framan í náungann eða hælast um. Þeir áttu sitt snotra hús og bíl og sumir 40 fermetra sumarbústað einhvers staðar, ekki mjög langt frá staðnum þar sem hann endaði spottinn út úr borg- inni með bundna slitlagið. Áður en tekið var að leggja þá spotta áttu herramenn og frúr höfuðstað- arins krúttlegt sumarhús með kamri í Fossvoginum, í námunda við lóð núverandi Borgarspítala eða upp við Reynisvatn, Elliðavatn og Hafravatn. Millar Og manna á meðal voru þessir grósserar góðlátlega kallaðir milljónerar, en það var á þeim tíma sem milljónin var og hét. Hún þó sama talan og 10 þús- und krónur eru núna. En þó töluvert innihaldsríkari. Tíuþúsundkrónuseðillinn, með mynd af Jónasi og ló- unni, hefur sem sagt sama verðgildi og milljónin hafði þá, áður en tvö núll voru skorin af henni árið 1980. Gott er ef það var ekki látið heita efnahags- aðgerð. Um það leyti eða skömmu áður orti einhver í þessa veru: „Þúsundkallinn þótti mér, þægilegur fínans. En undarlega fljótt hann fer, ef frúrnar drekka vín manns.“ Kannski hefur einhver amast við því þá, að skatt- stjórarnir, hver í sínu umdæmi, hafi birt fréttir um sína skattakónga og -drottningar, þótt þeir sem þess heiðurs nutu hafi ekki verið með fjas. Á það hefur verið bent að skattayfirvöld styðjast ekki við sérstaka lagaheimild þegar þau taka hæstu gjaldendur hvers árs saman í fréttatilkynningu og senda fjölmiðlum. En hinu er ekki að neita að komin er löng hefð fyrir slíkri birtingu. Lagafyrirmæli Skattstjórum er hins vegar gert skylt að leggja fram sínar álagningarskrár og síðar skattskrár, þegar lok- ið er meðhöndlun á kærum og áætlunum. Slíkar skrár eiga að vera aðgengilegar almenningi. Margir telja að birting af þessu tagi, þótt lögbundin sé, stangist á við nútímalega hugsun um persónuvernd og friðhelgi einkalífsins. Hin tiltölulega fáorða stjórnarskrá Íslands (þær stuttu eru jafnan betri en hinar útbelgdu í innantómum frösum) hefur sérstakt ákvæði um friðhelgi einkalífsins. Þeir, sem gera at- hugasemdir við almennt aðgengi að upplýsingum, sem ættu að vera trúnaðarmál skatts og framtelj- enda benda að auki á, að það raski margvíslegum mikilvægum þáttum þjóðlífsins. Þannig sé það meg- inregla á hverjum vinnustað að launakjör starfs- manns séu trúnaðarmál á milli hans og viðkomandi fyrirtækis. Birting persónulegra skattaupplýsinga gengur þvert gegn þeirri reglu. Bankaleynd er í gildi. Skattstjóri er þó ekki bundinn af henni. Stóran hluta upplýsinga um fjármagnstekjur fær hann frá bönkum. Niðurstöður þeirra upplýsinga birtir hann í reynd opinberlega. Bankaleynd í þágu flestra ein- staklinga er því að mestu nafnið eitt. Það þarf því ríka nauðsyn, vel studda rökum, til þess að réttlæta opinbera birtingu einkaréttarlegra persónulegra skattaupplýsinga. Fram yfir miðja síðustu öld stóðu lög til þess að hver og einn gæti kynnt sér álagningarskrá (skatt- skrá) og það ekki aðeins til að geta brugðist sjálfur við ákvörðunum Skattstofunnar. Viðkomandi gat einnig, þættist hann hafa rökstuddar grunsemdir, kært náunga sinn. Til þess að slík kæruheimild væri Fróðlegt og forvitnilegt en réttlætið kemur ekki við þá sögu * Fyrir sjö árum eða svo fluttuallmargir þingmenn, undir for-ystu Sigurðar Kára Kristjánssonar, frumvarp til laga um að fella niður heimildir um opinbera birtingu skattaákvarðana. Það náði ekki fram að ganga. En það vekur athygli að í hópi flutningsmanna voru þrír ráð- herrar núverandi ríkisstjórnar. Reykjavíkurbréf 31.07.15

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.